Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 43 . mál.


422. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1996.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, SP, GMS, PHB, EOK).



    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað „5.970“ í 1. málsl. komi: 5.320.
         
    
    3. og 6. tölul. falli brott.
    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað „3.540“ í 1. tölul. komi: 2.760.
         
    
    Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Rafmagnsveitur ríkisins, allt að 650 m.kr, sbr. 62. gr. orkulaga, nr. 58/1967, með áorðnum breytingum.
    Á eftir 4. gr. komi ný grein svohljóðandi:
                  Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð lántöku eftirtalinna aðila á árinu 1996:
        1.    Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, allt að 470 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
        2.    Bæjarveitur Vestmannaeyja, allt að 24 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
        3.    Lyfjabúð Háskóla Íslands, allt að 110 m.kr. til kaupa á fasteigninni Austurstræti 16 í Reykjavík.
        4.    Flugmálastjórn, allt að 92 m.kr. til endurnýjunar á flugvél.
        5.    Ríkisútvarpið, allt að 200 m.kr. til kaupa á langbylgjusendi og loftnetum.
        6.    Orkusjóður, allt að 15 m.kr. til jarðhitaleitar.
    Á eftir 9. gr. (er verði 10. gr.) komi þrjár nýjar greinar svohljóðandi:
         
    
    (11. gr.)
                            Stofnlánadeild landbúnaðarins er heimilt að taka allt að 350 m.kr. viðbótarlán á árinu 1995 og 1996 vegna skuldbreytinga á lausaskuldum bænda.
         
    
    (12. gr.)
                            Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að yfirtaka allar skuldir Herjólfs hf. vegna kaupa á ferjunni Herjólfi.
         
    
    (13. gr.)
                            Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að gefa út að nýju viðbót inn í eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs sem ekki eru komnir á gjalddaga í þeim tilgangi að stækka slíka flokka og gera þá markaðshæfari. Skilmálar og kjör hlutdeildarskírteina (spariskírteina) slíkra viðbóta við eldri flokka skulu vera hin sömu og að breyttu breytanda, þ.e. útgáfudagur, fyrsti vaxtadagur, vextir, verðtryggingarákvæði, gjalddagi og þess háttar.
    Við 10. gr. (er verði 14. gr.). Við fyrri málslið bætist: en lántökuheimild skv. 11. gr. gildir einnig á árinu 1995.