Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 295 . mál.


534. Tillaga til þingsályktunar



um breytingu á þingsályktun um vegáætlun fyrir árin 1995–1998.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)



    Alþingi ályktar að árið 1996 skuli framkvæmdum í vegamálum hagað samkvæmt eftirfarandi vegáætlun.


I. ÁÆTLUN UM FJÁRÖFLUN


(Fjárhæðir í m.kr.)




                                  
1996


1.1. Markaðar tekjur:
    1. Bensíngjald     
4.405

    2. Þungaskattur, árgjald     
685

    3. Þungaskattur, km-gjald     
1.560

    4. Bætt innheimta þungask.     
100


1.2. Fært í ríkissjóð     
-637


                                  
6.113

1.3. Framkvæmdaátak:
    1. Frá mörkuðum tekjustofnum     
350

    2. Framlag úr ríkissjóði     
350

    3. Lánsfé          
0

    4. Endurgreiðsla lánsfjár í lið 1.3.3     
-50


                                  
650

                                  
Samtals
6.763


II. SKIPTING ÚTGJALDA


(Fjárhæðir í m.kr.)



                                  
1996


2.1. Stjórn og undirbúningur:
    1. Skrifstofukostnaður     
140

    2. Tæknilegur undirbúningur     
144

                                       
_____
284
2.2. Viðhald þjóðvega:
    1. Almenn þjónusta
              1. Sameiginlegt     
215
    
              2. Vegir og vegyfirborð     
335
    
              3. Brýr og önnur vegamannvirki     
35
    
              4. Vegmerkingar og vegbúnaður     
220

                                       
_____
805
    2. Vetrarþjónusta     
660
    3. Viðhald
              1. Endurnýjun bund. slitl.     
493
    
              2. Endurnýjun malarslitlaga     
205
    
              3. Styrkingar og endurbætur     
260
    
              4. Viðhald brúa og varnargarða     
100
    
              5. Öryggisaðgerðir     
60
    
              6. Vatnaskemmdir     
42

                                       
_____
1.160     
    4. Þéttbýlisvegir     
310
2.3.     Til nýrra þjóðvega:
    1. Stofnvegir
              1. Alm. verk. og bundin slitl.     
782
    
              2. Höfuðborgarsvæðið     
431
    
              3. Stórverkefni     
463
    
              4. Framkvæmdaátak     
650

                                       
_____

                                       
2.326

    2. Tengivegir     
275

    3. Til brúagerða
              1. Brýr 10 m og lengri     
118
    
              2. Smábrýr     
12

                                       
_____

    4. Girðingar     
28

                                       
2.759
2.4. Til safnvega:          
159

2.5. Til landsvega:          
60

2.6. Til styrkvega:          
25

2.7. Til reiðvega:          
10

2.8. Til tilrauna:          
65

2.9. Til flóabáta:     
466

                                  
Samtals
6.763

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Gildandi vegáætlun fyrir árin 1995–1998 var samþykkt á Alþingi í febrúar 1995. Þar var gert ráð fyrir 7.678 m.kr. heildarfjáröflun til vegamála á árinu 1996. Innifalið í þeirri fjáröflun voru tekjur af mörkuðum tekjustofnum, framlag úr ríkissjóði til framkvæmdaátaks og lánsfé til átaksins.
    Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1996 var ákveðið að útgjöld til vegamála yrðu 6.663 m.kr. Jafnframt var gert ráð fyrir hertri innheimtu þungaskatts. Gæfi þungaskattur meiri tekjur en tölur í fjárlögum segja til um, skyldi sú aukna innheimta renna til vegamála á árinu. Var miðað við, að sú upphæð yrði tekin inn í fjáraukalög 1996, en hún hefur verið áætluð um 50 m.kr. Þá hefur bensíngjald verið hækkað að því marki, að hækkunin skili 100 m.kr. á þessu ári.
    Með vísan til þess, sem hér er rakið á undan verður niðurstöðutala vegáætlunar 1996 6.663 + 100 = 6.763 m.kr. Síðan bætast við 50 m.kr. ef innheimta þungaskatts skilar þeim fjármunum.
    Af þessum orsökum verður ekki komist hjá því að endurskoða vegáætlun fyrir árið 1996, en regluleg endurskoðun á ekki að fara fram fyrr en þinginu 1996 – 1997.

