Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 317 . mál.


733. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um landflutningasjóð, nr. 62/1979, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 19. mars.)



1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Hlutverk landflutningasjóðs er að stuðla að uppbyggingu og framþróun í vöruflutningum á landi. Í þeim tilgangi skulu veittir styrkir til verkefna sem lúta að fræðslu um flutningastarfsemi, svo sem rekstur flutningafyrirtækja, vörumeðferð, neytendavernd og markaðsmál.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    2. og 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn, þar af einn eftir tilnefningu Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda. Formaður sjóðstjórnar skal vera annar þeirra sem skipaður er án tilnefningar.
    2. mgr. fellur brott.

3. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn landflutningasjóðs tekur ákvörðun um hvernig hagað skuli vörslu og umsjón sjóðsins. Endurskoðun ársreikninga landflutningasjóðs annast Ríkisendurskoðun.

4. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Rétt til styrkja úr sjóðnum eiga þeir einir sem eru fullgildir félagar í Landvara, félagi íslenskra vöruflytjenda, samtök þeirra eða verkefni á þeirra vegum.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1996. Öllum eignum landflutningasjóðs skal ráðstafa í samræmi við tilgang hans innan átta ára frá gildistöku laga þessara. Lög um landflutningasjóð falla úr gildi 1. júní 2004.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Frá 1. júní 1996 fellur úr gildi skipunartími núverandi stjórnar landflutningasjóðs og skal ný stjórn skipuð frá sama tíma.