Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 137 . mál.


327. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Indriða H. Þorláksson, Bolla Þór Bollason, Braga Gunnarsson og Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneyti og Steinþór Haraldsson frá embætti ríkisskattstjóra. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá BSRB og Verslunarráði Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði afgreitt með svofelldri

BREYTINGU:



    Efnismálsliður b-liðar 2. gr. orðist svo: Eindagar bifreiðagjalds eru 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert.

    Breytingin felur í sér að eindagar bifreiðagjalds verði sex vikur en ekki fjórar vikur eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.

Alþingi, 12. des. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Jón Baldvin Hannibalsson.

Pétur H. Blöndal.



Steingrímur J. Sigfússon.

Einar Oddur Kristjánsson.

Drífa Sigfúsdóttir.