Ferill 365. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 365 . mál.


640. Tillaga til þingsályktunar



um flugmálaáætlun árin 1996–1999.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)



    Alþingi ályktar að framkvæmdum í flugmálum og rekstri flugvalla skuli hagað samkvæmt eftirfarandi flugmálaáætlun fyrir árin 1996–1999


I. ÁÆTLUN UM FJÁRÖFLUN


(Fjárhæðir í millj. kr.)




1996

1997

1998

1999



1.1     Markaðar tekjur:
1.     Flugvallagjald      427 427 427 427
*2.     Eldsneytisgjald      46 46 46 46
3.     Lendingargjöld      50 50 50 50
4.     Loftferðaeftirlitsgjöld      14 14 14 14
5.     Leigugjöld      18 18 18 18
6.     Þjónustugjöld      72 72 72 72
7.     Aðrar tekjur      51 51 51 51

          678 678 678 678

1.2 Önnur framlög:
1.     ICAO-tekjur      400 400 400 400
2.     Framlag úr ríkissjóði      406 496 496 496
3.     Umframtekjur frá 1995      49 0 0 0

          Samtals: 1.533 1.574 1.574 1.574

* Tekjur sem bundnar eru til framkvæmda í flugmálum samkvæmt lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.


II. SKIPTING ÚTGJALDA


(Fjárhæðir í millj. kr.)



1996

1997

1998

1999



2.1     Rekstur:
1.     Allar deildir      766 766 766 766
2.     Alþjóðaflugþjónustan      435 435 435 435

                   
1.201
1.201 1.201 1.201

1996

1997

1998

1999



2.2     Áætlunarflugvellir I:
1.     Flugbrautir og stæði      23 10 20 6
2.     Bundið slitlag      53 167 181 190
3.     Byggingar      44 25 10 5
4.     Slökkvi- og björgunarbúnaður      10 0 10 0
5.     Snjóhreinsibúnaður      42 6 9 19
6.     Aðflugs- og ljósabúnaður      19 2 4 0
7.     Veðurmælibúnaður      12 10 10 5
8.     Varaafl      6 2 8 4
9.     Til rannsókna og þróunarverkefna      0 10 10 10
10.     Ýmis búnaður      13 2 2 7

                   
222
234 264 246

2.3 Áætlunarflugvellir II:
1.     Flugbrautir og stæði      0 0 0 0
2.     Bundið slitlag      10 30 0 2
3.     Byggingar      3 8 2 10
4.     Slökkvi- og björgunarbúnaður      0 0 0 0
5.     Snjóhreinsibúnaður      10 8 0 11
6.     Aðflugs- og ljósabúnaður      0 0 10 6
7.     Veðurmælibúnaður      0 0 0 0
8.     Varaafl      .0 0 0 0
9.     Ýmis búnaður      0 1 0 8

                   
23
47 12 37

2.4 Áætlunarflugvellir III:
1.     Flugbrautir og stæði      0 0 0 0
2.     Bundið slitlag      15 0 0 0
3.     Byggingar      0 0 0 0
4.     Slökkvi- og björgunarbúnaður      0 0 0 0
5.     Snjóhreinsibúnaður      0 0 0 0
6.     Aðflugs- og ljósabúnaður      0 0 0 0
7.     Veðurmælibúnaður      0 0 0 0
8.     Varaafl      0 0 0 0
9.     Ýmis búnaður      0 0 0 3

                   
15
0 0 3

2.5 Aðrir flugvellir og lendingarstaðir:
1.     Óskipt      6 12 12 12

2.6 Flugumferðar- og flugleiðsöguþjónusta:
1.     Flugstjórnarmiðstöð o.fl.      15 20 20 20
2.     GPS-leiðréttingarst. og athuganir      15 20 15 10
3.     Annað.      10 10 20 15

