Ferill 284. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 284 . mál.


600. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Höskuldsson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, og Ólaf Dýrmundsson frá Bændasamtökum Íslands.
    Með frumvarpinu er Bændasamtökum Íslands gert að taka við þeim verkefnum sem Búnaðarfélagi Íslands eru falin í lögunum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., sbr. lög nr. 130/1994, um sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda. Þá er nauðsynlegt að endurnýja umboð markanefndar sem fyrst vegna útgáfu á markaskrám í sýslum landsins á þessu ári. Í tengslum við útgáfuna geta komið upp ýmis ágreiningsmál sem nefndin þarf að úrskurða um.
    Árni M. Mathiesen og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. febr. 1996.



Egill Jónsson,

Magnús Stefánsson.

Guðjón Guðmundsson.


varaform., frsm.



Þorvaldur T. Jónsson.

Hjálmar Jónsson.

Lúðvík Bergvinsson.



Ágúst Einarsson.