Ferill 147. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 147 . mál.


409. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 18. des.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    2. málsl. 1. tölul. orðast svo: Hér með teljast þeir menn sem atvinnu stunda hér á landi, eða um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi, þar með talið á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli, þótt dvöl þeirra eða starf vari 183 daga samtals eða skemur á sérhverju 12 mánaða tímabili.
    9. tölul. orðast svo: Allir aðilar sem eiga eignir hér á landi skv. 4.–8. tölul. skulu greiða eignarskatt af þeim eignum.

2. gr.


    Í stað fjárhæðarinnar „328.500“ í 2. málsl. 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: 341.377.

3. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
    4. tölul. A-liðar 1. mgr. fellur brott.
    Í stað fjárhæðanna „126.000“ og „252.000“ í 1. málsl. 2. tölul. B-liðar 1. mgr. kemur: 130.939 og 261.878.
    Í stað fjárhæðanna „100.000“ og „200.000“ í 1. mgr. 4. tölul. B-liðar 1. mgr. kemur: 103.920 og 207.840.
    Í stað fjárhæðanna „21.000.000“ og „42.000.000“ í 2. mgr. kemur: 21.823.200 og 43.646.400.
    Í stað fjárhæðarinnar „25.000“ í 4. mgr. kemur: 25.980.

4. gr.


    Lokatöluliður 31. gr. laganna, sbr. b-lið 3. gr. laga nr. 30/1995, verður lokatöluliður A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna.

5. gr.


    Í stað fjárhæðarinnar „75.000“ í 2. mgr. 67. gr. laganna kemur: 77.940.

6. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
    Í stað fjárhæðarinnar „282.264“ í 1. mgr. A-liðar kemur: 294.528.
    Í stað fjárhæðarinnar „660“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 689.

7. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
    Í stað fjárhæðanna „8.886“, „27.564“ og „28.917“ í 1. mgr. A-liðar kemur: 9.272, 28.768 og 30.176.
    Í stað fjárhæðanna „66.723“, „70.941“ og „28.917“ í 2. mgr. A-liðar kemur: 69.624, 74.024 og 30.176.
    8. mgr. A-liðar fellur brott.
    Í stað fjárhæðanna „89.284“ og „96.784“ í 2. mgr. B-liðar kemur: 93.164 og 100.990.
    3. mgr. B-liðar orðast svo:
                  Barnabótaauki skv. 2. mgr. skerðist í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 1.141.042 kr. hjá hjónum og umfram 570.521 kr. hjá einstæðu foreldri. Frá tekjuskattsstofni í þessu sambandi er eigi heimilt að draga tekjur skv. 2. og 3. tölul. A-liðar og 2., 3. og 4. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. Skerðingarhlutfallið skal vera 6% með einu barni, 11% með tveimur börnum og 15% með þremur börnum eða fleiri.
    Í stað fjárhæðanna „4.017.000“ og „6.026.000“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 4.174.466 og 6.262.219.
    Í stað fjárhæðanna „395.698“, „519.467“ og „643.235“ í 3. mgr. C-liðar kemur: 411.209, 539.830 og 668.450.
    Í stað 1. málsl. 4. mgr. C-liðar koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Vaxtabætur skal ákvarða þannig að frá vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í 3. mgr., skal draga fjárhæð sem svarar til 6% af tekjuskattsstofni. Frá tekjuskattsstofni í þessu sambandi er eigi heimilt að draga tekjur skv. 2. og 3. tölul. A-liðar og 2., 3. og 4. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr.
    Í stað fjárhæðanna „2.976.267“ og „4.933.677“ í 3. málsl. 4. mgr. C-liðar kemur: 3.092.937 og 5.127.077.
    Í stað fjárhæðanna „135.035“, „173.664“ og „223.310“ í 5. málsl. 4. mgr. C-liðar kemur: 140.903, 181.212 og 233.015.
    Í stað fjárhæðarinnar „500“ í lokamálslið 4. mgr. C-liðar kemur: 520.

8. gr.


    Við 2. mgr. 3. tölul. 74. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Þó skal ár hvert heimilt að færa niður verð bifreiða um 10% af því verði sem þær voru taldar til eignar hjá framteljanda árið áður.

9. gr.


    Í stað fjárhæðanna „1.183.000“ og „2.366.000“ í 1. mgr. 78. gr. laganna kemur: 1.229.374 og 2.458.748.

10. gr.


    Í stað fjárhæðarinnar „3.514.000“ í 83. gr. laganna kemur: 3.651.749.

11. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
    Í stað fjárhæðarinnar „3.514.000“ í 2. mgr. kemur: 3.651.749.
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Þó skal eignarskattur manna sem takmarkaða skattskyldu bera skv. 3. gr. reiknast þannig: Af fyrstu 3.651.749 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 3.651.749 kr. greiðist 1,2%.

12. gr.


    Orðið „skriflega“ í 1. mgr. 91. gr. laganna fellur brott.

13. gr.


    Í stað orðsins „nafnnúmers“ í 4. mgr. 92. gr. laganna kemur: kennitölu.

14. gr.


