Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 442 . mál.


774. Frumvarp til lagaum breyting á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt, þungaskatt, af eftirtöldum ökutækjum:
    bifreiðum sem skráðar eru hér á landi og nota annan orkugjafa en bensín,
    eftirvögnum sem skráðir eru hér á landi og eru 6.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd,
    bifreiðum sem skráðar eru erlendis og nota annan orkugjafa en bensín og fluttar eru hingað til lands til notkunar,
    eftirvögnum sem skráðir eru erlendis og eru 6.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og fluttir eru hingað til lands til notkunar.
    Við ákvörðun á því hvort greiða eigi þungaskatt af ökutæki, sem skráð er hér á landi, skal líta til skráningar þess í ökutækjaskrá.
    Bifreiðar erlendra sendisveita og bifreiðar erlendra ræðismanna sem eigi eru íslenskir ríkisborgarar eru undanþegnar skattskyldu.

2. gr.


    Á eftir orðinu „vegáætlun“ í 2. gr. laganna kemur: að frádregnum 0,5% sem renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga þessara.

3. gr.


    3. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisskattstjóri annast álagningu þungaskatts og aðra framkvæmd laganna. Ríkisskattstjóra er heimilt að fela skattstjórum og Vegagerðinni framkvæmd einstakra verkefna sem honum eru falin í lögunum.

4. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 4. gr. laganna:
    Í stað orðanna „frá og með árinu 1986 greiða árlega þungaskatt“ í 1. mgr. kemur: greiða fast gjald þungaskatts.
    Í stað fjárhæðanna „36.000 kr.“, „46.016 kr.“ og „2.633 kr.“ í 2. mgr. kemur: 103.309 kr., 132.053 kr. og 7.555 kr.
    Í stað orðanna „að framan greinir“ í 3. mgr. kemur: skv. 1. mgr.
    Við 4. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Skráning ökutækis samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi á næsta gjaldtímabili eftir að heimild hefur verið veitt og gildir í a.m.k. tólf mánuði.

5. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 4. gr. laganna:
    2. mgr. orðast svo:
                  Kílómetragjald skv. 1. mgr. þessa stafliðar skal vera sem hér segir:

Leyfð heildarþyngd

Kílómetragjald,

Leyfð heildarþyngd

Kílómetragjald,


ökutækis, kg

kr.

ökutækis, kg

kr.


4.000–4.999
7,09 18.000–18.999 18,50
5.000–5.999
7,54 19.000–19.999 19,92
6.000–6.999
8,15 20.000–20.999 20,98
7.000–7.999
8,56 21.000–21.999 22,19
8.000–8.999
8,93 22.000–22.999 23,59
9.000–9.999
9,33 23.000–23.999 24,71
10.000–10.999
9,90 24.000–24.999 25,83
11.000–11.999
10,27 25.000–25.999 27,09
12.000–12.999
11,57 26.000–26.999 28,29
13.000–13.999
12,65 27.000–27.999 29,55
14.000–14.999
14,00 28.000–28.999 30,81
15.000–15.999
15,07 29.000–29.999 32,06
16.000–16.999
16,27 30.000–30.999 33,32
17.000–17.999
17,45 31.000 og yfir 34,58

    3. mgr. orðast svo:
                  Nú er ökutæki eingöngu notað vegna flutninga þar sem leyfð heildarþyngd nýtist ekki til fulls og getur eigandi eða umráðamaður þá fengið gjaldþyngd ökutækisins skráða lægri en leyfð heildarþyngd þess er. Þó skal gjaldþyngd ekki vera lægri en eigin þyngd ökutækis. Ríkisskattstjóri veitir heimild samkvæmt þessari grein og getur bundið hana tilteknum tímamörkum. Ef í ljós kemur við eftirlit að heildarþyngd ökutækis með farmi er meiri en skráð gjaldþyngd þess skv. 1. mgr. skal heimild til að skrá gjaldþyngd niður afturkölluð og ekki veitt á ný fyrr en að liðnum fullum tveimur árum. Þungaskattur skal vera 70% lægri af akstri almenningsvagna í áætlunarferðum. Enn fremur skal endurgreiða 70% þungaskatts sem greiddur hefur verið af akstri ökutækja í eigu sérleyfishafa á leiðum sem sérleyfi þeirra nær til.
    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „Ráðherra er heimilt að ákveða að veittur skuli allt að 10% afsláttur“ kemur: Veita skal 10% afslátt.
         
    
    Orðin „allt að“ þar sem þau koma fyrir í málsgreininni falla brott.
         
    
    Í stað orðsins „má“ kemur: skal.
    Við bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. er orðast svo:
                  Samanlögð gjaldþyngd samtengdra ökutækja skal vera að hámarki 40.000 kg fyrir fimm     ása samtengd ökutæki og 44.000 kg fyrir sex ása samtengd ökutæki.
    Við bætist ný málsgrein sem verður 7. mgr. er orðast svo:
                  Ef skylt er að búa ökutæki ökurita til eftirlits með aksturs- og hvíldartíma ökumanna skv. reglugerð nr. 136/1995 skal ökuritinn notaður sem ökumælir. Nú er ökuriti notaður sem ökumælir og er ökumanni þá skylt að hafa skráningarblað (skífu) í ökuritanum.
    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 6. mgr., er verður 8. mgr., kemur: Ríkisskattstjóri.

6. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á C-lið 4. gr. laganna:
         Í stað orðanna „samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra í reglugerð“ í 1. mgr. kemur: skv. 3. mgr.
    Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Af öðrum ökutækjum skráðum erlendis skal greiða þungaskatt fyrir hverja byrjaða viku sem ökutækið er hér á landi sem hér segir:

Eigin þyngd

Þungaskattur

Eigin þyngd

Þungaskattur


bifreiðar, kg

fyrir hverja

bifreiðar, kg

fyrir hverja


byrjaða viku, kr.

byrjaða viku, kr.


Allt að 1000
3.246 2.800–2.999 5.336
1.000–1.999
4.035 3.000–3.199 5.556
2.000–2.199
4.386 3.200–3.399 5.807
2.200–2.399
4.623 3.400–3.599 6.029
2.400–2.599
4.863 3.600–3.799 6.285
2.600–2.799
5.096 3.800–3.999 6.519

        sé eigin þyngd ökutækis meiri en 4.000 kg skal þungaskattur fyrir hverja byrjaða viku hækka um 1.000 kr. fyrir hver byrjuð 1.000 kg sem eigin þyngd er umfram 4.000 kg. Við ákvörðun þungaskatts samkvæmt þessari málsgrein reiknast brot úr viku sem heil vika.

7. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
    Í stað orðsins „bifreiðaskrá“ í 1. mgr. kemur: ökutækjaskrá.
    Í stað orðanna „lögreglustjóra (bifreiðaeftirliti)“ í 1. og 2. mgr. kemur: skráningaraðila.
    4. mgr. orðast svo:
                  Þungaskattur af ökutækjum sem nota innlenda orkugjafa í tilraunaskyni skal vera 50% lægri en þungaskattur skv. 4. gr.
    5. mgr. fellur brott.

8. gr.


    6. gr. laganna orðast svo:
    Ökumaður ökutækis sem þungaskattur er greiddur af skv. B-lið 4. gr. skal við lok hvers dags, sem ökutæki er ekið, lesa kílómetrastöðu af ökumæli og skrá hana í sérstaka akstursbók sem ríkisskattstjóri gefur út. Jafnframt skal ökumaður, ef annars konar ökumælir en ökuriti er notaður, skrá kílómetrastöðu hraðamælis í bókina. Ökumaður skal athuga hvort ökuriti eða ökumælir og hraðamælir hafi talið rétt og að kílómetrastöðu beri saman við akstur dagsins. Ökumaður skal staðfesta skráningu með nafnritun sinni.
    Eiganda eða umráðamanni fólksbifreiðar sem er undir 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd og ekki er nýtt til atvinnurekstrar er ekki skylt að skrá kílómetrastöðu ökumælis og hraðamælis oftar en einu sinni í mánuði.
    Eigandi og umráðamaður ökutækis bera ábyrgð á að ökumælir telji rétt og að akstur sé skráður í akstursbók við lok hvers dags sem ökutæki er ekið.
    Eiganda eða umráðamanni ökutækis ber að varðveita skráningarblöð ökurita og akstursbók í sjö ár frá lokum gjaldárs.

9. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 7. gr. laganna:
    Í stað orðanna „næsta mánaðar eftir gjalddaga“ í 1. mgr. kemur: sama mánaðar.
    Við 3. mgr. bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Sama gildir ef framvísað hefur verið útflutnings- og innflutningsskýrslum til sönnunar á tímabundnum útflutningi í jafnlangan tíma. Þá er ríkisskattstjóra heimilt að lækka eða endurgreiða fast gjald að réttri tiltölu ef sýnt er fram á það með fullnægjandi hætti að bifreið hafi ekki verið í notkun hér á landi í a.m.k. þrjátíu daga samfellt vegna viðgerðar á viðurkenndu verkstæði, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur gjaldi í þrjátíu daga.

10. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 7. gr. laganna:
    Í stað orðanna „næsta mánaðar eftir gjalddaga“ í 1. mgr. kemur: sama mánaðar.
    Í stað orðanna „eftirlitsmanns fjármálaráðuneytis eða bifreiðaeftirlits“ í 2. mgr. kemur: álestraraðila.
    3. mgr. orðast svo:
                  Nú kemur í ljós við skráningu á kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis, sbr. 6. gr., eða við skoðun á skráningarblöðum ökurita að einhver fyrrgreindra mæla telur rangt eða telur ekki og skal ökumaður þá svo fljótt sem honum er unnt tilkynna um bilun mælis til Vegagerðarinnar. Jafnframt skal hann, innan tveggja virkra daga frá því er bilun í mæli kom fram, fara með hann á löggilt verkstæði til viðgerðar.
    4. mgr. orðast svo:
                  Ef taka þarf ökumæli úr ökutæki til viðgerðar skal lesið af ökumælinum áður en hann er tekinn úr og annar settur í stað hins bilaða. Tilkynna skal þegar í stað til Vegagerðarinnar ef nýr ökumælir er settur í ökutæki. Jafnframt skal lesið af ökumæli sem settur er í ökutækið. Nú verður því ekki við komið að setja annan ökumæli í ökutæki og er þá heimilt að aka án ökumælis gegn greiðslu daggjalds enda sé það tilkynnt til Vegagerðarinnar á eyðublaði í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Heimild skal ekki veitt til lengri tíma en fimm virkra daga. Greiða skal daggjald fyrir þann tíma sem ekið er án ökumælis og skal gjaldið nema sem svarar til a.m.k. 200 km aksturs fyrir hvern dag sem heimildin nær til. Heimilt skal við ákvörðun gjaldsins að miða við raunverulegan akstur, verði því komið við samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

11. gr.


    8. gr. laganna orðast svo:
    Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu þungaskatts.

12. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
    Í stað orðanna „taka af henni skráningarmerki og afhenda þau lögreglustjóra, en lögreglustjóri skal ekki afhenda þau aftur fyrr en færðar hafa verið sönnur á greiðslu skattsins“ í 1. mgr. kemur: og tilkynna lögreglu um það þegar í stað.
    2. mgr. orðast svo:
                  Óheimilt er að skrá eigendaskipti að ökutæki, nema greiddur hafi verið gjaldfallinn þungaskattur. Sé þungaskattur greiddur eftir akstri er óheimilt að skrá eigendaskipti, nema lesið hafi verið af ökumæli og þungaskattur vegna þess álestrar greiddur. Verði eigendaskipti að ökutæki skal lækkun þungaskatts skv. 4. mgr. B-liðar 4. gr. ákvarðast til þess dags sem eigendaskipti eru skráð í ökutækjaskrá.
    5. mgr. fellur brott.

13. gr.


    10. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisskattstjóri annast eftirlit með því að gjaldskyld ökutæki, skráning þeirra og búnaður, svo og skráning ökumanna á akstri, sé í samræmi við fyrirmæli laga þessara, reglur um ökumæla og skráningu ökutækisins í ökutækjaskrá.
    Eftirlitsmönnum er heimilt að stöðva ökutæki og gera þær athuganir á ökutækinu sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna að ökutæki, mælabúnaður þess og skráning ökumanns á akstri sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla, lög þessi og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Þannig er heimilt að mæla heildarþyngd ökutækis, athuga ökurita eða ökumæli og hraðamæli og kanna skráningarskírteini, skráningarblöð ökurita og akstursbók ökutækis. Jafnframt er eftirlitsmönnum heimilt að leggja hald á skráningarblöð ökurita og akstursbók. Að öðru leyti fer um eftirlit samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, eftir því sem þau geta átt við.

14. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
    2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir vaxtalögum, nr. 25/1987, með síðari breytingum.
    3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
    3. mgr. fellur brott.

15. gr.


    Við lögin bætast níu nýjar greinar er orðast svo:

    a. (12. gr.)
    Komi í ljós að ökutæki hafi verið í röngum gjaldflokki, ranglega skráð í ökutækjaskrá eða að fast gjald þungaskatts hafi að öðru leyti ekki verið réttilega á lagt skal ríkisskattstjóri tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun fasts gjalds og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Berist ríkisskattstjóra ekki fullnægjandi skýringar eða gögn eiganda eða umráðamanns innan frests endurákvarðar ríkisskattstjóri fast gjald.

    b. (13. gr.)
    Ríkisskattstjóri annast á gjalddaga álagningu kílómetragjalds vegna ökutækja sem færð hafa verið til álestrar á álestrartímabili, sbr. 3. gr. Ríkisskattstjóri skal jafnframt, sé lesið af ökumæli ökutækis utan álestrartímabils, annast álagningu kílómetragjalds vegna aksturs frá síðasta álestri til álestrardags.
    Ef eigandi eða umráðamaður ökutækis lætur ekki lesa af ökumæli þess á álestrartímabili skal ríkisskattstjóri áætla þungaskatt. Áætlun skal svara til þess að ökutækinu hafi verið ekið 8.000 km á mánuði, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Ríkisskattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og skattgreiðanda um áætlanir sem gerðar hafa verið. Komi eigandi eða umráðamaður með ökutæki til álestrar utan álestrartímabils skal álestur tekinn sem kæra og sendur ríkisskattstjóra til ákvörðunar. Komi eigandi eða umráðamaður, sem sætt hefur áætlun á fyrri gjaldtímabilum, með ökutæki til álestrar á álestrartímabili gjaldtímabils sem ekki hefur verið áætlað fyrir skal álagning miðast við að allur aksturinn hafi átt sér stað á því.
    Til viðbótar áætlun og álagningu skv. 2. mgr. skal bætt við álagi sem skal vera 1% af fjárhæð þungaskatts fyrir hvern dag sem dregið hefur verið að koma með ökutækið til álestrar fram yfir lok álestrartímabils. Álag skal vera að hámarki 20% af fjárhæð þungaskatts. Gjalddagi álags skal vera sá sami og gjalddagi þungaskatts. Fella má niður álag ef aðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og getur ríkisskattstjóri metið það í hverju tilviki hvað teljist gildar ástæður í þessu sambandi.

    c. (14. gr.)
    Berist ríkisskattstjóra, fyrir eða eftir álagningu, tilkynning um að ökutæki hafi heimildarlaust verið í umferð án þess að vera búið ökumæli, akstur hafi verið ranglega færður eða ekki færður í akstursbók, ökumælir hafi verið óvirkur, innsigli verið rofið eða mælir talið of lítið eða telji ríkisskattstjóri að öðru leyti að akstur ökutækis hafi verið meiri en álestur af ökumæli gefur til kynna skal hann tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun vegna vantalins aksturs og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Berist ríkisskattstjóra fullnægjandi skýringar eða gögn innan frests endurákvarðar hann skatt á grundvelli fyrirliggjandi gagna, en að öðrum kosti endurákvarðar hann skatt skv. 2. mgr.
    Endurákvörðun vegna vantalins aksturs skal nema sem svarar til 2.000 km aksturs fyrir hverja byrjaða viku sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Þó skal endurákvörðun vegna vantalins aksturs bifreiða sem falla undir 2. mgr. 6. gr. nema sem svarar til 500 km aksturs fyrir hverja byrjaða viku sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn. Ríkisskattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og skattgreiðanda um endurákvörðun.
    Verði talið að akstur á því tímabili sem endurákvörðun nær til hafi að einhverju leyti komið fram á kílómetrastöðu ökumælis skal sá akstur koma til frádráttar við endurákvörðun.

    d. (15. gr.)
    Berist ríkisskattstjóra tilkynning eftirlitsmanna um að heildarþyngd ökutækis með farmi hafi mælst vera meiri en sem nemur gjaldþyngd þess skal hann tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun vegna vanreiknaðrar gjaldþyngdar og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Berist ríkisskattstjóra ekki fullnægjandi skýringar eða gögn eiganda eða umráðamanns innan frests endurákvarðar ríkisskattstjóri skatt vegna vanreiknaðrar gjaldþyngdar.
    Endurákvörðun vegna of lágrar gjaldþyngdar, sbr. 1. mgr., skal nema sem svarar til mismunar á kílómetragjaldi gjaldþyngdar og þeirrar þyngdar er mælist við eftirlit. Endurákvörðun skal ná til alls aksturs ökutækisins á síðustu sextíu dögum áður en mæling fer fram.
    Hafi gjaldþyngd ökutækis verið rangt skráð í álestrarskrá ökutækja er heimilt að endurákvarða þungaskatt miðað við rétta gjaldþyngd vegna aksturs ökutækisins frá því er gjaldþyngd var skráð.

