Ferill 254. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 254 . mál.


765. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34 25. mars 1991, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, SJS, GMS, SP, VS, EOK, PHB).



    Við 1. gr. Síðari málsgrein 1. tölul. 1. efnismgr. orðist svo:
                  Með vinnslu sjávarafurða í 1. mgr. þessa töluliðar er átt við frystingu, söltun, herslu og hverja aðra þá verkun sem ver fisk og aðrar sjávarafurðir skemmdum, þar með taldar bræðsla og mjölvinnsla. Til vinnslu í þessu sambandi telst hins vegar ekki reyking, súrsun, niðursuða, niðurlagning og umpökkun afurða í neytendaumbúðir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæfari til dreifingar, neyslu eða matreiðslu.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna er verður 10. gr.:
         
    
    2. málsl. orðast svo: Búsetuskilyrði gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki.
         
    
    Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                            Nú geyma sérlög um tiltekna fjárfestingu hér á landi, sem í gildi eru við gildistöku laga þessara, skilyrði um íslenskt ríkisfang stjórnarmanna eða búsetu þeirra hér á landi, og skulu þá ríkisborgarar þeirra ríkja sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og búsettir eru í EES-ríki teljast uppfylla ríkisfangs- og búsetuskilyrði slíkra sérlaga.
    Við bætist ný grein, er verði 7. gr., og orðist svo:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
                  Hafi íslenskur lögaðili, sem á eignarhlut í lögaðila sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, verið að hluta í eigu erlends aðila 31. desember 1995 skulu takmarkanir skv. b-lið 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga þessara ekki koma til framkvæmda að því er varðar þann lögaðila fyrr en 1. janúar 1998, enda hafi erlend eignaraðild í lögaðilanum ekki verið meiri en 49%, eignarhlutur lögaðilans í einstökum sjávarútvegs- eða fiskvinnslufyrirtækjum ekki farið yfir 10% og fjárfestingin verið tilkynnt Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæðum laganna fyrir 31. desember 1995.