    Í stað 4. mgr. 96. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar er orðast svo:
    Sé gerð breyting á framtali eða sköttum eftir álagningu eða fari fram ný skattákvörðun, sbr. 1. og 2. mgr. þessarar greinar, skal skattstjóri gera skattaðila eða þeim sem framtalsskyldan hvílir á viðvart um fyrirhugaðar breytingar og af hvaða ástæðum þær eru gerðar og senda tilkynningu um það skriflega. Skattstjóri skal veita skattaðila a.m.k. 15 daga frest, frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar, til að tjá sig skriflega um efni máls og leggja fram viðbótargögn áður en úrskurður er kveðinn upp.
    Skattstjóri skal innan tveggja mánaða að jafnaði kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun álagningar og senda hann í ábyrgðarbréfi til skattaðila eða þess sem framtalsskyldan hvílir á. Tilkynning um skattbreytingu skal send viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs við uppkvaðningu úrskurðar. Samrit úrskurðar skal samtímis sent ríkisskattstjóra.
    Úrskurði skattstjóra um endurákvörðun skv. 5. mgr. má skjóta til yfirskattanefndar, eftir ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

15. gr.


    Orðin „eða innan 30 daga frá póstlagningardegi tilkynningar um endurákvörðun“ í 1. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna falla brott.

16. gr.


    Á eftir orðinu „gjalda“ í 4. mgr. 110. gr. laganna kemur: að frádregnum bótum skv. 69. gr.

17. gr.


    Í stað „4. tölul.“ í 120. gr. laganna kemur: 3. tölul.

18. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 121. gr. laganna:
    1. og 2. mgr. falla brott.
    3. mgr. orðast svo:
                  Við mismun, sem í ljós kemur á álögðum tekjuskatti manna og staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 34. gr. þeirra laga, og stafar af of lágri staðgreiðslu, skal bæta 2,5% álagi. Við mismun, sem rætur á að rekja til of hárrar staðgreiðslu, skal með sama hætti bæta 2,5% álagi.

19. gr.


    122. gr. laganna fellur brott.

20. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á bráðabirgðaákvæði I með lögum nr. 30/1995:
    1. málsl. b-liðar fellur brott.
    Í stað dagsetninganna „1. júlí 1996“ og „31. desember 1996“ í 2. málsl. b-liðar kemur: 1. janúar 1996 og 30. júní 1996.
    C-liður fellur brott.

21. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á bráðabirgðaákvæði II með lögum nr. 30/1995:
    B-liður orðast svo:
                  Vegna launatímabila frá og með 1. janúar 1996 til og með 30. júní 1996 skal hámarkið vera 3% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr. Frádráttur samkvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1997.
    C-liður fellur brott.

22. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
    12., 13., 17., 18. og 19. gr. koma til framkvæmda þegar í stað.
    A-liður 3. gr. kemur til framkvæmda 1. janúar 1996.
    1. gr. kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1997 vegna tekna á árinu 1996 og eigna í lok þess árs.
    2. gr., b-, c-, d- og e-liður 3. gr., 6., 7., 8., 9., 10. og 16. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekju- og eignarskatts á árinu 1996 vegna tekna á árinu 1995 og eigna í lok þess árs og við ákvörðun bóta á árinu 1996.
    14. og 15. gr. koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 1997. Þó skulu mál þar sem skattstjóri hefur boðað breytingar á grundvelli 4. mgr. 96. gr., eins og sú málsgrein hljóðaði fyrir það tímamark, fara eftir eldri reglum.
    Ákvæði um frádrátt vegna greiddra iðgjalda launþega til lífeyrissjóða, sbr. 2. gr. laga nr. 30/1995, kemur til framkvæmda frá og með 1. júlí 1996.

23. gr.


    Við lögin bætast fjögur ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:

I.


Sérstakur tekjuskattur manna.


    Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árinu 1996 skal á árinu 1997 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
    Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 2.805.840 kr., eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 5.611.680 kr., skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.
    Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 2.805.840 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 2.805.840 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
    Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.

II.


Fyrirframgreiðsla manna á sérstökum tekjuskatti.


    Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1997 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1996. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1996 vegna tekna á árinu 1995 umfram 2.805.840 kr. hjá einstaklingi og umfram 5.611.680 kr. hjá hjónum.
    Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember. Um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar skal kveða nánar á í reglugerð.
    Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun á fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra er úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar.
    Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um þetta atriði.
    Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu hefur verið of há, og skal við mismuninn bæta 2,5% álagi.

III.


    Um sérstakan tekjuskatt, samkvæmt bráðabirgðaákvæði I og II, skulu ákvæði VIII.– XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við getur átt.

IV.


Niðurfærsla bifreiða.


    Við niðurfærslu á verði bifreiða, sem ekki eru notaðar í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. 2. mgr. 3. tölul. 74. gr., skal við gerð skattframtals 1996 vegna eigna í árslok 1995 heimilt til viðbótar að færa niður verð bifreiða sem hér segir:
    Bifreiðar keyptar 1993 um 5% af kaupverði.
    Bifreiðar keyptar 1992 eða fyrr um 10% af kaupverði.