                   
40
50 55 45

2.7 Til leiðréttingar og brýnna verkefna:
1.     Óskipt      20 20 20 20

2.8 Yfirstjórn:
1.     Stjórnunarkostnaður      6 10 10 10

              
Samtals:
1.533 1.574 1.574 1.574


III. FLOKKUN FLUGVALLA



3.1     Áætlunarflugvellir I.
        Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Ísafjörður, Hornafjörður, Húsavík og Sauðárkrókur.
3.2     Áætlunarflugvellir II.
        Patreksfjörður, Bíldudalur, Siglufjörður, Vopnafjörður, Grímsey, Norðfjörður, Flateyri og Þingeyri.
3.3     Áætlunarflugvellir III:
        Mývatn, Hólmavík, Raufarhöfn, Gjögur, Kópasker, Borgarfjörður eystri og Þórshöfn.
3.4     Aðrir flugvellir og lendingarstaðir:
         A. Þjónustuflugvellir: Bakki, Blönduós, Breiðdalsvík, Ólafsfjörður, Reykhólar Reykjanes, Rif, Selfoss, Stykkishólmur og Vík.
         B. Aðrir flugvellir: Álftaver, Fagurhólsmýri, Fáskrúðsfjörður, Geysir, Grímsstaðir, Herðubreiðarlindir, Hrafnseyri, Húsafell, Hveravellir, Kerlingafjöll, Kirkjubæjarklaustur, Nýidalur, Skálavatn, Sprengisandur og Þórsmörk.
         C. Sportflugvellir: Borgarnes, Flúðir, Hella, Melgerðismelar og Sandskeið.
         D. Lendingarstaðir: Arngerðareyri, Bakkafjörður, Búðardalur, Bæir, Dagverðará, Djúpivogur, Einholtsmelar, Grundarfjörður, Hrísey, Hvammstangi, Ingjaldssandur, Kaldármelar, Króksfjarðarnes, Melanes, Sandármelar, Skógarsandur, Stórholt, Stóri- Kroppur og Tálknafjörður.
         E. Lendingarstaðir í eigu og í umsjá annarra aðila en Flugmálastjórnar: Auðkúluheiði, Forsæti, Gunnarsholt, Múlakot og Þórisós.


IV. SUNDURLIÐUN FRAMKVÆMDA


(Fjárhæðir í millj. kr.)




Staður/verkefni

1996

1997

1998

1999



4.1 Reykjavík
1.     Girðing      5
2.     Endurnýjun slitlags      8 117 181 170
3.     Til rannsókna og þróunarverkefna      10 10 10
4.     Ýmis búnaður      5

                   
18
127 191 180

4.2 Akureyri
1.     Endurbætur eldri flugstöðvar      7 10
2.     Breikkun malbiks      25
3.     Nýtt slitlagsyfirlag      10 30
4.     Bílastæði og lóð      5 10
5.     Stækkun flugvélahlaðs      5 5
6.     Veðurmælitæki      12
7.     Leiðarljós      4 2
8.     Ýmis búnaður      3

                   
66
52 5 5


Staður/verkefni     
1996
1997 1998 1999

4.3 Vestmannaeyjar
1.     Vörubifreið/snjótönn      15
2.     Sandgeymsla      5
3.     Snjóblásari      3 3
4.     Varaafl      2
5.     Veðurmælibúnaður      5
6.     Hindranalýsing      4
7.     Flugstöð, athugun      1
8.     Ýmis búnaður      1 2

                   
17
7 14 3

4.4 Egilsstaðir
1.     Flugbraut      5
2.     Snjóblásari      7
3.     Slökkvibúnaður      10
4.     Stækkun tækjageymslu      9
5.     Flugstöð      10 5 5
6.     Ýmis búnaður      2 1 2

          43 6 5 2

4.5 Ísafjörður
1.     Ný tækjageymsla      1
2.     Snjóblásari      10
3.     Hindranalýsing      15
4.     Varaafl      6
5.     Bílastæði og lóð      15
6.     Nýtt slitlagsyfirlag      20
7.     Veðurmælibúnaður      5
8.     Flugstöð      1
9.     Ýmis búnaður      1

                   
33
6 15 20

4.6 Hornafjörður
1.     Lenging flugbrautar      8
2.     Breikkun bundins slitlags      20
3.     Sandgeymsla      5
4.     Vörubifreið/snjótönn      6
5.     Veðurmælibúnaður      5
6.     Varaafl      4
7.     Ýmis búnaður.      2 3