0. Verðlagsforsendur.


    Í þessari endurskoðun vegáætlunar fyrir 1996 er gengið út frá verðlagsforsendum fjárlaga þ.e. að verðlagshækkun frá 1995 verði um 2,4%. Meðaltalsvísitala vegagerðar fyrir árið 1996 er því áætluð 5150 stig.

I. Fjáröflun.


    Eftirfarandi er samanburður á áætlaðri fjáröflun samkvæmt gildandi vegáætlun og tillögu þessari að vegáætlun 1996. Í töflunni eru tekjur flokkaðar eftir uppruna, en ekki ráðstöfun eins og í tillögunni.

                                  

Gildandi

Tillaga


                                  

vegáætlun

jan. 1996


                                  

m.kr.

m.kr.


    Markaðar tekjur:
    Bensíngjald
4.876
4.660
    Þungaskattur km-gj.
1.651
1.730
    Þungaskattur árgjald
624
710     
                                  
Alls     7.151
7.100
    Framlag úr ríkissjóði
361
350
    Lánsfé          
310
0
    Endurgreiðsla lánsfjár
0
- 50
    Fært í ríkissjóð
- 144
- 637
                                  
Samtals VÁ     7.678
6.763

    Í tölunum fyrir markaðar tekjur eru meðtaldar þær 350 m.kr. af mörkuðum tekjum sem renna eiga til framkvæmdaátaksins.
    Bensíngjald hækkar þann 1. febrúar 1996 um 2,6% og er sú hækkun tekin með hér. Ekki er gert ráð fyrir öðrum breytingum á gjaldskrám markaðra tekja.
    Við gerð vegáætlunar fyrir 1995–1998 var gert ráð fyrir að sala á bensíni tekjuárið 1995 yrði 1,8% meiri en 1994. Reyndin varð 0,8% sölusamdráttur. Þar af leiðandi er ný spá um tekjur af bensíngjaldi 216 m.kr. lægri en í upphaflegu áætluninni. Á móti kemur að tekjur af þungaskattir voru öllu meiri en áætlað hafði verið og er nú reiknað með 165 m.kr. aukningu þar.
    Vegagerðin tók við eftirliti með þungaskattsmálum í ársbyrjun 1994, og var eftirlitið þá aukið verulega. Auknar tekjur af þungaskatti má að verulegu leyti rekja til aukins eft1irlits og hertrar innheimtu. Eftirlitið verður enn eflt á þessu ári, og er búist við að það skili 50 m.kr. umfram tölur hér að ofan, og verður það þá tekið inn í fjáraukalög eins og áður sagði.
    Nú er ljóst að þungaskattskerfið verður í gildi enn um sinn. Ákveðið var að fresta gildistöku laga um olíugjald í tvö ár. Þessum tíma á að verja til að útfæra hér á landi olíugjald, sem byggist á litun olíu.

2. Skipting útgjalda.


    Í meðfylgjandi töflu er sýndur samanburður á gildandi vegáætlun og tillögu þeirri, sem hér liggur fyrir.


                                  

Gildandi

Tillaga


                                  

vegáætlun

janúar 1996


                                  

m.kr.

m.kr.