    e. (16. gr.)
    Heimild til endurákvörðunar skatts skv. 12., 14. og 15. gr. nær til þungaskatts síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári er endurákvörðun fer fram. Verði skattskyldum aðila eigi um það kennt að þungaskattur var vanálagður er þó eigi heimilt að endurákvarða honum skatt nema vegna síðustu tveggja ára sem næst eru á undan því ári sem endurákvörðun fer fram á.

    f. (17. gr )
    Eiganda og/eða umráðamanni ökutækis er heimilt að kæra til ríkisskattstjóra álagningu þungaskatts skv. 3. og 13. gr. innan þrjátíu daga frá því að skatturinn var ákvarðaður.
    Heimilt er að kæra endurákvörðun skv. 12., 14. og 15. gr. og úrskurð ríkisskattstjóra um kæru skv. 1. mgr. til yfirskattanefndar. Kærufrestur er þrjátíu dagar frá póstlagningu endurákvörðunar eða úrskurðar ríkisskattstjóra. Yfirskattanefnd kveður upp fullnaðarúrskurð.

    g. (18. gr.)
    Brjóti eigandi eða umráðamaður ökutækis af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi gegn ákvæðum laga þessara, svo sem með því að ökutæki hafi heimildarlaust verið í umferð án þess að vera búið ökumæli, skráning þess í ökutækjaskrá hafi verið röng, ökumælir hafi verið óvirkur, innsigli verið rofið, mælir talið of lítið, ekki hafi verið komið með ökutæki til álestrar innan þrjátíu daga frá lokum álestrartímabils, akstur verið ranglega færður eða ekki færður í akstursbók eða heildarþyngd ökutækis með farmi hafi verið meiri en gjaldþyngd þess, skal hann greiða sekt allt að tífaldri þeirri fjárhæð sem ætla má að hann hafi dregið undan eða ofendurgreidd hafi verið. Sekt samkvæmt þessari grein skal nema að lágmarki tvöfaldri þeirri fjárhæð sem ætla má að dregin hafi verið undan eða ofendurgreidd hafi verið. Séu brot stórfelld eða ítrekuð gegn lögum þessum má auk sektar beita varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Tilraun og hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð skv. III. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
    Ef skattrannsóknarstjóri ríkisins telur að brot skv. 1. mgr. varði ekki þyngri refsingu en sekt er honum heimilt að ljúka máli með því að gefa eiganda eða umráðamanni ökutækis kost á að greiða sekt, sem greiðist innan tveggja mánaða, í stað sektarmeðferðar skv. 19. gr. Sé sekt greidd innan þess tíma telst máli vera lokið af hálfu skattyfirvalda. Greiðist sekt ekki fer um um sektarmeðferð skv. 19. gr.
    Hafi eigandi eða umráðamaður ökutækis brotið gegn 1. mgr. án þess að talið verði að akstur hafi verið vantalinn skal ríkisskattstjóri ákvarða honum sekt að lágmarki 5.000 kr. en að hámarki 50.000 kr. Sektarákvörðun ríkisskattstjóra er kæranleg til yfirskattanefndar innan þrjátíu daga frá póstlagningu ákvörðunar. Sektarfjárhæð, sem ríkisskattstjóri ákvarðar, dregst frá sektarfjárhæð skv. 1. og 2. mgr.
    Gera má lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans.

    h. (19. gr.)
    Yfirskattanefnd úrskurðar sektir skv. 1. mgr. 18. gr., nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar skv. 2. mgr. Úrskurður yfirskattanefndar er fullnaðarúrskurður. Vararefsing fylgir ekki sektarúrskurðum nefndarinnar.
    Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur eftir kröfu sökunauts eða af sjálfsdáðum vísað máli til opinberrar rannsóknar.
    Sök skv. 18. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra ríkisins eða rannsóknarlögreglustjóra ríkisins gegn skattaðila sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.

    i. (20. gr.)
    Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
    Um þau atriði, sem ekki er kveðið sérstaklega á um í lögum þessum, fer samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, eftir því sem við á.

16. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Ákvæði laga þessara um álagningu þungaskatts, svo og um áætlun á þungaskatti og álag á skattinn ef mætt er of seint eða ekki er mætt í álestur, skulu gilda við álagningu þungaskatts vegna aksturs á öðru gjaldtímabili ársins 1996. Ákvæði laganna um skyldu til skráningar í akstursbók, eftirgjöf þungaskatts, endurákvörðun og refsingu skulu gilda um akstur frá upphafi þriðja gjaldtímabils ársins 1996, 11. júní 1996. Ákvæði laganna um málsmeðferð vegna brota á lögum nr. 3/1987 skulu gilda um brot sem framin voru fyrir gildistöku laga þessara.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal ákvæðum þessara laga frá gildistöku þeirra ætíð beitt við ákvörðun þungaskatts vegna aksturs á fyrri gjaldtímabilum, að því leyti sem þau eru ívilnandi fyrir greiðendur skattsins.

II.