                   
10
20 6 17

4.7 Húsavík
1.     Tækjageymsla      15 10
2.     Slökkvibifreið      10
3.     Vörubifreið      4
4.     Veðurmælibúnaður      5
5.     Varaafl      4
6.     Ýmis búnaður      1

                   
15
10 19 5


Staður/verkefni     
1996
1997 1998 1999

4.8 Sauðárkrókur
1.     Bundið slitlag      10
2.     Snjósópur      10
3.     Snjóblásari      12
4.     Vörubifreið/snjótönn      6
5.     Veðurmælibúnaður      5
6.     Varaafl      4
7.     Ýmis búnaður      1

               20 6 9 13


4.9 Patreksfjörður
1.     Bundið slitlag      10
2.     Snjósópur      10
3.     Tækjageymsla      6
4.     Ýmis búnaður      1

               20 6 0 1

4.10 Bíldudalur
1.     Snjósópur      8
2.     Tækjageymsla      10
3.     Flugbrautarljós      10
4.     Aðflugshallaljós      6
5.     Ýmis búnaður      1

               0 8 10 17

4.11 Grímsey
1.     Endurbætur flugstöðvar      3
2.     Ýmis búnaður      1 1

                   
3
1 0 1

4.12 Siglufjörður
1.     Snjóblásari      11
2.     Ýmis búnaður      1

                   
0
0 0 12

4.13 Þórshöfn
1.     Farþegaskýli      2 2
2.     Ýmis búnaður      1

                   
0
2 2 1

4.14 Hólmavík
1.     Ýmis búnaður      1

                   
0
0 0 1

4.15 Gjögur
1.     Ýmis búnaður      1

                   
0
0 0 1

4.16 Mývatn
1.     Bundið slitlag      15
2.     Ýmis búnaður      1

                   
15
0 0 1

Staður/verkefni     
1996
1997 1998 1999

4.17 Vopnafjörður

1.     Bundið slitlag      30 1
2.     Ýmis búnaður      1

                   
0
30 0 2


4.18 Þingeyri
1.     Flugbraut/öryggissvæði      1
2.     Ýmis búnaður      1

                   
0
0 0 2

4.19 Norðfjörður
1.     Bundið slitlag      1
2.     Ýmis búnaður      1

                   
0
0 0 2

4.20 Aðrir flugvellir og lendingarstaðir
1.     Óskipt      6 12 12 12

                   
6
12 12 12

4.21 Flugumferðar- og flugleiðsögubúnaður
1.     Flugstjórnarmiðstöð o.fl.      15 20 20 20
2.     GPS-leiðréttingarstöðvar og athuganir      15 20 15 10
3.     Upplýsingakerfi      4 9 10 5
4.     Flugprófunartæki      1 1 10 10
5.     Selárdalur, varaafl      5

               40 50 55 45

4.22 Til leiðréttinga og brýnna verkefna
1.     Óskipt      20 20 20 20

                   
20
20 20 20

4.23 Yfirstjórn
1.     Stjórnunarkostnaður      6 10 10 10

                   
6
10 10 10

         
Samtals: 332 373 373 373

Til reksturs flugvalla: 190 100 100 100



Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.



1. INNGANGUR
    Ofangreind tillaga til þingsályktunar um flugmálaáætlun árin 1996–1999 er endurskoðun á flugmálaáætlun 1994–1997 að viðbættum árunum 1998 og 1999. Áætlunin er á verðlagi í janúar 1996.
    Í lok síðasta árs var gerð sú breyting á 14. gr. laga nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, að tekjum af flugvallagjaldi skuli einnig varið til rekstrar flugvalla. Þannig er 190 millj. kr. varið til rekstrar flugvalla, sbr. 52. gr. laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1996, nr. 144/1995, á þessu ári og ráðgert að 100 millj. kr. verði varið til rekstrar flugvalla 1997–1999 ár hvert.
    Afkoma Flugmálastjórnar á undanförnum árum hefur verið mjög góð. Rekstrargjöld og stofnkostnaður hafa nánast verið í samræmi við fjárheimildir og eru horfur á þessu ári að svo muni verða áfram. Rekstur Flugmálastjórnar er í stöðugri endurskoðun með
hagræðingu í huga sem skilað hefur töluverðum sparnaði á undanförnum árum.

