Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 399 . mál.


741. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á skaðabótalögum, nr. 50/1993.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fengið málið aftur til umfjöllunar að lokinni 1. umræðu. Ástæða þess er sú að við 1. umræðu komu fram breytingartillögur við tvö atriði frumvarpsins, þ.e. 3. gr. er fjallar um skipun nefndar til að vinna að heildarendurskoðun skaðabótalaga og gildistökuákvæði 4. gr.
    Nefndin telur, með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í greinargerð frumvarpsins, ekki ástæðu til að gera breytingar á gildistökuákvæðinu. Hins vegar má færa rök að því að ekki sé þörf á nákvæmri verklýsingu í lögunum um störf þeirrar nefndar sem gert er ráð fyrir að ráðherra skipi til að framkvæma heildarendurskoðun laganna. Allsherjarnefnd leggur engu að síður áherslu á að eitt af meginhlutverkum þeirrar nefndar hljóti að vera að endurskoða þau ákvæði laganna sem mest hafa verið gagnrýnd. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:    2. málsl. efnismgr. 3. gr. falli brott.
    Orðin „í samræmi við niðurstöður nefndarinnar“ í 3. málsl. 3. gr. falli brott.

Alþingi, 20. mars 1996.Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Jón Kristjánsson.


form., frsm.Árni R. Árnason.

Guðný Guðbjörnsdóttir.

Hjálmar Jónsson.Sighvatur Björgvinsson.

Kristján Pálsson.

Ögmundur Jónasson.