    Frá og með 1. ágúst 1996 falla úr gildi heimildir sem verkstæðum hafa verið veittar til ísetningar og úrtöku ökumæla og mælabúnaðar. Verkstæði, sem óska eftir því að fá slíka heimild, skulu sækja um það til ríkisskattstjóra.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með lögum nr. 34/1995, um vörugjald af olíu, ákvað Alþingi að frá 1. janúar 1996 yrði tekið upp vörugjald á gas- og dísilolíu sem flokkast í tollskrárnúmer 2710.0060 og nothæf er sem eldsneyti á ökutæki. Gjald þetta er nefnt olíugjald í lögunum og var ætlað að koma í stað þungaskatts, en hann er lagður á ökutæki sem nota annan orkugjafa en bensín. Fjármálaráðherra skipaði sérstaka samráðsnefnd sem vera átti til ráðgjafar um undirbúning og framkvæmd laganna og kanna þær forsendur er lægju til grundvallar fjárhæð gjaldsins.
    Nefndin skilaði skýrslu til fjármálaráðherra í október 1995. Í skýrslunni lagði meiri hluti nefndarinnar til að gildistöku laga nr. 34/1995, um vörugjald af olíu, yrði frestað um tvö ár, á meðan unnið yrði að útfærslu hagkvæmrar litunarleiðar. Lagt var til að lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, skyldu vera áfram í gildi þar til olíugjaldi með litun gjaldfrjálsrar olíu yrði komið á. Þá skyldi skipuð ný nefnd eða nefndir til að útfæra litun gjaldfrjálsrar olíu, endurskoða lög nr. 3/1987 og athuga nánar forsendur gjaldsins og áhrif. Fallist var á sjónarmið meiri hluta nefndarinnar og með lögum nr. 120/1995 var gildistöku laga nr. 34/1995 frestað til 1. janúar 1998 og gildistími laga nr. 3/1987 framlengdur til sama tíma.
    Í áliti meiri hluta samráðsnefndar um olíugjald kom fram sú skoðun nefndarmanna að nauðsynlegt væri að gera breytingar á lögum nr. 3/1987 í því skyni að bæta innheimtu þungaskatts. Meðal annars var bent á að ástæða var talin til að ætla að aukið eftirlit með þungaskattsmælum gæti skilað enn meiri árangri en raunin væri og fulltrúi Vegagerðarinnar lýsti stofnunina reiðubúna til að leggja til mannafla og kostnað í enn umfangsmeira eftirlit. Lagt var til að endurskoðuð yrðu þau ákvæði í lögunum sem varða brot, undanskot og sektir. Tryggja yrði að málsmeðferð væri með þeim hætti að brotlegir aðilar sættu viðeigandi refsingu. Í því sambandi var bent á að verulega hefði skort á að ríkisvaldinu hefði tekist að fylgja málum eftir á fullnægjandi hátt þegar aðilar væru staðnir að brotum. Þyngja þyrfti viðurlög við brotum og auka réttarheimildir ríkisvaldsins í þeim efnum.
    Á undanförnum árum hefur komið fram mikil gagnrýni á þungaskattskerfið. Því hefur verið haldið fram að mikið sé um undanskot á skattinum. Í því sambandi hefur verið bent á að álestrarskrá ökumæla sýni að algengt sé að stórum vöruflutningabifreiðum, sem notaðar eru í atvinnurekstri, sé ekki ekið meira en sem svarar til meðalnotkunar einkabifreiðar. Undanskot séu mikil, enda sé auðvelt að hægja á eða stöðva talningu ökumæla, jafnvel án þess að mælabúnaður beri þess nein merki. Jafnframt hafi eftirlit ekki verið nægilegt. Þá sé erfitt að sanna ásetning eða gáleysi ökumanns ef í ljós kemur við eftirlit að mælabúnaður er í ólagi. Af þeim sökum hafi viðurlög við brotum ekki verið nægilega hörð og mjög mismunandi eftir umdæmum. Auk þess sé flókið og seinvirkt að áætla akstur og beita viðurlögum gagnvart þeim sem gerst hafi brotlegir. Undanskot á þungaskatti hafi lækkað mjög tekjur af þungaskatti og að auki brenglað verulega samkeppnisaðstöðu aðila í rekstri, skilvísum aðilum í óhag.
    Af þessum sökum var hafist handa við endurskoðun laga nr. 3/1987. Við þá endurskoðun varð fljótlega ljóst að gera þyrfti verulegar breytingar á lögunum til að tryggja viðunandi framkvæmd.
    Má þar nefna í fyrsta lagi að í lögunum er gert ráð fyrir að fjármálaráðherra hafi víðtækt vald til ákvörðunar á fjárhæð þungaskatts, m.a. geti hann ákveðið lækkun og veitingu afsláttar af skattinum. Samræmist það ekki ákvæði 77. gr. stjórnarskrárinnar, eins og því var breytt með 15. gr. laga nr. 97/1995, en þar segir að skattamálum skuli skipað með lögum og ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
    Í öðru lagi er gert ráð fyrir því í lögunum að sami aðili, innheimtumaður ríkissjóðs, annist bæði álagningu og innheimtu skattsins. Verður að telja að réttaröryggi greiðenda sé mun betur tryggt ef sinn hvor aðilinn annist álagningu og innheimtu skatta, enda er það meginreglan í skattaframkvæmd. Að auki verður að telja að skattyfirvöld séu mun betur í stakk búin en innheimtumenn til að annast álagningu skatta, enda búa þau yfir meiri sérþekkingu á því sviði. Sérstaklega á þetta við um alla málsmeðferð, þ.e. endurákvörðun, kærumeðferð og úrskurði.
    Í þriðja lagi skortir með öllu ákvæði í lögin um skyldu ökumanna til skráningar á akstri og eftirlits með því að mælabúnaður sé í lagi. Í reglugerð um ökumæla er gert ráð fyrir að ökumanni sé einungis skylt að skrá stöðu ökumælis einu sinni í mánuði. Mikilvægt er að gera strangari kröfur og setja skýrari ákvæði um skyldu ökumanna að þessu leyti.
    Í fjórða lagi er lítið fjallað um það í lögunum með hvaða hætti skuli haga eftirliti opinberra aðila með gjaldskyldum ökutækjum og hvaða viðurlögum skuli beitt ef ákvæði laganna eru brotin. Nauðsynlegt er að kveðið sé á um þessi atriði með skýrum hætti, sérstaklega í ljósi þess að talið hefur verið að undanskot þungaskatts séu mjög mikil. Þau undanskot leiða til þess að háar fjárhæðir skila sér ekki til ríkisins og raska jafnframt verulega samkeppnisstöðu þeirra sem standa heiðarlega að málum.
    Þær breytingar á lögum nr. 3/1987, sem lagðar eru til með þessu frumvarpi, taka fyrst og fremst mið af framangreindum atriðum.Við samningu frumvarpsins var haft náið samráð við embætti ríkisskattstjóra og Vegagerðina.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á uppbyggingu þess kerfis sem þungaskattur er innheimtur eftir í dag og reynt að samræma það öðrum gjaldkerfum ríkisins. Í núverandi þungaskattskerfi eru innheimtumenn ríkissjóðs bæði í hlutverki álagningaraðila og innheimtuaðila. Taka þeir því bæði ákvarðanir er lúta að álagningu þungaskatts og beitingu viðurlaga annars vegar og innheimtu skattsins hins vegar. Telja verður að slík málsmeðferð sé í ósamræmi við málsmeðferðarreglur skattaréttarins og almennar stjórnsýslureglur.
    Af þeim sökum er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að innheimtumenn annist einungis innheimtu á þungaskatti. Álagning þungaskatts og ákvörðun viðurlaga verði hins vegar í höndum skattyfirvalda. Í frumvarpinu eru ákvæði um skattheimtu, álagningu þungaskatts, ökumæla, eftirlit með gjaldskyldum ökutækum og skráningu á akstri, svo og meðferð kærumála. Með þessari breytingu er reynt að tryggja að við ákvörðun þungaskatts verði gætt málsmeðferðarreglna skattaréttarins og verður að telja breytinguna auka mjög réttaröryggi skattgreiðenda.
    Lagt er til að álagning verði í höndum eins aðila, ríkisskattstjóra, í stað þess að skattstjórar hver í sínu umdæmi annist álagninguna. Ástæðan er einkum sú að gert er ráð fyrir því að lögin muni einungis gilda í skamman tíma þar sem olíugjald muni leysa þungaskatt af hólmi. Verður að telja að óþarft sé að koma á sérfræðiþekkingu á öllum skattstofum landsins, heldur nægi að sérþekkingin sé á einum stað, hjá ríkisskattstjóra. Talið er heppilegra að aðilar með sérþekkingu annist álagningu, endurákvörðun, beitingu viðurlaga og annað sem skattinn varðar.
    Heimildir til skattlagningar hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu vegna breytingar sem gerð var á 77. gr. stjórnarskrárinnar með 15. gr. laga nr. 97/1995. Er nú tekið fram í 77. gr. stjórnarskrárinnar að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort skattur verði lagður á, honum verði breytt eða hann verði afnuminn. Í samræmi við þetta er gert ráð fyrir því í frumvarpi þessu að löggjafinn kveði á um öll atriði er varða álagningu þungaskatts, breytingar á skatti eða niðurfellingu hans. Er það mikil breyting frá núverandi framkvæmd.
    Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpi þessu, er að mun ríkari skyldur eru lagðar á ökumenn til skráningar á akstri í akstursbók. Ekki er kveðið á um skyldu til skráningar í akstursbók í núgildandi lögum, en samkvæmt reglugerð nr. 62/1977, um ökumæla, er skylt að skrá akstur mánaðarlega í akstursbók. Í framkvæmd hefur mjög skort á að þessari skyldu sé fylgt og að eftirlit sé haft með skráningunni. Lagt er til að ökumanni ökutækis sem þungaskattur er greiddur af eftir akstri verði skylt við lok hvers dags, sem ökutæki er ekið, að lesa kílómetrastöðu af ökumæli og skrá í akstursbók. Telja verður að með daglegri skráningu eigi ökumaður að uppgötva samdægurs ef ökumælir bilar. Í skráningu felst því eftirlit ökumanns með því að mælabúnaður sé í lagi. Skráning á kílómetrastöðu hraðamælis gerir eftirlit ökumannsins enn öruggara og á jafnframt að veita tryggingu fyrir því að talning ökumælis hafi ekki verið stöðvuð tímabundið.
    Ekki er talið rétt að leggja jafn stranga skyldu á eigendur eða umráðamenn fólksbifreiða, sem búnar eru ökumælum en ekki eru nýttar í atvinnurekstri, til skráningar á akstri og á ökumenn annarra bifreiða. Lagt er til að kílómetrastaða ökumælis og hraðamælis verði í þessum tilvikum skráð mánaðarlega í akstursbók.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að níu nýjar greinar bætist við lögin. Í þeim er fjallað um endurákvörðun þungaskatts ef þungaskattur hefur ekki verið réttilega á lagður, áætlun þungaskatts ef ekki er mætt til álestrar, beitingu álags, heimildir til að kæra álagningu og refsingu vegna brota á lögunum.
    Í lögum nr. 3/1987 er ekki að finna neinar heimildir til endurákvörðunar þungaskatts ef í ljós kemur að þungaskattur hefur ekki verið réttilega á lagður. Einungis er gert ráð fyrir að beitt verði viðurlögum er samsvara allt að 10.000 km akstri á mánuði ef í ljós kemur að ökumælir er óvirkur, innsigli rofið eða ekki hefur verið komið með ökutæki til álestrar. Því er gert ráð fyrir að beitt sé refsikenndum viðurlögum sem háð eru mati hverju sinni, í stað endurákvörðunar á þungaskatti, ef ætla má að akstur hafi verið vantalinn af fyrrgreindum sökum. Þá er ekki að finna neinar heimildir til endurákvörðunar þungaskatts ef hann hefur af öðrum ástæðum verið ranglega á lagður. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir ítarlegum ákvæðum að þessu leyti.
    Gert er ráð fyrir að ríkisskattstjóri hafi heimild til að endurákvarða fast gjald ef í ljós kemur að gjaldið hefur ekki verið réttilega á lagt, t.d. vegna þess að ökutækið hafi verið ranglega skráð í ökutækjaskrá.
    Kveðið er með skýrum hætti á um heimildir til endurákvörðunar kílómetragjalds ef talið verður að akstur ökutækis hafi verið meiri en álestur af ökumæli gefur til kynna, t.d. vegna þess að mælir hafi verið óvirkur eða akstur ekki skráður í akstursbók. Gert er ráð fyrir að endurákvörðun verði hlutlæg, þ.e. byggist ekki á huglægu mati ríkisskattstjóra á því hve mikið ökutæki hafi raunverulega verið ekið á því tímabili sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn, heldur miði við tiltekinn fjölda kílómetra í hverri viku. Jafnframt er kveðið á um heimild til endurákvörðunar ef gjaldþyngd ökutækis hefur verið skráð of lág miðað við notkun ökutækisins.
    Í lögum nr. 3/1987 er ekki að finna heimild til að áætla þungaskatt ef ekki er mætt með ökutæki til álestrar, heldur er gert ráð fyrir að beitt verði viðurlögum er samsvari allt að 10.000 km akstri sé ekki mætt með ökutæki í álestur. Jafnframt er heimilað að beita dagsektum í allt að þrjátíu daga sé ekki mætt í álestur á álestrartímabili, en dagsektirnar nema nú 300 kr. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að áætlaður verði þungaskattur ef ekki er mætt í álestur, og skal áætlun að jafnaði svara til þess að ökutækinu hafi verið ekið 8.000 km á mánuði. Gert er ráð fyrir að ef eigandi eða umráðamaður, sem sætt hefur áætlun, kemur með ökutæki sitt til álestrar að loknu álestrartímabili skuli álestur tekinn sem kæra á áætlun og sendur ríkisskattstjóra til ákvörðunar. Þá er gert ráð fyrir að í stað dagsekta verði bætt við 1% álagi á fjárhæð skattsins fyrir hvern dag sem dregið hefur verið að koma með ökutæki til álestrar, í allt að tuttugu daga.
    Samkvæmt frumvarpinu er hægt að kæra álagningu þungaskatts til ríkisskattstjóra innan þrjátíu daga frá því er skatturinn var ákvarðaður. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að kæra úrskurð ríkisskattstjóra og endurákvörðun á þungaskatti til yfirskattanefndar innan þrjátíu daga frá póstlagningu úrskurðar eða endurákvörðunar.
    Kveðið er á um heimildir til að beita refsingu gagnvart þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna. Þannig skal brot gegn ákvæðum laganna varða sekt er nemi að lágmarki tvöfaldri og allt að tífaldri þeirri fjárhæð sem ætla má að dregin hafi verið undan. Séu brot stórfelld eða ítrekuð er auk sektar heimilt að beita varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Ef skattrannsóknarstjóri ríkisins telur að brot varði ekki þyngri refsingu en sekt er kveðið á um að honum sé heimilt að ljúka máli með því að gefa eiganda eða umráðamanni ökutækis kost á að ljúka málinu með greiðslu sektar sem greiðist innan tveggja mánaða. Ef sekt yrði greidd innan þess tíma teldist máli vera lokið af hálfu skattyfirvalda. Loks er gert ráð fyrir því að ef eigandi eða umráðamaður ökutækis brýtur gegn ákvæðum laganna án þess að talið verði að akstur hafi verið vantalinn skuli ríkisskattstjóri ákvarða honum sekt að lágmarki 5.000 kr. en að hámarki 50.000 kr. Slík sektarákvörðun ríkisskattstjóra yrði kæranleg til yfirskattanefndar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um það af hvaða ökutækjum skuli greiða þungaskatt. Ekki er kveðið með beinum hætti á um þetta í lögum nr. 3/1987 og er ákvæðið til þess fallið að afmarka skattskyldu með skýrari hætti en nú er. Hins vegar er ekki um að ræða breytingu frá núverandi framkvæmd. Lagt er til að ákvæðið verði 1. gr. laganna en ákvæði þeirrar greinar er fallið úr gildi.
    3. mgr. er óbreytt frá fyrri framkvæmd.