    Eitt stærsta framkvæmdaverkefni Flugmálastjórnar á næstu árum er endurbygging flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir að byrjað verði á þessari framkvæmd á árinu 1997 að höfðu samráði við borgaryfirvöld, en viðræður milli Flugmálastjórnar og skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar eru þegar hafnar um framtíðarstarfsemi flugvallarins. Ljóst er að hér er um mjög kostnaðarsama framkvæmd að ræða, en frumáætlanir gera ráð fyrir kostnaði á bilinu 1.000–1.400 milljónir króna. Þess ber að geta að flugvöllurinn er byggður fyrir um 50 árum og mjög lítið viðhald farið fram frá byggingu hans.
    Enn fremur er gert ráð fyrir fjármunum til „rannsókna og þróunarverkefna“ á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars vegna byggingar flugstöðvar, þarfagreiningar og rýmisathugana á byggingum og flughlöðum.

2. TEKJUR
    Í lögum nr. 31/1987 um flugmálaáætlun voru markaðir tveir tekjustofnar til framkvæmda í flugmálum, þ.e. flugvallagjald og eldsneytisgjald. Eins og áður er getið var lögunum breytt í desember sl. þannig að tekjum af flugvallagjaldi má einnig ráðstafa til rekstrar flugvalla. Tekjum af eldsneytisgjaldi skal samkvæmt lögunum einungis varið til framkvæmda. Aðrar tekjur Flugmálastjórnar sem eru beinar rekstrartekjur eru: Lendingargjöld, loftferðareftirlitsgjöld, leigugjöld, þjónustugjöld og „aðrar tekjur“ svo sem sala eigna og fleira. Þá eru einnig svokallaðar ICAO-tekjur sem eru þjónustugjöld fyrir stjórnun loftrýmisins í íslenska flugstjórnarsvæðinu.
    
Eftirfarandi myndir sýna skiptingu tekna eftir tegundum og deildum:

    

(Myndir bls. 9.)





    Á árinu 1995 urðu tekjur af flugvallagjaldi 12% hærri en áætlun gerði ráð fyrir, eða 49 millj. kr. sem rekja má til verulegrar aukningar farþega í utanlandsflugi frá fyrra ári, en tillagan gerir ráð fyrir 5% aukningu á árinu 1996. Þessum umframtekjum er ráðstafað til framkvæmda á þessu ári samkvæmt tillögunni.

Eftirfarandi tafla sýnir dreifingu flugvalla- og eldsneytisgjalds 1995:


TAFLA bls. 10.




Eins og sést á töflunni myndast nærri helmingur umframteknanna á síðustu þrem mánuðum ársins.
    
3. ÚTGJÖLD
    Heildarútgjöld Flugmálastjórnar og Alþjóðaflugþjónustunnar á árinu 1996 er áætluð 1.533 millj. kr. sem skiptist þannig:



TAFLA og MYND bls. 10.





3.1. Rekstur
    Rekstrarafkoma Flugmálastjórnar undanfarin ár hefur verið innan fjárheimilda. Laun og önnur rekstrargjöld hafa aukist vegna nýrra umsvifa, eins og reksturs Flugskóla Íslands og aukinnar þjónustu á ýmsum sviðum. Þá má einnig benda á að stofnkostnaður hefur í flestum tilvikum í för með sér aukin rekstrarútgjöld samanber stóraukin uppbygging áætlunarflugvalla, nýjar flugstöðvar og tækjageymslur ásamt lengri flugbrautum og bættum öryggissvæðum. Þá ber einnig að geta þess að flugrekendur hafa á undanförnum árum óskað eftir lengri opnunartíma flugvallanna til þess að auka þjónustu sína við farþega og hefur stofnunin orðið við þeim kröfum í flestum tilfellum, en það hefur leitt til hærri rekstrarkostnaðar en jafnframt gefið auknar tekjur.


