Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 97 . mál.


638. Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „nánar skilgreind í lögunum“ í 1. mgr. komi: skilgreind í 2. gr.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækjum“ í 1. mgr. og í stað sama orðs í a- og c-lið 7. tölul. 2. mgr. 1. gr.; 1., 2., 5., 7. og 12. tölul. og í upphafi 2. málsl. 13. tölul. 2. gr.; í 1. málsl. og 6. málsl. 1. tölul. 3. gr.; í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 6. gr.; í 7. 10., 11. og 12. gr.; í 1. mgr. og 1. og 4. málsl. 2. mgr. 13. gr.; í upphafi 1. mgr., á eftir orðunum „eignarhlut í“ í 1. mgr. og í 2. mgr. 14. gr.; í 15., 16., 17. og 18. gr.; í 1. mgr., 1. málsl. 2. mgr. og 3. og 4. mgr. 19. gr.; í upphafi 1. og 2. mgr. 21. gr.; í 22. og 23. gr.; í upphafi 1. málsl. 1. mgr. 24. gr.; í 1. mgr., í upphafi 1. tölul. 4. mgr., á eftir orðunum „til skamms tíma sem“ í 5. mgr., 8. mgr., 1. málsl. 9. mgr. og 10. mgr. 31. gr.; í 1. og 2. málsl., 1. og 2. tölul. og 1. málsl. 3. tölul 32. gr.; í 1. og 3. mgr. 33. gr.; í 36. gr.; í 1. og 2. mgr. 37. gr.; í 38. gr.; í 1. og 4. mgr. 39. gr.; í 40., 41. og 42. gr.; í upphafi 43. gr.; í upphafi 44. gr.; í 45. gr.; í 1. mgr. 46. gr.; í 47. gr.; á eftir orðinu „fleiri“ í 1. málsl. 48. gr.; í 49. gr.; 1. málsl. 1. mgr. 50. gr.; í 51., 52. og 53. gr.; á eftir orðinu „erlendra“ í 54. gr.; í 1. málsl. 1. mgr. 55. gr. og 56. gr., svo og í fyrirsögnum III., V., VII.–X. kafla komi (í viðeigandi tölu og beygingarfalli): fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu.
         
    
    Í stað orðanna „svo sem búskiptum eða félagsskiptum“ í lok 3. tölul. 2. mgr. komi: á starfssviði þeirra.
         
    
    5. tölul. 2. mgr. falli brott.
         
    
    6. tölul. 2. mgr. orðist svo: Seðlabanka ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins, annarra innlendra stofnana þeirra sem annast sambærilega starfsemi og annarra opinberra stofnana sem annast eða hafa afskipti af lánamálum ríkja.
         
    
    Við 2. mgr. bætist nýr töluliður er orðist svo: Ráðgjafar um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim.
    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðin „laga þessara“ í 1. tölul. falli brott.
         
    
    Orðin „laga þessara“ í a- og b-lið 2. tölul. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „Verðbréfamiðlunarfyrirtæki“ í b-lið 2. tölul. og hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi (í viðeigandi tölu og beygingarfalli): Verðbréfamiðlun.
         
    
    Við bætist þrír nýir töluliðir er orðist svo og raðist orðskýringar frá og með 4. tölul. í stafrófsröð:
                   
     Náin tengsl: Tengsl tveggja eða fleiri einstaklinga eða lögaðila sem fela í sér beina eða óbeina hlutdeild þessara aðila í a.m.k. 20% af eigin fé eða atkvæðisrétti fyrirtækis í verðbréfaþjónustu. Einnig er um náin tengsl að ræða ef slíkir aðilar, eða dótturfélög þeirra, hafa vegna samninga yfirráð í fyrirtæki í verðbréfaþjónstu.
                   
     Verðbréfafyrirtæki: Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skv. a-lið 2. tölul.
                   
     Verðbréfamiðlun: Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skv. b-lið 2. tölul.
         
    
    4. tölul. orðist svo: Fastur rekstrarkostnaður: Rekstrargjöld að frátöldum fjármagnsgjöldum og óreglulegum gjöldum.
         
    
    Við 1. málsl. 5. tölul. bætist: eða öðrum verð- eða vaxtabreytingum.
         
    
    Í stað orðsins „fyrirtæki“ í 8. tölul. komi: fyrirtæki í verðbréfaþjónustu.
         
    
    Í stað orðanna „bankaeftirlitið hefur viðurkennt“ í lok c-liðar 9. tölul. komi: eru viðurkenndir með þeim hætti sem bankaeftirlitið metur gildan.
         