Um 2. gr.


    Í greininni er lagt til að frá tekjustofni Vegagerðarinnar dragist 0.5% sem renni í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga þessara. Ákvæði þetta er eðlilegt í ljósi þess að framkvæmd og yfirumsjón með eftirliti þungaskattskerfisins verður hjá ríkisskattstjóra, en eftirlit með ökumælum hjá Vegagerðinni.

Um 3. gr.


    Í 3. gr. er lagt til að ríkisskattstjóra sé heimilt að fela skattstjórum og Vegagerðinni framkvæmd einstakra verkefna sem honum eru falin í lögunum. Hér er verið að tryggja að Vegagerðin sinni eftir sem áður eftirliti með ökumælum samhliða þungaeftirliti þrátt fyrir að lögin kveði á um að ríkisskattstjóri fari með framkvæmd laga þessara og annist eftirlit, sbr. 13. gr. frumvarpsins. Lagt er til að ákvæðið verði 3. gr. laganna, en ákvæði þeirrar greinar er fallið úr gildi í lögunum.

Um 4. gr.


    Eins og fram kemur í almennum athugasemdum með frumvarpinu er lagt til að upphæð þungaskatts verði ákveðin í lögunum. Í 6. gr. laganna er heimild ráðherra til að hækka fjárhæð þungaskatts með reglugerð í réttu hlutfalli við vísitölu byggingarkostnaðar og er lagt til að hún verði felld brott. Í framtíðinni verður það því hlutverk löggjafans að ákveða breytingar á þungaskatti sem yrði væntanlega gert í tengslum við afgreiðslu fjárlaga ár hvert. Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldinu. Til að gera þessa breytingu mögulega eru fjárhæðir þær, sem fram koma í lögunum, hækkaðar til samræmis við upphæð gjaldsins við álagningu 1. janúar 1996, sbr. reglugerð nr. 677/1995, um breyting á reglugerð nr. 593/1987, um þungaskatt.
    Í d-lið er lagt til að við 4. mgr. bætist nýr málsliður sem taki til þeirra tilvika þegar eigandi ökutækis á föstu gjaldi óskar eftir að greiða þungaskatt í formi kílómetragjalds samkvæmt ökumæli. Kjósi eigandi ökutækis þá tilhögun skal hún vara í a.m.k. eitt ár. Ástæða þess að heimild þessi er bundin við 12 mánuði er sú að telja verður óeðlilegt að skattskyldur aðili geti ákvarðað sér álagningu skatts með því að breyta skráningu eftir verkefnum. Einnig yrði það of mikið álag fyrir þá aðila sem skrá breytingarnar.

Um 5. gr.


    Samkvæmt a-lið er lagt til að fjárhæð þungaskatts verði lögfest. Ekki er gert ráð fyrir að um hækkun á skattinum verði að ræða, sbr. það sem fram kemur í almennum athugasemdum með frumvarpinu og athugasemdum við 4. gr. frumvarpsins.
    Í b-lið er veitt heimild til að skrá gjaldþyngd ökutækis lægri en leyfð heildarþyngd þess er samkvæmt ökutækjaskrá í þeim tilvikum sem leyfð heildarþyngd ökutækis nýtist ekki til fulls. Um er að ræða svipaða heimild og er í núgildandi lögum. Gera má ráð fyrir að aðilar, sem eingöngu flytja mjög léttan farm miðað við rúmmál, geti nýtt sér þessa heimild, til dæmis þeir sem flytja vikur, svo og þeir sem geta ekki nýtt flutningsgetu ökutækja sinna vegna tímabundinna þungatakmarkana. Í 4. málsl. kemur fram að ef aðili sem fengið hefur heimild til að lækka gjaldþyngd ökutækis reynist við eftirlit með þyngri farm en gjaldþyngd segir til um er það brot gegn ákvæðinu. Afleiðingar þess eru annars vegar leyfissvipting og hins vegar viðbótarálagning skv. c-lið og refsing skv. g-lið 15. gr. frumvarpsins. Þetta verður skýrt nánar við umfjöllun um þá grein. Í 5. málsl. er kveðið á um að þungaskattur skuli lækka um 70% hjá almenningsvögnum. Skilyrði er þó að vagnarnir séu eingöngu nýttir til aksturs í áætlunarferðum. Séu þeir einnig nýttir í tilfallandi hópferðaakstur ber að greiða fullan þungaskatt og sækja svo um endurgreiðslu skv. 6. málsl. Skv. 6. málsl. skal endurgreiða sérleyfishöfum 70% af þungaskatti sem þeir hafa greitt vegna sérleyfisaksturs.
    Í d-lið er bætt við nýrri málsgrein er verður 5. mgr. þar sem kveðið er á um hámarksgjaldþyngd fimm og sex ása samtengdra ökutækja. Meginreglan er sú, samkvæmt reglugerð nr. 425/1995, um stærð og þyngd ökutækja, að bifreið og eftirvagn með samanlagt fimm ása má vera mest samtals 40 tonn og með sex ása mest 44 tonn. Skv. 14. gr. reglugerðarinnar getur Vegagerðin þó heimilað fimm ása samtengd ökutæki allt að 44 tonn að heildarþyngd og sex ása allt að 49 tonn að heildarþyngd. Þetta er háð ýmsum skilyrðum um útbúnað þessara ökutækja sem lúta að því að draga úr álagi á vegina. Gerð er krafa um tvöföld hjól á öllum ásum nema framási, loftfjöðrun eða sambærilegan fjöðrunarbúnað, lægri loftþrýsting í dekkjum o.fl. Ljóst er að töluverður kostnaður er samfara því að búa ökutækin með þeim hætti sem krafa er gerð um. Að mati Vegagerðarinnar er æskilegt að stuðla að því að sem flestir búi ökutæki sín með þeim hætti sem að framan greinir þar sem þannig búin ökutæki eru talin valda minna sliti og niðurbroti vega. Í e-lið er bætt við nýrri málsgrein er verður 7. mgr. þar sem fjallað er um það hvenær ökuriti skuli notaður sem ökumælir og skyldur ökumanns til notkunar á skráningarblöðum og til skráningar í akstursbók. Skylt er að setja ökurita í stóran hluta af þeim ökutækjum sem notaður er til fólksflutninga og vöruflutninga. Byggist það á skuldbindingum okkar vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Kveðið er á um skyldu til notkunar á ökurita hér á landi í reglugerð nr. 136/1995, um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum. Það er álit fagaðila sem rætt hefur verið við að ökuritar séu öruggustu mælar sem unnt er að nota við ákvörðun á þungaskatti. Þar kemur tvennt til. Annars vegar það að ökumönnum er skylt að hafa skráningarblað í ökuritanum við akstur ökutækisins. Skráningarblöð veita eftirlitsmönnum og álagningaraðila ítarlegar upplýsingar um akstur ökutækisins og hvort átt hafi verið við ökuritann. Hins vegar það að vart mun vera hægt að stöðva talningu ökurita á eknum kílómetrum án þess að ökuritinn beri þess augljós merki. Af framangreindum ástæðum er kveðið á um það í e-lið 5. gr. frumvarpsins að ef skylt er að búa ökutæki ökurita samkvæmt fyrrgreindri reglugerð skuli ökuritinn notaður sem ökumælir.

