Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 247 . mál.


345. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, nr. 83/1989, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    Í stað fjárhæðarinnar „5.078.000“ í 1. málsl. a-liðar kemur: 5.277.058.
    2. málsl. a-liðar fellur brott.
    Við b-lið bætist nýr málsliður er orðast svo: Þó skal ekki lagður sérstakur eignarskattur á eignarskattsstofn dánarbús í lok andlátsárs, sbr. 5. tölul. 2. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og manna sem takmarkaða skattskyldu bera skv. 3. gr. sömu laga, nema að því leyti sem stofninn er umfram 5.277.058 kr.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu sérstaks eignarskatts á árinu 1996 á eignir í lok ársins 1995.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt til að samræma innbyrðis álagningarreglur um dánarbú fyrsta ár eftir andlát. Einnig er gerð tillaga um að viðmiðunarfjárhæð sérstaks eignarskatts verði fastsett og að tilvísun til skattvísitöluákvæða laga um tekjuskatt og eignarskatt verði felld brott.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í a-lið er gert ráð fyrir að viðmiðunarmark sérstaks eignarskatts verði hið sama og gilti við álagningu árið 1995.
    Í b-lið er lagt til að felld sé niður tilvísun til uppreiknings samkvæmt skattvísitölu í samræmi við þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, 147. þingmáli.
    Í c-lið felst að í lögin sé sett sama regla og felst í 2. mgr. 84. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 9. gr. laga nr. 147/1994, þ.e. að dánarbú njóti persónubundins fríeignamarks í skattstofni. Þannig er gert ráð fyrir að sams konar regla gildi um álagningu eignarskatts og „þjóðarbókhlöðuskatts“ að því er varðar dánarbú. Jafnframt eru lagðar til breytingar til samræmis við tillögur í 147. þingmáli að því er varðar eignarskatt manna


Prentað upp.


sem takmarkaða skattskyldu bera. Breytingin felur í sér að þessir menn geti nýtt persónubundið fríeignamark samkvæmt lögunum.

Um 2. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.