Eftirfarandi tafla og mynd sýnir skiptingu rekstrarkostnaðar Flugmálastjórnar á hinar ýmsu deildir samkvæmt fjárlögum 1996:

    

TAFLA og MYND bls. 11.





3.2. Framkvæmdir.
    Við skiptingu útgjalda vegna framkvæmda er í meginatriðum stuðst við skýrsluna „Endurskoðuð flugmálaáætlun 1994–1999“ sem samþykkt var af flugráði 4. febrúar 1994 og birtist sem greinargerð með tillögu til þingsályktunar um flugmálaáætlun 1994–1997. Örfáar breytingar eru þó gerðar til hagræðis eins og að ljúka þeim verkefnum sem þegar er byrjað á.
    Forgangsröðun framkvæmda byggist á niðurstöðu sem öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, flugráð og Flugmálastjórn urðu sammála um og flugmálanefnd ákvað að gera að sinni tillögu.
    Á árinu 1994 var hætt áætlunarflugi til Bakkafjarðar og á síðasta ári var einnig hætt áætlunarflugi til Breiðdalsvíkur. Þessir flugvellir færast þannig úr flokki „áætlunarflugvellir III“ í flokkinn „aðrir flugvellir og lendingarstaðir“. Í þessari tillögu er lagt til að flugvellirnir á Hvolsvelli, Narfastaðamelum og Steinasandi verði lagðir niður.

3.2.1. Forgangsröðun framkvæmda.

Forgangur:   
         Verkefni:

    Flugbraut og hlað með fullgerðu malaryfirlagi, en stærð þeirra verði í samræmi við hönnunarákvæði ICAO Annex 14.
    Öryggissvæði verði eftir því sem unnt er hættulaus og í samræmi við hönnunarákvæði ICAO Annex 14.
    Hindranir verði eftir því sem unnt er fjarlægðar eða merktar. Athafnasvæði flugvalla verði girt.
    Flugvallabyggingar, þ.e. aðstaða fyrir flugumferðarþjónustu, tækjageymslu og farþegaskýli verði byggð í áföngum.
    Búnaður flugumferðarþjónustu, þ. e. símasamband, VHF-fjarskiptatæki, vindmælir, loftþrýstimælir, hitamælir og segulband, verði fyrir hendi.
    Slökkvi- og björgunarbúnaður verði samkvæmt ákvæðum ICAO Annex 14.
    Snjóhreinsibúnaður, þ.e. snjóruðningstæki, sanddreifarar og hemlunarmælar, verði fyrir hendi, eða tilsvarandi aðkeypt þjónusta.
    Blindaðflugsbúnaður með tilheyrandi monitorbúnaði og vararafmagni verði í samræmi við ákvæði ICAO Annex 10. Radíóviti (NDB) með markvitum og/eða fjarlægðarmæli (DME) þar sem við verður komið og réttlætanlegt getur talist. Stefnusendir (ILS eða tilsvarandi hluti MLS) þar sem við verður komið og réttlætanlegt getur talist. Aðflugshallasendir (GS eða tilsvarandi hluti MLS) þar sem æskileg eru blindflugsmörk undir 300 feta skýjahæð og 1,5 km flugskyggni og réttlætanlegt getur talist.
    Ljósabúnaður í samræmi við ákvæði ICAO Annex 14. PAPI- eða APAPI-aðflugshallaljós, hindranaljós, flugbrautarljós og aðflugsljós í samræmi við tilsvarandi aðflug flugvallarins.
    Malbik eða tilsvarandi varanlegt yfirborð á öll athafnasvæði flugvéla.


    Enn fremur er áætlunarflugvöllum raðað í forgangsröð eftir því hve mikilvægu hlutverki þeir gegna í flugsamgöngukerfinu, sbr. eftirfarandi:
    Verkefnaþáttur, þar sem meðal annars er tekið tillit til hlutverks vallarins sem tengipunkts í flugsamgöngukerfinu.
    Flutningur um flugvöllinn sem hlutfall af heildarloftflutningum á landinu.
    Einangrun svæðisins sem flugvöllurinn þjónar.