Um 6. gr.


    Hér er lagt til, á sama hátt og í 4. og 5. gr. frumvarpsins, að upphæð þungaskatts af ökutækjum skráðum erlendis verði lögfest. Ekki er um breytingu á gjaldskrá að ræða frá því sem verið hefur. Hins vegar hefur gjaldið verið hækkað á milli ára í samræmi við breytingu á vísitölu. Að öðru leyti vísast til almennra athugasemda með frumvarpinu.

Um 7. gr.


    Grein þessi þarfnast ekki skýringa.

Um 8. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um skyldu ökumanns til skráningar á akstri í akstursbók. Lagt er til að ákvæðið komi í stað núgildandi 6. gr. laganna sem kveður á um heimild ráðherra til hækkunar á þungaskatti. Það ákvæði er talið óþarft þar sem gert er ráð fyrir að fjárhæð þungaskatts verði ákveðin með lögum.
    Skv. 1. mgr. er meginreglan sú að ökumaður skal við lok hvers dags sem ökutæki hefur verið ekið lesa kílómetrastöðu af ökumæli og skrá í akstursbók. Ef annars konar ökumælir en ökuriti er notaður ber ökumanni jafnframt að skrá kílómetrastöðu hraðamælis í bókina. Með slíkri daglegri skráningu á kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis verður að telja að ökumaður geti við lok hvers dags gengið úr skugga um að ökumælir telji rétt. Þannig getur hann, ef ökuriti er notaður borið kílómetrastöðu saman við þá leið sem hann hefur ekið um daginn og að auki kemur fram á skráningarblaði ef ökumælir hættir að telja. Ef annars konar ökumælir er notaður, veitir samanburður á kílómetrastöðu ökumælis og hraðamælis ökumanni fulla vissu fyrir því að mælir telji rétt. Skráning í akstursbók veitir því m.a. mikilvægar upplýsingar um grandleysi eða grandsemi ökumanns ef í ljós kemur við eftirlit að akstur hefur verið vantalinn.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að eiganda eða umráðamanni fólksbifreiðar sem er undir 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd og ekki er nýtt til atvinnurekstrar sé ekki skylt að skrá kílómetrastöðu ökumælis og hraðamælis oftar en einu sinni í mánuði. Þykir ekki heppilegt að leggja of ríka skráningarskyldu á eigendur eða umráðamenn fólksbifreiða sem ekki eru nýttar í atvinnurekstri.
    Tekið er fram í 3. mgr. að eigandi eða umráðamaður beri ábyrgð á því að ökumælir telji rétt og að akstur sé skráður í akstursbók við lok hvers dags, en þeir eru greiðsluskyldir vegna endurákvörðunar skv. c-lið 15. gr.

Um 9. gr.


    Í a-lið er lögð til sú breyting að eindagi fasts gjalds verði síðasti dagur sama mánaðar og gjalddagi, í stað næsta mánuðar á eftir eins og nú er. Er talið ástæðulaust að hafa lengri tíma á milli gjalddaga og eindaga, einkum þegar haft er í huga að gjaldið er greitt eftir á. Með því að hafa lengri tíma á milli gjalddaga og eindaga er verið að gefa gjaldendum óeðlilega langan gjaldfrest sem ætla má að komi niður á skilum.
    Í b-lið er kveðið á um aukna heimild til eftirgjafar á föstu gjaldi þungaskatts. Skv. 3. mgr. A-liðar 7. gr. laganna er heimilt að lækka eða endurgreiða fast gjald þungaskatts ef bifreið hefur verið afskráð sem ónýt eða skráningarmerki afhent til geymslu í þrjátíu daga samfellt. Hér er því nýmæli bætt við að sama skuli gilda ef framvísað hefur verið útflutnings- og innflutningsskýrslu til sönnunar á tímabundnum útflutningi í a.m.k. þrjátíu daga. Einnig er lagt til að ríkisskattstjóra verði heimilað að lækka eða endurgreiða fast gjald ef sýnt er fram á að bifreið hafi ekki verið í notkun í a.m.k. þrjátíu daga samfellt vegna viðgerðar á viðurkenndu verkstæði. Í slíkum tilvikum er þó ekki heimilt að lækka eða endurgreiða hærri fjárhæð en sem nemur gjaldi í þrjátíu daga. Eigandi eða umráðamaður ökutækis getur tekið skráningarmerki af ökutæki og afhent til geymslu ef fyrir liggur að viðgerð taki lengri tíma.

Um 10. gr.


    Í a-lið er lagt til að eindagi kílómetragjalds verði síðasti dagur sama mánaðar og gjalddagi í stað næsta mánaðar eins og nú er. Um þessa breytingu vísast til umfjöllunar um a-lið 9. gr.
    Í c-lið er fjallað um það hvað ökumanni ber að gera ef hann kemst að því við skráningu eða eftirlit skv. 13. gr. frumvarpsins að ökuriti, ökumælir eða hraðamælir í ökutæki telur rangt eða telur ekki. Skal ökumaður þá, hvort sem um ökumæli eða hraðamæli er að ræða, tilkynna svo fljótt sem unnt er um bilun til Vegagerðarinnar og jafnframt fara með hinn bilaða mæli á verkstæði til viðgerðar innan tveggja virkra daga frá því er í ljós kom að mælir taldi ekki rétt.
    Í d-lið er lagt til að lesa skuli af ökumæli sem taka þarf úr ökutæki til viðgerðar áður en hann er tekinn úr og jafnframt að tilkynna skuli til Vegagerðarinnar ef nýr ökumælir er settur í ökutæki. Gert er ráð fyrir að nýr mælir verði settur í ökutæki ef taka þarf ökumæli úr ef því verður komið við. Þó sé heimilt að aka án ökumælis gegn greiðslu daggjalds, enda sé það áður tilkynnt til Vegagerðarinnar. Daggjaldið skal að lágmarki svara til 200 km aksturs ökutækisins, en þó skal heimilt við ákvörðun gjaldsins að miða við raunverulegan akstur verði því við komið. Tekið er fram að heimild skuli ekki veitt til lengri tíma en fimm virkra daga. Eftir þann tíma er óheimilt að aka án ökumælis og líta ber á slíkan akstur sem heimildarlausan akstur gjaldskylds ökutækis án ökumælis.

Um 11. gr.


    Grein þessi þarfnast ekki skýringa.

Um 12. gr.


    Samkvæmt b-lið er gert ráð fyrir að eigendaskipti að ökutæki geti ekki átt sér stað, nema greiddur hafi verið gjaldfallinn þungaskattur. Sé þungaskattur greiddur eftir akstri skal óheimilt að skrá eigendaskipti, nema lesið hafi verið af ökumæli og þungaskattur greiddur samkvæmt álagningu. Er talið eðlilegt að þungaskattur hafi verið að fullu gerður upp áður en eigendaskipti fara fram. Kemur það í veg fyrir ágreining um greiðsluskyldu síðar.
    Aðrir liðir greinarinnar þarfnast ekki skýringa.

