Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 117 . mál.


624. Breytingartillögur



við frv. til l. um erfðabreyttar lífverur.

Frá umhverfisnefnd.



    Við 1. gr. bætist nýr málsliður, er orðist svo: Tryggja skal að framleiðsla og notkun erfðabreyttra lífvera fari fram á siðferðilega og samfélagslega ábyrgan hátt í samræmi við grundvallarregluna um sjálfbæra þróun.
    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðanna „þar með taldar eru“ í 1. mgr. komi: þar með eru taldar.
         
    
    Í stað orðsins „flutninga“ í 1. mgr. komi: flutnings.
         
    
    Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                            Lög þessi gilda ekki um afurðir erfðabreyttra lífvera.
                            Við framkvæmd laganna skal höfð í huga sérstaða landsins á norðurslóð.
    3. gr. orðist svo:
                  Lögin gilda á Íslandi, í landhelginni og efnahagslögsögunni.
    Við 4. gr.
         
    
    Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                             Afurðir erfðabreyttra lífvera eru afurðir sem framleiddar eru með erfðabreyttum lífverum en innihalda ekki lifandi erfðabreyttar lífverur.
         
    
    Í stað orðanna „ Áhættumat er úttekt á áhættu“ í 3. mgr. komi: Greinargerð um hugsanlegar afleiðingar er úttekt á hugsanlegum afleiðingum.
         
    
    Í stað 4. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                             Erfðabreyttar lífverur eru allar lífverur þar sem erfðaefninu hefur verið breytt á annan hátt en gerist í náttúrunni við pörun og/eða náttúrulega endurröðun.
         
    
    Í stað 11. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                             Lífvera er líffræðileg eining þar sem fram getur farið eftirmyndun eða yfirfærsla erfðaefnis.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. komi: níu.
         
    
    Orðin „sem ætlað er að aðstoða við framkvæmd laga þessara“ í 1. málsl. falli brott.
         
    
    Á eftir orðunum „framkvæmd laganna“ í 3. málsl. komi: og beita sér fyrir fræðslu um erfðabreytingar.
         
    
    Á eftir 3. málsl. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Þá ber nefndinni að gera tillögur til ráðherra um allt það sem horfir til betri vegar í málaflokki þessum. Við skipan í nefndina skulu m.a. höfð í huga tengsl við sérfræðistofnanir í náttúrufræði og siðfræði.
         
    
    4. málsl. falli brott.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Auk reglugerða sem kveðið er á um í einstökum greinum skal umhverfisráðherra setja í reglugerð eða reglugerðir“ komi: Umhverfisráðherra setur í reglugerðir á grundvelli laga þessara, að fenginni umsögn ráðgjafanefndar, sbr. 6. gr., m.a.
         
    
    Í stað orðsins „sérákvæði“ í 3. tölul. komi: ákvæði.
         
    
    4. tölul. orðist svo: greinargerð um hugsanlegar afleiðingar.
         
    
    12. tölul. orðist svo: merkingar og vöruumbúðir.
         
    
    Á eftir 13. tölul. komi tveir nýir töluliðir:
                            14. fræðslu fyrir almenning.
                            15. ábyrgðartryggingar.
         
    
    Á eftir orðinu „alþjóðasamninga“ í 14. tölul., er verði 16. tölul., komi: sem Ísland hefur gerst aðili að.
    Við 8. gr. Í stað 2. og 3. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Í umsókn skal gerð grein fyrir hugsanlegum afleiðingum afmarkaðrar notkunar hinnar erfðabreyttu lífveru fyrir heilsu manna og umhverfi og fyrirhuguðum öryggisráðstöfunum, auk almennra upplýsinga um tegund starfsemi og flokkun erfðabreyttra lífvera. Einnig skulu fylgja umsagnir eftirlitsaðila um aðstöðu, búnað og tæki, eins og nánar er kveðið á um í reglugerð.
                  Hollustuvernd getur krafist þess að umsækjandi veiti frekari upplýsingar en fram koma í umsókn um aðstöðu og fyrirhugaða starfsemi.
    Við 9. gr.
         
    
    Í stað orðanna „eða aðrir“ í 1. málsl. komi: og aðrir.
         
    
    Orðið „fyrrgreindri“ í 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
         
    
    Á eftir orðinu starfsemi í 2. málsl. 2. mgr. komi: skv. 1. mgr.
    Við 10. gr.
         
    
    Við bætist nýr upphafsmálsliður er orðist svo: Hollustuvernd ríkisins leggur mat á hverja umsókn á grundvelli framkominna gagna og umsagna og tekur afstöðu til þess hvort leyfi skuli veitt.
         
    
    Í stað orðanna „Hollustuvernd ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Stofnuninni.
         
    
    2. málsl. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Aðeins skal veita leyfi til afmarkaðrar notkunar að ekki sé talin hætta á skaðsemi út frá umhverfisverndar- og heilsufarssjónarmiðum og siðferðilega sé réttlætanlegt.
         
