Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 137 . mál.


334. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 12. des.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    Í stað fjárhæðarinnar „5,62 kr.“ kemur: 5,86 kr.
    Í stað fjárhæðarinnar „3,65 kr.“ kemur: 3,80 kr.
    Í stað fjárhæðarinnar „2.870 kr.“ kemur: 2.993 kr.
    Í stað fjárhæðarinnar „18.136 kr.“ kemur: 18.915 kr.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    Orðin „en eindagi er síðasti dagur næsta mánaðar eftir gjalddaga“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verður 2. málsl. og orðast svo: Eindagar bifreiðagjalds eru 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert.
    Í stað fjárhæðarinnar „500 kr.“ í 2. mgr. kemur: 523 kr.

3. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verður 2. málsl. og orðast svo: Eiganda eða umráðamanni bifreiðar er þó ekki skylt að færa sönnur á að hafa greitt gjaldfallið bifreiðagjald fyrr en eftir eindaga.
    2. mgr. orðast svo:
                  Óheimilt er að skrá eigendaskipti að bifreið nema gjaldfallið bifreiðagjald hafi áður verið greitt.
    

4. gr.


    5. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Í stað orðanna „Bifreiðaeftirliti ríkisins“ í 7. gr. laganna kemur: skoðunarstöðvum.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.