Ferill 234. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 234 . mál.


351. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Í frumvarpinu er lagt til að sveitastjórnum verði heimilt að fella niður eða lækka holræsagjald hjá tekjulitlum elli- eða örorkulífeyrisþegum sem þeim er gert að greiða í sínu sveitarfélagi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Svanfríður Jónasdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu. Pétur H. Blöndal og Kristján Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. des. 1995.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Magnús Stefánsson.

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.



Bryndís Hlöðversdóttir.

Drífa Sigfúsdóttir.

Arnbjörg Sveinsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.