Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 101 . mál.


663. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 11/1993, um Verðbréfaþing Íslands.

(Eftir 2. umr., 7. mars.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    Í stað orðanna „viðskipta- og upplýsingakerfi“ í 1. tölul. kemur: viðskipta-, uppgjörs- og upplýsingakerfi.
    Á eftir 2. tölul. kemur nýr töluliður er orðast svo: að setja reglur um uppgjör viðskipta með tilliti til fjárhagsstöðu þingaðila.
    Við greinina bætist nýr töluliður er orðast svo: að vinna að framþróun og skilvirkni verðbréfamarkaðar.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    Í stað orðsins „febrúarmánaðar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: aprílmánaðar.
    Við bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr. og hljóðar svo:
                  Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi, vera lögráða, hafa óflekkað mannorð og vera fjár síns ráðandi. Þeir mega ekki á síðustu fimm árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.
    Í stað orðins „febrúarmánaðar“ í 2. mgr. kemur: aprílmánaðar.

3. gr.


    Í stað orðsins „febrúarlok“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: apríllok.

4. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
    Á eftir orðinu „Verðbréfafyrirtæki“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: verðbréfamiðlun sem heimilt er að eiga viðskipti með verðbréf fyrir eigin reikning.
    Við 3. tölul. 1. mgr. bætist: enda hafi þeir sambærilegan aðgang að skipulegum verðbréfamarkaði í heimaríki sínu.
    Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Stjórn Verðbréfaþings setur nánari reglur um aðild að Verðbréfaþingi Íslands.

5. gr.


    Við 9. gr. laganna bætist nýr töluliður, 1. tölul., svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: að uppfylla kröfur um eigið fé sem gerðar eru til hlutaðeigandi lögum samkvæmt.


6. gr.


    Í stað orðanna „viðskipta- og upplýsingakerfi“ í 13. gr. laganna kemur: viðskipta-, uppgjörs- og upplýsingakerfi.

7. gr.


    5. mgr. 17. gr. laganna hljóðar svo:
    Birta skal endurskoðaðan ársreikning í B-deild Stjórnartíðinda.

8. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Viðskiptaráðherra skal eftir gildistöku laga þessara skipa nefnd sem vinni að heildarendurskoðun laga um Verðbréfaþing Íslands með það að meginmarkmiði að afnema einkarétt þess á verðbréfaþingsstarfsemi eigi síðar en í árslok 1997.