Ferill 96. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 96 . mál.


283. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99 8 september 1993, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (GÁ, EgJ, GuðjG, HjálmJ, MS, ÁMM).



    Við 7. gr. Síðari málsliður 2. efnismgr. verði svohljóðandi: Gjaldið endurgreiðist fyrir unnið kjöt og hráefni til þeirrar framleiðslu, en fyrir kindakjöt, sem flutt er úr landi óunnið, í heilum skrokkum eða niðurhlutuðum, skal því varið til að jafna eftir föngum skilaverð, þó þannig að tekið sé mið af gæða- og vöruflokkum, svo og árstíma.