Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 1 . mál.


418. Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1996.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



Þús. kr.

    Við 4. gr. 14-221 Hollustuvernd ríkisins. Nýr liður:
    102 Verkefni vegna EES-samnings, reglugerðir og eftirlit     
5.000


Greinargerð.


    Hollustuvernd ríkisins sótti sl. vor um 11,5 ný stöðugildi til að geta sinnt verkefnum sem stjórnvöld ætla stofnuninni að vinna.
    Verkefni stofnunarinnar vegna skuldbindinga samkvæmt EES-samningi eru slík að þeim verður ekki sinnt á árinu 1996 vegna fjárskorts. Á matvælasviði eru um 100 tilskipanir, á mengunarvarnasviði um 40 og 40–50 á eiturefnasviði. Stöðugt bætast við nýjar tilskipanir sem sinna þarf.