Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 92 . mál.


348. Frumvarp til laga



um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl.

(Eftir 2. umr., 13. des.)



    Samhljóða þskj. 94 með þessum breytingum:

    10. gr. hljóðar svo:
    Sýslumaður getur vegna fullnustu ákvörðunar um umgengnisrétt tekið ákvörðun um inntak umgengnisréttarins og hversu honum verði beitt.
    Ákvörðun sýslumanns sætir kæru til dómsmálaráðuneytisins samkvæmt ákvæðum barnalaga. Um endurskoðun annarra ákvarðana sýslumanns varðandi aðfarargerðina gilda almennar reglur laga um aðför.

    16. gr. hljóðar svo:
    Meðferð mála til fullnustu ákvörðunar samkvæmt Evrópusamningnum og til afhendingar samkvæmt Haagsamningnum skal hraða svo sem unnt er.
    Hafi ekki verið tekin ákvörðun um afhendingu samkvæmt Haagsamningnum innan sex vikna frá því að beiðni barst frá héraðsdómi skal dómurinn samkvæmt beiðni frá beiðanda gera grein fyrir ástæðum þess.

    17. gr. hljóðar svo:
    Áður en héraðsdómari tekur ákvörðun um fullnustu ákvörðunar samkvæmt Evrópusamningnum eða um afhendingu samkvæmt Haagsamningnum skal kanna afstöðu barns sem hefur náð þeim aldri og þroska að rétt sé að taka tillit til skoðana þess. Ákvæði 4. mgr. 34. gr. barnalaga eiga við þegar afstaða barns er könnuð.