Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 206 . mál.


408. Nefndarálit



um frv. til l. um afnám l. nr. 96/1936, um að Mjólkursamsalan í Reykjavík og Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda skuli vera undanþegin útsvari og tekju- og eignarskatti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Braga Gunnarsson deildarstjóra og Indriða H. Þorláksson skrifstofustjóra frá fjármálaráðuneyti, Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðing embættis ríkisskattstjóra, Vilhelm Andersson, framkvæmdastjóra Mjólkursamsölunnar, og Arnór Eggertsson og Benóní Torfa Eggertsson, löggilta endurskoðendur Mjólkursamsölunnar. Þá fékk nefndin umsagnir um málið frá Bændasamtökum Íslands, Mjólkursamsölunni, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Samtökum iðnaðarins og Verslunarráði.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Í stað orðanna „kaup- eða byggingarári til ársloka 1995“ í 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða komi: upphafi fyrningartíma skv. 33. gr. laga nr. 75/1981.

    Breytingin felur í sér að frádráttur frá framreiknuðu kostnaðarverði fyrningar fyrir hvert ár verði ekki talinn hafa hafist fyrr en eign Mjólkursamsölunnar var komin í notkun.

Alþingi, 18. des. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Valgerður Sverrisdóttir.


form., frsm.



Steingrímur J. Sigfússon.

Sólveig Pétursdóttir.

Pétur H. Blöndal.



Jón Baldvin Hannibalsson.

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Einar Oddur Kristjánsson.