Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 225 . mál.


455. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir árið 1996 og brtt. á þskj. 438.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, SP, GMS, PHB, EOK, VS).



    Við 18. gr. 2. efnismgr. orðist svo:
                  Af dæmdum eða ákvörðuðum bótum, að vöxtum meðtöldum, greiðir ríkissjóður ekki hærri fjárhæð en:
         
    
    250.000 kr. fyrir tjón á munum,
         
    
    2.500.000 kr. fyrir líkamstjón,
         
    
    600.000 kr. fyrir miska,
         
    
    2.500.000 kr. fyrir missi framfæranda.
    Við 20. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða:
         
    
    Í stað orðanna „1. janúar 1996“ í ákvæði til bráðabirgða kemur: 1. júlí 1996.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðist svo:
                            Gagnvart ríkissjóði ber krafa um bætur vegna verknaðar sem framinn var fyrir gildistöku laga þessara fyrst vexti frá 1. júlí 1996.
    Við 28. gr. Við 3. málsl. bætist: með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála.
    Við 3. tölul. á þskj. 438. Í stað „35%“ komi: 30%.
    Við 35. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Inngangsmálsgrein greinarinnar orðist svo:
                            Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
                            Frá 1. janúar 1996 til ársloka 1997 skulu eftirfarandi ákvæði gilda í stað ákvæða 65. gr. laganna:
         
    
    Á eftir 1. málsl. efnismálsgreinar komi nýr málsliður svohljóðandi: Til hliðsjónar við ákvörðun bóta skal hafa þróun launa, verðlags og efnahagsmála.
    Við 61. gr. Greinin falli brott.