    
    11. tölul. orðist svo: Almennt útboð: Sala samkynja verðbréfa sem boðin eru almenningi til kaups í fyrsta sinn með almennri og opinberri auglýsingu eða kynningu með öðrum hætti sem jafna má til opinberrar auglýsingar, enda séu verðbréf í sama flokki ekki skráð á skipulegum verðbréfamarkaði.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækið“ í 13. tölul. komi: fyrirtækið.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. málsl. 1. mgr. 1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Fyrirtækið sé hlutafélag.
         
    
    2. málsl. 1. mgr. 1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Þó er heimilt að starfrækja verðbréfamiðlun skv. 9. gr. sem einkahlutafélag.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 3. málsl. 1. mgr. 1. tölul. 1. mgr. komi: verðbréfafyrirtæki.
         
    
    4. málsl. 1. mgr. 1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Sé um að ræða verðbréfamiðlun sem stundar starfsemi skv. 9. gr. skal innborgað hlutafé nema að minnsta kosti 4,5 milljónum króna, sbr. þó 2. mgr. 9. gr.
         
    
    Tveir síðustu málsliðir 1. mgr. 1. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    2. og 3. mgr. 1. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „Fjárfestingarfyrirtækið“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: Fyrirtækið.
         
    
    Í stað orðanna „þremur árum“ í 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. komi: fimm árum.
         
    
    4. tölul. mgr. orðist svo: Framkvæmdastjóri fyrirtækisins fullnægi skilyrðum 2. og 3. málsl. 3. tölul. og hafi sótt nám í verðbréfamiðlun og lokið þar prófi samkvæmt prófkröfum sem settar eru í reglugerð eða öðru jafngildu námi að mati ráðherra.
         
    
    Í stað orðsins „skal“ í 5. tölul. 1. mgr. komi: sé.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Jafnframt þeim skilyrðum sem fram koma í 1. mgr. er ráðherra heimilt að synja umsókn um starfsleyfi ef stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða ef eignarhlutur hluthafa í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, sbr. 12. gr., telst ósamrýmanlegur rekstri fyrirtækisins. Sama á við ef það er mat bankaeftirlitsins að náin tengsl fyrirtækis í verðbréfaþjónustu við einstaklinga eða lögaðila geti hindrað það í eðlilegum eftirlitsaðgerðum sem og ef lög eða reglur sem um þá aðila gilda hindra eðlilegt eftirlit.
         
    
    2. og 3. mgr. falli brott
    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg. Henni skulu fylgja:
         1.        Samþykktir fyrirtækisins.
         2.        Starfsáætlun þar sem m.a. komi fram upplýsingar um eðli fyrirhugaðrar starfsemi skv. 8. og 9. gr., og skipulag viðkomandi fyrirtækis.
         3.        Upplýsingar um stofnendur, hluthafa og einstaklinga eða lögaðila sem hafa yfir að ráða virkum eignarhlut í félaginu og hlut hvers þeirra um sig.
         4.        Staðfesting á fjárhæð innborgaðs hlutafjár.
         5.        Aðrar upplýsingar sem ráðherra ákveður.
                  Áður en ákvörðun er tekin um veitingu starfsleyfis eða synjun umsóknar skal leitað umsagnar bankaeftirlits Seðlabanka Íslands. Sé fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, dótturfyrirtæki annars slíks fyrirtækis eða lánastofnunar sem hefur leyfi í öðru aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, dótturfyrirtæki móðurfyrirtækis slíkra fyrirtækja eða undir stjórn sama einstaklings eða lögaðila og stjórnar slíkum fyrirtækjum skal jafnframt leitað umsagnar lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki.
                  Óheimilt er að veita starfsleyfi sem eingöngu tekur til þjónustu skv. 2. tölul. 8. gr.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðin „að jafnaði“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    1. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ef um verðbréfafyrirtæki er að ræða skal í leyfinu getið þeirrar þjónustu skv. 8. gr. sem starfsleyfi þess tekur til.
         
    
    3. málsl. 1. mgr. falli brott.
    Við 7. gr. Í stað tilvísunar í „44. gr.“ komi: 45. gr.
    Við 8. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „Fjárfestingarfyrirtækjum skv. a-lið 2. tölul. 2. gr.“ komi: Verðbréfafyrirtækjum.
         