Um 13. gr.


    Í 13. gr. er fjallað um eftirlit. Gert er ráð fyrir að greinin verði 10. gr. laganna, en ákvæði gildandi greinar falli brott þar sem skattlagning sú, sem þar er heimiluð, er talin brjóta gegn stjórnarskránni.
    Í greininni er kveðið á um að ríkisskattstjóri annist eftirlit með gjaldskyldum ökutækjum, skráningu þeirra og búnaði, svo og skráningu ökumanna á akstri. Gert er ráð fyrir að Vegagerðinni verði falið að sinna eftirliti með ökumælum ökutækja eins og hún hefur gert, sbr. 3. gr. frumvarpsins. Ekki er gert ráð fyrir neinni breytingu á eftirliti frá fyrri framkvæmd að öðru leyti en því að yfirumsjón með eftirlitinu verður nú í höndum ríkisskattstjóra. Reynslan hefur sýnt að slíkt eftirlit er nauðsynlegt til að stemma stigu við undanskotum, sbr. nánari umfjöllun í almennum athugasemdum.
    Í 2. mgr. er kveðið á um heimildir eftirlitsmanna við störf sín. Tekið er fram að heimilt sé að stöðva ökutæki og gera þær athuganir sem eftirlitsmenn telja nauðsynlegar til að ganga úr skugga um að ökutækið, mælabúnaður og skráning ökumanns á akstri í akstursbók sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla. Nefnd eru dæmi um tilteknar athuganir sem eftirlitsmönnum er heimilt að gera.

Um 14. gr.


    Grein þessi þarfnast ekki skýringa.

Um 15. gr.


