Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 136 . mál.


324. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Indriða H. Þorláksson, Bolla Þór Bollason, Braga Gunnarsson og Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneyti og Steinþór Haraldsson frá embætti ríkisskattstjóra. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Bandalagi háskólamanna, BSRB og Verslunarráði Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði afgreitt með þeim breytingum sem lagðar eru til á sérstöku þingskjali. Þær fela í sér í fyrsta lagi að rýmkuð verði skilyrði 18. gr. laganna til endurgreiðslu á staðgreiðslu námsmanna, í öðru lagi að í stað verðbóta samkvæmt lánskjaravísitölu í 18. gr. laganna komi álag til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til á 34. gr. laganna og þær breytingar sem lagðar eru til á 121. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. þingmál 147. Þá er einnig til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til á 121. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt lagt til að í stað orðsins „verðbóta“ í 38. gr. staðgreiðslulaganna komi orðið „álag“.

Alþingi, 12. des. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Jón Baldvin Hannibalsson.

Pétur H. Blöndal.



Steingrímur J. Sigfússon,

Einar Oddur Kristjánsson.

Drífa Sigfúsdóttir.


með fyrirvara.