    
    Í stað orðsins „skrá“ í 3. mgr. komi: dagbók.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Hollustuvernd skal hafa eftirlit með og skrásetja þær tegundir erfðabreyttra lífvera sem unnið er með hverju sinni.
    12. gr. orðist svo:
                  Tilkynna skal Hollustuvernd ríkisins án tafar ef breytt er aðstöðu þar sem fram fer afmörkuð notkun erfðabreyttra lífvera. Hið sama á við ef flokkun erfðabreyttra lífvera breytist. Skal Hollustuvernd tilkynna leyfishafa skriflega svo skjótt sem auðið er hvort breytingarnar séu svo veigamiklar að afturkalla verði áður útgefið leyfi eða hvort leyfishafi skuli breyta starfsaðstöðu sinni að boði stofnunarinnar.
    Við 13. gr.
         
    
    Á eftir orðunum „í sömu umsókn“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: enda sé um að ræða samsetningu eða blöndu erfðabreyttra lífvera á einum stað eða sömu tegund þeirra er sleppt á fleiri stöðum í sama skyni og á afmörkuðu tímabili.
         
    
    Í stað orðanna „og áhættumat“ í 2. mgr. komi: greinargerð um hugsanlegar afleiðingar af sleppingu og dreifingu, fyrirhugaðar öryggisráðstafanir og siðferðileg álitaefni.
         
    
    Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, er orðist svo:
                            Umsóknir um leyfi skulu vera þannig úr garði gerðar að þær séu fallnar til almennrar kynningar eftir því sem ákveðið kann að verða og samrýmist ákvæðum um upplýsingaskyldu og trúnað.
         
    
    Í stað orðanna „um efni umsókna eins og kveðið er“ í 3. mgr. komi: Náttúruverndarráðs og rannsóknastofnana eftir því sem við á og hjá aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eins og nánar er kveðið.
    Við upphaf 14. gr. bætist tveir nýir málsliðir er orðist svo: Hollustuvernd ríkisins leggur mat á hverja umsókn á grundvelli framkominna gagna og umsagna og tekur afstöðu til þess hvort leyfi skuli veitt. Aðeins skal veita leyfi til sleppingar eða dreifingar að ekki sé talin hætta á skaðsemi út frá umhverfisverndar- og heilsufarssjónarmiðum og siðferðilega sé réttlætanlegt.
    Í stað 1. og 2. málsl. 15. gr. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Telji leyfishafi nauðsynlegt að breyta áður heimilaðri tilhögun við sleppingu eða dreifingu erfðabreyttra lífvera ber honum að tilkynna Hollustuvernd ríkisins það án tafar. Sama gildir komi fram nýjar upplýsingar um hættu sem fylgir sleppingu eða dreifingu erfðabreyttra lífvera. Ákvæði þetta gildir þó að leyfi hafi verið gefið út.
    Við 17. gr.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hollustuvernd ríkisins leggur mat á hverja umsókn á grundvelli framkominna gagna og umsagna og tekur afstöðu til þess hvort leyfi skuli veitt.
         
    
    Í stað orðanna „er ekki hafnað“ í 2. mgr. komi: fær jákvæða afgreiðslu.
    2. mgr. 19. gr. orðist svo:
                  Umhverfisráðherra getur, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., að fengnum tillögum Hollustuverndar ríkisins og umsögn ráðgjafanefndar, bannað eða takmarkað hér á landi markaðssetningu tiltekinna erfðabreyttra lífvera eða vöru sem inniheldur þær ef hætta er á að markaðssetningin hafi í för með sér skaðleg áhrif á heilsu manna eða umhverfi. Það sama á við ef leyfisveiting samræmist ekki markmiðum laga þessara að öðru leyti eða samræmist ekki íslenskum lögum.
    Í stað orðanna „kann að skipta“ í 2. málsl. 20. gr. komi: skiptir.
    3. mgr. 21. gr. orðist svo:
                  Umhverfisráðherra setur nánari ákvæði í reglugerð, í samræmi við gildandi lög um upplýsingaskyldu, um meðferð upplýsinga og hvaða upplýsingar skuli ætíð undanþegnar trúnaðarskyldu.
    Í stað orðanna „það gert“ í 22. gr. komi: greiðsla innt af hendi.
    Í stað orðanna „valda því að“ í 23. gr. komi: verður, sbr. 4. gr., þ.e. ef.
    25. gr. orðist svo:
                  Umsækjandi, leyfishafi eða aðrir sem telja á rétt sinn hallað vegna ákvörðunar sem tekin hefur verið samkvæmt lögum þessum geta kært hana til umhverfisráðherra innan þriggja mánaða frá því að ákvörðun var tilkynnt.     
    Á eftir orðunum „með reglugerð að“ í 26. gr. komi: nánar skilgreind.
    2. mgr. 27. gr. orðist svo:
                  Ef umsókn er þess eðlis að leyfi fyrir starfsemi með erfðabreyttar lífverur getur haft veruleg áhrif á starfsemi og hagsmuni margra aðila er Hollustuvernd ríkisins heimilt að efna til opins áheyrnarfundar áður en endanleg ákvörðun um leyfisveitingu er tekin. Ákvörðun um að halda opinn áheyrnarfund skal auglýsa sérstaklega.
    Ákvæði til bráðabirgða falli brott.