Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 253 . mál.


417. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, sbr. lög nr. 16/1994.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að aðlögunartími fyrir skipstjórnarmenn til að ljúka öryggisfræðslunámi verði framlengdur um eitt ár, eða til 31. desember 1996, þannig að hann verði sá sami og fyrir aðra skipverja.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Árni Johnsen og Petrína Baldursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. des. 1995.



Einar K. Guðfinnsson,

Magnús Stefánsson.

Kristján Pálsson.


form., frsm.



Egill Jónsson.

Stefán Guðmundsson.

Ragnar Arnalds.



Ásta R. Jóhannesdóttir.