3.2.2. Flokkun flugvalla.
    Í skýrslu flugmálanefndar frá 1986 er lagt til að flugvöllum verði skipt í fimm flokka, þ.e. áætlunarflugvelli I, II og III, og aðra flugvelli og lendingarstaði eins og eftir farandi tafla sýnir:
Flokkun flugvalla frá 1986

    Áætlunarflugvellir I     Flugvellir með 1800 m flugrein og lengri
    Áætlunarflugvellir II     Flugvellir með 1200 að 1800 m flugrein
    Áætlunarflugvellir III     Flugvellir með 800 að 1200 m flugrein
    Aðrir flugvellir og lendingarst.     Flugvellir með allt að 800 m flugrein

    Nokkurs misskilnings hefur gætt um gildi þessarar flokkunar, sem hefur stundum verið túlkuð sem forgangsröðun vegna framkvæmda sem megi skilja þannig að uppbyggingu flugvalla í flokki I verði lokið fyrr en uppbyggingu flugvalla í flokki II og III.
    Í þessari tillögu er lagt til að flokkun flugvalla verði tvíþætt. Annars vegar verði flokkað samkvæmt alþjóðlegum staðli (ICAO Annex 14) og hins vegar eftir flutningsmagni.

Eftirfarandi tafla sýnir flokkun flugvalla eftir alþjóðlegum staðli:


TAFLA bls. 13.




    
Samkvæmt þessu flokkast íslenskir áætlunarflugvellir á eftirfarandi hátt:

    
     Flokkur 2B    Grímsey, Siglufjörður, Vopnafjörður, Flateyri, Bíldudalur, Norðfjörður, Þórshöfn, Gjögur, Mývatn, Borgarfjörður eystri, Raufarhöfn, Kópasker og Hólmavík.
     Flokkur 2C    Þingeyri.
     Flokkur 3C    Ísafjörður, Sauðárkrókur, Vestmannaeyjar, Húsavík, Hornafjörður og Patreksfjörður.
     Flokkur 3D    Reykjavík.
     Flokkur 4D    Akureyri og Egilsstaðir.
     Flokkur 4 E     Keflavík.

    Við flokkun flugvalla eftir flutningsmagni er miðað við flutt tonn. Tonnflutningar eru samanlagður massi farþega, vörum og pósti. Hver farþegi er reiknaður 90 kg að meðaltali með farangri. Lagt er til grundvallar meðaltalsflutningar árin 1990–1995.

     Flokkur I     1000 tonn og yfir
    Flokkur II     250–999 tonn
    Flokkur III allt að 249 tonnum


Eftirfarandi tafla sýnir flokkun áætlunarflugvalla og röðun samkvæmt flutningum:


TAFLA bls. 14.




    Eins og sést á töflunni eru áætlunarflugvellir í innanlandsflugi alls 23. Í þessari tillögu eru ráðgerðar framkvæmdir á 19 flugvöllum. Flugvellirnir á Flateyri, Gjögri, Kópaskeri og Raufarhöfn eru án fjárveitinga í þessari fjögurra ára áætlun, enda mjög tvísýnt um að áætlunarflug verði varanlegt á þessa staði í framtíðinni.


Eftirfarandi tafla og mynd sýnir skiptingu fjárveitinga eftir flokkun áætlunarflugvalla:
    
                             (Millj. kr.)
    Flokkur I
966

    Flokkur II
119

    Flokkur III
18

    


MYND (kökurit) bls. 15.




    
4. FLUTNINGAR
    Farþegaflutningar um flugvellina jukust nokkuð á árinu 1995 frá fyrra ári og eru mestu flutningar frá því að skráningar hófust. Farþegar sem fóru um íslenska áætlunarflugvelli, að Keflavíkurflugvelli undanskildum, voru 778.086 sem er 2,5% aukning frá fyrra ári.
    
Farþegar sem fóru um áætlunarflugvellina 1990–1995:



TAFLA bls. 15.




    
Farþegar sem fóru um áætlunarflugvellina á árinu 1995:


TAFLA bls. 16.