Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 194 . mál.


368. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð.

Frá iðnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og Tómas Sigurðsson frá Iðnlánasjóði.
    Nefndin leggur áherslu á að trygging verkábyrgða fari eftir almennum reglum sem settar verði af iðnaðar- og fjármálaráðherra sem staðfesta ákvarðanir stjórnar Iðnlánasjóðs um iðgjöld og tryggingarhlutföll, sbr. 15. gr. laga nr. 76/1987.
    Í reglunum komi fram:
    hámark ábyrgða á hverjum tíma,
    hámark ábyrgða fyrir hvert verkefni,
    þeir málaflokkar sem ábyrgð er veitt til og skipting milli þeirra.
    Jafnframt tekur nefndin undir athugasemdir fjármálaráðuneytisins, sem birtar eru sem fylgiskjal með frumvarpinu, um iðgjöld Iðnlánasjóðs og varasjóðstillag. Einnig er vakin athygli á að iðnaðarráðherra hefur skrifað stjórn Iðnlánasjóðs bréf og mælst til að iðgjöld verði hækkuð til að standa undir útgjöldum sjóðsins vegna verkábyrgðartrygginga.
    Með vísan til framangreindra athugasemda leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 12. des. 1995.Stefán Guðmundsson,

Guðjón Guðmundsson.

Sigríður A. Þórðardóttir.


form., frsm.Jóhanna Sigurðardóttir.

Svavar Gestsson,

Pétur H. Blöndal.


með fyrirvara.Árni R. Árnason.

Drífa Sigfúsdóttir.

Petrína Baldursdóttir.