2.1.                    Stjórn og undirbúningur
286 284

2.2.1.          Almenn þjónusta
844 805
2.2.2.          Vetrarþjónusta
630 660
2.2.3.          Viðhald
1.249 1.160
2.2.4.          Þéttbýlisvegir
285 310

2.3.1.1.     Almenn verkefni og bundin slitlög
957
782
2.3.1.2.     Höfuðborgarsvæðið
484
431
2.3.1.3.     Stórverkefni
567
463
2.3.1.4.     Framkvæmdaátak
1.032
650
2.3.2.          Tengivegir
336
275
2.3.3.          Til brúagerða
159
130
2.3.4.          Til girðinga
28
3.563 28 2.759
                                       
_____
_____
2.4.                    Til safnvega
181 159

2.5.                    Til landsvega
66 60

2.6.                    Til styrkvega
27 25

2.7.                    Til reiðvega
11 10

2.8.                    Til tilrauna
66 65

2.9.                    Til flóabáta
470 466

                                       
Samtals      
7 678 6 763

    Við samanburð á tölum þarf að hafa í huga, eins og áður var vikið að, að lítilsháttar munur er á verðlagi fjárlaga og því verðlagi sem vegáætlun gerði ráð fyrir. Sú breyting sem gerð er á liðum 2.1. og 2.9. skýrist af þessum mun.
    Viðhalds- og þjónustuliðirnir 2.2.1.–2.2.4. lækka samtals um verðlagsmuninn og auk þess um 50 m.kr., en reiknað er með að tekjuauki vegna bættrar innheimtu þungaskatts renni í staðinn til þessara liða. Þessu til viðbótar hefur reynst nauðsynlegt að færa nokkuð á milli þessara liða innbyrðis, þannig er lagt til að fjárveiting til vetrarþjónustu hækki nokkuð vegna mikils halla á þeim lið frá síðasta ári. Þá hefur komið í ljós við samninga við þéttbýlissveitarfélög um veghald (viðhald og þjónustu þjóðvega innan þéttbýlismarka) að fjármagn til þess liðar var nokkuð vanáætlað. Hækkun á þessum tveimur liðum er látin bitna á liðum 2.2.1. og 2.2.3., almennri þjónustu og viðhaldi.
    Gert er ráð fyrir því að fjárveiting til framkvæmdaátaks verði 650 m.kr. í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar þar um. Lagt er til að fjárveitingar til annarra nýframkvæmda lækki um rúmlega 18% en aðrir smærri liðir (2.4.–2.7.) lækki nokkru minna. Í liðnum 2.3.1.2. Höfuðborgarsvæðið er innifalin greiðsla skuldar við Reykjavíkurborg samkvæmt samningi frá 1991. Upphæðin er bundin og því ekki skorin niður, en aðrar fjárveitingar í liðnum lækka um rúmlega 18% eins og annað. Liður 2.8. til tilrauna er í samræmi við vegalög.
    Ef fjármagn samkvæmt þessari tillögu er borið saman við undanfarin ár fæst eftirfarandi niðurstaða (vísitala vegagerðar 5150).

                                       

Þar af



                                       

Heildarút-

Nýbygg. vega,

Almenn


                                       

gjöld til

brúa og fjárv.til

þjónusta og


                                       

vegamála

landsvega

    viðhald
Ár                                   

m.kr.

m.kr.

m.kr.



1986                              
5.701
2.507 1.793
1987                              
4.984
2.155 1.555
1988                              
5.373
2.514 1.516
1989                              
5.674
2.484 1.495
1990                              
5.677
2.660 1.501
1991                              
5.868
2.887 1.588
1992                              
6.110
3.085 1.762
1993                              
7.921
4.273 1.917
1994                              
7.690
3.783 2.004
1995                              
7.813
3.653 2.037
1996                              
6.763
2.819 1.965

    Tölur fyrir árin 1986–1994 eru samkvæmt skýrslu ráðherra um framkvæmd vegáætlunar en tölur fyrir árið 1995 eru samkvæmt vegáætlun fyrir það ár, að viðbættum 200 m.kr. skv. fjáraukalögum 1995 vegna mikils kostnaðar við vetrarþjónustu.
    Hafa verður í huga að frá og með árinu 1993 eru greidd framlög til flóabáta sem eru innifalin í heildarútgjöldum til vegamála.