    
    2. tölul. falli brott og jafnframt falli niður tilvísanir í hann innan greinarinnar.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í c-lið 3. tölul. komi: verðbréfafyrirtæki.
    Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. málsl. orðist svo: Verðbréfamiðlun er eingöngu heimilt að annast milligöngu gegn endurgjaldi um kaup eða sölu verðbréfa og sérfræðiráðgjöf um verðbréfaviðskipti.
         
    
    Í stað orðsins „Fyrirtækjunum“ í upphafi 2. málsl. komi: Verðbréfamiðlun.
         
    
    Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Verðbréfamiðlun er heimilt að eiga viðskipti með verðbréf fyrir eigin reikning enda nemi innborgað hlutafé a.m.k. 10 milljónum króna og þess sé getið í starfsleyfi.
    Við 10. gr. 2. málsl. orðist svo: Öðrum aðilum er óheimilt að annast starfsemi sem um getur í 1. tölul. 8. gr. og 9. gr. nema lög ákveði annað, sbr. þó 43. gr.
    Við 12. gr. Í stað orðanna „þriggja mánaða“ í 2. mgr. komi: eins mánaðar.
    Við 13. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í lok 3. málsl. 2. mgr. komi: fyrirtækis.
    Við 14. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Eignist fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, eða móðurfyrirtæki þess, með starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða einstaklingur sem ræður yfir slíku fyrirtæki virkan eignarhlut í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hér á landi skal það tilkynnt bankaeftirlitinu.
    Við 17. gr. Í stað orðsins „þeim“ komi: því.
    Við 19. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: fyrirtækinu.
         
    
    Við 2. mgr. bætist tveir nýir málsliðir er orðist svo: Þó er verðbréfafyrirtæki, sem býður upp á vörslu skv. a-lið 2. tölul. 8. gr., heimilt að varðveita framsalsáritanir í sérstakri skrá meðan verðbréfið er í vörslu þess enda séu framsalsáritanir færðar inn á bréfið þegar það hverfur úr vörslu fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem hyggst nýta sér þessa heimild, ber að afla sér samþykkis bankaeftirlitsins fyrir fyrirkomulagi vörslu og því upplýsingakerfi sem á að nota.
         
    
    Í stað orðanna „3. mgr.“ í 4. mgr. komi: 2. mgr.
    Við 20. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækja“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: verðbréfafyrirtækja.
         
    
    Í stað orðanna „koma í veg fyrir sveiflur“ í 2. mgr. komi: draga úr sveiflum.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: verðbréfafyrirtæki.
    Við 21. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 4. tölul. 1. mgr. komi: fyrirtækisins.
    Við 23. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækisins“ komi: fyrirtækisins.
    Við 24. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðið „fjárfestingarfyrirtækisins“ í lok 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Lokamálsliður 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 2. mgr. komi: fyrirtækisins.
    Á eftir 24. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Verðbréfafyrirtæki skulu undanþegin stimpilgjöldum á lánum sem þau taka.
    Við 25. gr. Í stað orðsins „þaðan“ í lok 2. mgr. komi: þangað, sbr. lög um Verðbréfaþing Íslands.
    Við 31. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað 2. og 3. málsl. 2. mgr. komi: Eftirfarandi takmarkanir gilda um einstaka eiginfjárþætti:
                   
    Eiginfjárþáttur A skal nema að lágmarki helmingi eigin fjár fyrir frádrátt skv. 33. gr.
                   
    Eiginfjárþáttur B má hæst nema 50% af eiginfjárþætti A.
                   
    Eiginfjárþáttur C má hæst nema 50% af eiginfjárþætti A. Jafnframt má eiginfjárþáttur C hæst nema 4,8% af reiknuðum áhættugrunni fyrirtækisins vegna markaðsáhættu liða í veltubók og gengisáhættu.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækisins“ í 4. tölul. 3. mgr. komi: fyrirtækisins.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 1. málsl. 1. tölul. 4. mgr. komi: fyrirtækis.
         
    
    Í stað orðanna „Endurmatsreikningar, aðrir“ í upphafi 2. tölul. 4. mgr. komi: Endurmatsreikningur, annar.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 1. og 2. málsl. 5. mgr. komi: fyrirtækis.
         
    
    Í stað 3.–5. málsl. 5. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Tilkynna skal bankaeftirlitinu ef slík greiðsla veldur því að eiginfjárhlutfallið fer niður fyrir 10%.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækjum“ í lokamálslið 5. mgr. komi: fyrirtækjum.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 6. mgr. komi: fyrirtækis.
         
