Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 317 . mál.


699. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um landflutningasjóð, nr. 62/1979, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helga Jóhannesson og Jósef Þorgeirsson lögfræðinga frá samgönguráðuneyti og Guðmund Arnaldsson viðskiptafræðing frá Landvara.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að landflutningasjóður fái nýtt hlutverk, þ.e. að veita styrki til að stuðla að uppbyggingu og framþróun í vöruflutningum á landi. Sjóðurinn mun því ekki lengur gegna hlutverki lánasjóðs.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    5. gr. orðist svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1996. Öllum eignum landflutningasjóðs skal ráðstafa í samræmi við tilgang hans innan átta ára frá gildistöku laga þessara. Lög um landflutningasjóð falla úr gildi 1. júní 2004.

    Árni Johnsen, Egill Jónsson, Stefán Guðmundsson og Ásta R. Jóhannesdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Bryndís Guðmundsdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 13. mars 1996.Einar K. Guðfinnsson,

Magnús Stefánsson.

Kristján Pálsson.


form., frsm.Guðmundur Árni Stefánsson.

Ragnar Arnalds.