    
    Í stað orðanna „næstliðins reikningsárs“ í 1. málsl. 7. mgr. komi: síðasta reikningsárs.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækja“ í lokamálslið 8. mgr. komi: slíkra fyrirtækja.
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 2. málsl. 3. tölul. 32. gr. komi: fyrirtækisins.
    Við 33. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðinu „efnahagsreikning“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: fjárstreymisyfirlit.
         
    
    Við 1. málsl. 3. mgr. bætist: og góða reikningsskilavenju.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 3. og 4. mgr. 33. gr. komi: fyrirtækisins.
         
    
    Við 5. mgr. bætist: að höfðu samráði við reikningsskilaráð.
    Við 34. gr. Greinin falli brott.
    Við 35. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Verði endurskoðendur varir við slíka ágalla í rekstri fyrirtækis í verðbréfaþjónustu að reikningar verði ekki áritaðir eða athugasemdir við þá gerðar, ágalla á innra eftirliti eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu fyrirtækisins til áframhaldandi reksturs, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög og reglugerðir eða reglur, sem gilda um fyrirtækið, hafi verið brotnar, skal endurskoðandi þegar gera stjórn þess og bankaeftirliti viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi fyrirtækis í verðbréfaþjónustu fær vitneskju um og varða fyrirtæki í nánum tengslum við það. Ákvæði þessarar greinar brjóta ekki í bága við þagnarskyldu endurskoðenda skv. 56. gr. laga þessara eða ákvæðum annarra laga.
    Við 36. gr. Við bætist nýr málsliður er orðist svo: Upplýsingar þessar skulu vera í aðgengilegu formi og taka mið af upplýsingakerfi viðkomandi fyrirtækis eins og kostur er.
    Við 37. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: fyrirtækisins.
         
    
    Í stað orðanna „reikningsuppgjör endurskoðanda“ í lokamálslið 3. mgr. komi: endurskoðað reikningsuppgjör.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: fyrirtæki.
         
    
    Lokamálsliður 4. mgr. falli brott.
    Við 39. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „Fjárfestingarfyrirtækis“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: Fyrirtækisins.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: fyrirtækinu.
    Við 43. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í lok 1. málsl. 1. mgr. komi: hlutaðeigandi fyrirtækis.
         
    
    Í stað orðanna „erlends fjárfestingarfyrirtækis“ í 2. mgr. komi: erlenda fyrirtækisins.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 3. mgr. komi: fyrirtækið.
    Við 44. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í lok 1. málsl. 1. mgr. komi: fyrirtækisins.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækja“ í 2. mgr. komi: fyrirtækja.
    Við 45. gr. Í stað orðsins „þess“ í lok 1. málsl. komi: þeirra.
    Við 46. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækja“ í 2. mgr. komi: fyrirtækja.
    Við 48. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 1. málsl. komi: fyrirtækis.
         
    
    Í stað orðanna „1. mgr. 1. tölul.“ í 1. málsl. komi: 1. tölul. 1. mgr.
    Við 50. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 2. og 3. tölul. 1. mgr. komi: fyrirtækið.
         
    
    Orðið „fjárfestingarfyrirtækis“ í lok 4. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í 5. tölul. 1. mgr. komi: fyrirtækisins.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr töluliður er orðist svo: sé það mat bankaeftirlits að náin tengsl fyrirtækis í verðbréfaþjónustu við einstaklinga eða lögaðila geti hindrað það í eðlilegum eftirlitsaðgerðum. Sama á við ef lög eða reglur, sem um þá aðila gilda, hindra eðlilegt eftirlit. Starfsleyfi verður þó aðeins afturkallað að bankaeftirlitið hafi gert athugasemdir við hlutaðeigandi banka eða sparisjóð áður og gefið fyrirtækinu kost á að leysa úr málinu.
         
    
    Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ í 2. mgr. komi: fyrirtæki.
    Við 54. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ komi: fyrirtækis.
    Við 55. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtækis“ í lok 2. málsl. 1. mgr. komi: fyrirtækisins.
    Við 57. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfyrirtæki“ komi: fyrirtæki.
    Við 60. gr. 1. málsl. orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Við ákvæði til bráðabirgða II. Í stað orðanna „einu ári eftir gildistöku þeirra“ komi: 1. janúar 1997.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Starfandi fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skal hafa frest til 1. janúar 1997 til að fullnægja skilyrðum 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. um innborgað hlutafé. Yfirtaki nýir aðilar starfsemi slíks fyrirtækis fyrir 1. október 1996 skal það þó hafa fullnægt framangreindum skilyrðum innan þriggja mánaða frá yfirtökunni.