    Í 15. gr. er lagt til að við lögin bætist níu greinar sem verði 12.-20. gr. laganna. Í greinunum er fjallað um endurákvörðun þungaskatts ef hann hefur ekki verið réttilega á lagður, áætlun á skattinum ef ekki er mætt til álestrar, beitingu álags, heimildir til að kæra álagningu og refsingu fyrir brot á lögunum.
    Í a-lið (sem verður 12. gr. laganna) er kveðið á um heimild ríkisskattstjóra til að endurákvarða álagt fast gjald ef í ljós kemur að gjaldið hefur ekki verið réttilega á lagt. Um málsmeðferð vísast til umfjöllunar um c-lið.
    Í b-lið (sem verður 13. gr. laganna) er fjallað um álagningu kílómetragjalds af ökutækjum sem færð hafa verið til álestrar og áætlun þungaskatts ef ekki hefur verið komið með ökutæki til álestrar, svo og að álag leggist á fjárhæð þungaskatts ef ekki er mætt til álestrar fyrr en að loknu álestrartímabili.
    Skv. 1. mgr. er gert ráð fyrir að ríkisskattstjóri annist á gjalddaga álagningu hvers gjaldtímabils þungaskatts vegna ökutækja sem færð hafa verið til álestrar á álestrartímabili. Er því gert ráð fyrir að ríkisskattstjóri annist álagninguna í stað innheimtumanna ríkissjóðs eins og nú er. Um rökin fyrir þessari breytingu vísast til almennra athugasemda með frumvarpinu. Ríkisskattstjóri skal jafnframt, sé lesið af ökumæli ökutækis utan álestrartímabils, leggja þungaskatt á eiganda þess fyrir akstur frá síðasta álestri til álestrardags. Hér er einkum átt við þau tilvik þegar álestur fer fram vegna eigendaskipta.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að ríkisskattstjóri skuli áætla þungaskatt ef eigandi eða umráðamaður ökutækis lætur ekki lesa af ökumæli þess á álestrartímabili og að áætlun skuli svara til þess að ökutækinu hafi verið ekið 8.000 km á mánuði, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Einnig er kveðið á um það að komi eigandi eða umráðamaður með ökutæki til álestrar utan álestrartímabils skuli álestur tekinn sem kæra og sendur ríkisskattstjóra til ákvörðunar. Með því er tryggt að álestur, sem fer fram eftir að lögbundnu álestrartímabili er lokið ,fái nákvæmari skoðun í stað þess að áætlun sé felld niður án athugunar. Í lokamálslið 2. mgr. er lagt til að ef eigandi eða umráðamaður, sem sætt hefur áætlun á fyrri gjaldtímabilum, kemur með ökutæki til álestrar á álestrartímabili gjaldtímabils sem ekki hefur verið áætlað fyrir skuli álagning miðast við að allur aksturinn hafi átt sér stað á því. Þetta þýðir að ef eigandi eða umráðamaður, sem sætt hefur áætlun, mætir til álestrar fyrir upphaf næsta álestrartímabils yrði álesturinn tekinn sem kæra. Ef hann hins vegar mætti ekki fyrr en á næsta álestrartímabili yrði litið svo á að hann sætti sig við áætlunina og að akstur frá síðasta álestri teldist allur hafa átt sér stað á síðasta gjaldtímabili. Yrði hann þá að kæra áætlunina sérstaklega.
    Í 3. mgr. kemur fram að til viðbótar álagningu skv. 2. mgr. skuli bætt við álagi sem nemi 1% af fjárhæð þungaskattsins fyrir hvern dag sem dregið hefur verið að koma með ökutækið til álestrar fram yfir lok álestrartímabils. Álag skal þó vera að hámarki 20%. Álagið kemur í stað dagsekta sem beitt er í dag ef eigandi eða umráðamaður vanrækir að koma með ökutæki til álestrar, en þær nema 300 kr. á dag í allt að þrjátíu daga.
    Í c-lið (sem verður 14. gr. laganna) er ríkisskattstjóra veitt heimild til endurákvörðunar þungaskatts komi fram við eftirlit, álestur eða með öðrum hætti að akstur ökutækis hafi verið meiri en skráning á álestri gefur til kynna. Í 1. mgr. kemur fram að berist ríkisskattstjóra tilkynning eftirlitsmanna um brot sem varða skráningu ökutækis, ástand mælabúnaðar, skráningu á akstri eða annað sem gefur ríkisskattstjóra tilefni til að ætla að akstur hafi verið vantalinn skuli hann tilkynna eiganda ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun vegna vantalins aksturs og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Talin eru upp nokkur tilvik til viðmiðunar, upptalning er þó ekki tæmandi.
    Við endurákvörðun er ríkisskattstjóra skylt að boða fyrirhugaða endurákvörðun vegna vantalins aksturs og skora á eiganda eða umráðamann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Eiganda eða umráðamanni er með þessu gefinn kostur á að andmæla fyrirhugaðri endurákvörðun telji hann ákvörðunina ekki vera á rökum reista. Ríkisskattstjóri kannar síðan framkomin gögn og kveður upp rökstuddan úrskurð sem kæranlegur er til yfirskattanefndar. Málsmeðferð þessi er til þess fallin að auka skilvirkni í stjórnsýslu skattaréttarins án þess að skerða réttaröryggi skattþegna. Ríkisskattstjóra ber eftir sem áður að gæta almennra stjórnsýslureglna um rannsóknar- og rökstuðningsskyldu, sem og að gæta andmælaréttar.
    Skv. 2. mgr. skal endurákvörðun vegna vantalins aksturs nema sem svarar til 2.000 km aksturs fyrir hverja byrjaða viku sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Hér er gert ráð fyrir að endurákvörðun sé hlutlæg að því leyti að kveðið er á um tiltekið lágmark endurákvörðunar í stað þess að eingöngu verði beitt huglægu mati á því hvað telja megi sennilegan akstur eins og tíðkast hefur. Ástæðan er sú að afar erfitt getur verið að staðreyna það hver sennilegur akstur ökutækis hefur verið, einkum ef endurákvörðun nær til langs tímabils. Í annan stað má nefna að telja verður að eigandi eða umráðamaður geti án vandkvæða fylgst með því að mælabúnaður og annað sé í lagi með því að framfylgja skyldum frumvarpsins til skráningar á akstri og þannig tryggt að ekki komi til endurákvörðunar. Þó skal endurákvörðun vegna vantalins aksturs fólksbifreiða sem ekki eru nýttar í atvinnurekstri nema sem svarar til 500 km aksturs fyrir hverja byrjaða viku sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn. Ástæðan fyrir lægri áætlunargrundvelli fyrir fólksbifreiðar sem ekki eru nýttar í atvinnurekstri er að ætla má að akstur þeirra sé að jafnaði mun minni en akstur bifreiða sem nýttar eru í atvinnurekstri.
    Í 3. mgr. segir að verði talið að akstur á því tímabili sem endurákvörðun nær til hafi að einhverju leyti komið fram á kílómetrastöðu ökumælis skuli sá akstur koma til frádráttar við endurákvörðun.
    Í d-lið (sem verður 15. gr. laganna) er kveðið á um skyldu til endurákvörðunar skatts í þeim tilvikum sem heildarþyngd ökutækis reynist meiri en gjaldþyngd þess í álestrarskrá ökumæla. Skiptir ekki máli hvort gjaldþyngd hefur verið skráð lægri skv. b-lið 5. gr. frumvarpsins. Í þessu ákvæði er ekki verið að fylgjast með hámarksöxulþunga á vegum, heldur hvort þungaskattur sé greiddur af raunverulegri gjaldþyngd. Meginreglan samkvæmt lögum þessum er að leyfð heildarþyngd ökutækis er gjaldþyngd þess samkvæmt álestrarskrá, nema þegar gjaldþyngd ákvarðast skv. b-lið 5. gr fumvarpsins. Komi í ljós við eftirlit að ökutæki, sem hefur fengið skráða lægri gjaldþyngd í álestrarskrá skv. b-lið 5. gr. fumvarpsins, sé með meiri heildarþunga á ökutæki ber ríkisskattstjóra eftir tilkynningu eftirlitsmanna að endurákvarða skatt sem svarar til mismunar á kílómetragjaldi gjaldþyngdar og þeirrar þyngdar sem mælist við eftirlit vegna aksturs á síðustu sextíu dögum áður en mæling fór fram. Um málsmeðferð vísast til umfjöllunar um c-lið 15. gr
    Í e-lið (sem verður 16. gr. laganna) er lagt til að heimild til endurákvörðunar skatts skv. a-lið, c-lið eða d-lið (12. 14. eða 15. gr.) nái til síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári er endurákvörðun fer fram á. Er hér um að ræða sams konar heimild og er í 97. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Jafnframt er tekið fram að heimildin nái einungis til síðustu tveggja ára verði skattskyldum aðila eigi kennt um að þungaskattur hafi verið vanálagður. Með ákvæði þessu er verið að lögfesta það sem talið hefur verið gilda hingað til, á grundvelli lögjöfnunar frá öðrum skattalögum, og tekin af tvímæli um heimildir álagningaraðila til að fjalla um mál skattaðila á síðari stigum.
    Málsmeðferðarreglur eru lögfestar í f-lið (sem verður 17. gr. laganna). Í 1. mgr. er kveðið á um kæruheimild skattaðila vegna álagningar eða áætlunar skv. 3. gr. og b-lið 15. gr. (13. gr.) til ríkisskattstjóra.
    Ítarleg ákvæði eru um málsmeðferð við endurákvörðun eftir álagningu skv. a-lið, c-lið og d-lið 15. gr. (12., 14. og 15. gr.). Gert er ráð fyrir að ferill málsmeðferðar hjá ríkisskattstjóra eftir álagningu verði styttri en í dag gerist á skattstjórastigi. Málsmeðferð þessi er svipuð og lögð var til í 11. og 12. gr. frumvarps til breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sem lagt var fyrir Alþingi á haustþingi 1995. Sýnt þykir að þessi málsmeðferð auki skilvirkni við afgreiðslu þessara mála, þó án þess að skerða réttaröryggi skattgreiðenda. Miðað er við að rannsóknar- og rökstuðningsskylda ríkisskattstjóra verði sú sama og hjá skattstjórum almennt, sem og skylda til að gæta andmælaréttar við afgreiðslu mála.
    Í 2. mgr. kemur fram að kæra má úrskurði ríkisskattstjóra skv. 1. mgr. og endurákvarðanir skv. a-, c- eða d-lið 15. gr. (12., 14. og 15. gr.) til yfirskattanefndar innan þrjátíu daga. Úrskurður yfirskattanefndar er fullnaðarúrskurður. Um málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd vísast til laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
    Í g-lið (sem verður 18. gr. laganna) er að finna heimildir til að beita refsingum vegna brota gegn ákvæðum frumvarpsins. Fram kemur að skilyrði refsiábyrgðar er að eigandi eða umráðamaður hafi gerst brotlegur við ákvæði frumvarpsins af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Um skilgreiningu á hugtökunum ásetningur og gáleysi vísast til refsiréttar. Í ákvæðinu er verknaðarlýsing, þó er ekki um að ræða tæmandi talningu þeirra verknaða sem falla undir ákvæðið, enda vísar orðalag greinarinnar til ákvæða laganna að því leyti sem upptalningin nær ekki til. Um skýringu á þeim atriðum sem refsiverð eru samkvæmt þessari grein vísast til umfjöllunar um þau í viðeigandi greinum frumvarpsins.
    Í h-lið 15. gr. (19. gr.) kemur fram að yfirskattanefnd úrskurðar um sektir skv.1. mgr. g-liðar (18. gr.), nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar eða dómsmeðferðar eftir ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins eða að kröfu sökunauts. Úrskurðum yfirskattanefndar fylgja hins vegar ekki vararefsingar. Sektarúrskurðir yfirskattanefndar verða ekki bornir undir dómstóla. Stórfelldum brotum gegn ákvæði þessu ber að kröfu skattrannsóknarstjóra ríkisins að vísa til dómstóla. Enda er það mikilsverð grundvallarregla í íslenskum rétti að dómstólar annast ákvörðun refsinga, jafnt fésekta sem refsivistar, og að jafnaði í dómsformi að undangenginni tryggilegri rannsókn og málshöfðun. Undantekningar frá meginreglu þessari koma fram í 115. og 124. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Á síðari árum hafa verið lögfestar heimildir fyrir tiltekna stjórnvaldshafa eða starfsmenn framkvæmdarvaldsins til að ákveða sektir í sáttarformi fyrir nánar tilgreind brot, án atbeina dómstóla. Hefur verið gert að skilyrði að um skýlaust sannað brot hafi verið að ræða, að refsiskilyrði hafi að öðru leyti verið uppfyllt og að sökunautur hafi játast undir sáttina með undirskrift sinni. Heimildir þessar hafa einnig oft verið takmarkaðar við ákveðnar brotategundir, hámark sekta ákveðið og vararefsing ekki verið heimil. Með lögum nr. 19/1991 var hlutur stjórnsýslusátta aukinn til muna í íslenskum rétti, sbr. 2. mgr. 115. gr. um sektargerðir lögreglustjóra. Skv. 2. mgr. 115. gr. er lögreglustjóra heimilt, í þeim málum sem hann hefur ákæruvald, að gefa sökunaut bréflega kost á að ljúka máli með greiðslu sektar innan mánaðar frá því að kæra um brot barst, enda játist sökunautur undir þessa ákvörðun með undirskrift.
    Í ljósi þeirrar aukningar sem orðið hefur á lögfestingu heimilda fyrir stjórnvaldshafa til að ákveða sektir í sáttarformi fyrir nánar tilgreind brot er lagt til í 2. mgr. g-liðar (18. gr.) að skattrannsóknarstjóra ríkisins verði veitt heimild til að gefa eiganda eða umráðamanni ökutækis sem gerst hefur brotlegur gegn ákvæði þessu kost á að greiða sekt í stað sektarmeðferðar skv. h-lið (19. gr.), þó einungis í þeim tilvikum sem brot varða að mati skattrannsóknarstjóra ríkisins ekki þyngri refsingu en sekt. Hinn brotlegi ákveður hvort hann gengst við þessum málalokum, óskar þess að málið fái sektarmeðferð fyrir yfirskattanefnd eða fer fram á að mál hljóti almenna meðferð fyrir dómstólum. Með þessu fyrirkomulagi er réttaröryggi sökunauts tryggt við ákvörðun sekta. Telja verður að heimild skattrannsóknarstjóra ríkisins skv. 2. mgr. muni hafa mikil áhrif á skilvirkni við ákvörðun sekta og um leið varnaðaráhrif gegn skattsvikum. Réttaröryggi sökunauts er ekki skert með þessari tilhögun, enda tryggt að hann geti valið þá leið sem hann telur þjóna hagsmunum sínum best. Þessi heimild skattrannsóknarstjóra ríkisins í 2. mgr. skerðir ekki þau lágmarksréttindi sem sökuðum einstaklingum eru tryggð í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur var með lögum nr. 62/1994, lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, og samkvæmt meginreglum íslensks stjórnskipunarréttar. Sektum, sem skattrannsóknarstjóri ríkisins gefur aðila kost á að greiða, fylgir ekki vararefsing, en gangist sökunautur við sekt með því að greiða hana telst málsmeðferð lokið að hálfu skattyfirvalda.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að ríkisskattstjóri geti ákvarðað eiganda eða umráðamanni ökutækis sekt brjóti hann gegn ákvæðum laganna án þess þó að talið verði að akstur hafi verið vantalinn. Sekt skal vera að lágmarki 5.000 kr. en að hámarki 50.000 kr. Gert er ráð fyrir að sektarákvörðun ríkisskattstjóra sé kæranleg til yfirskattanefndar.
    Varðandi umfjöllun um úrskurð yfirskattanefndar, sbr. h-lið 15. gr. (sem verður 19. gr. laganna) vísast til umfjöllunar um g-lið. Í 2. mgr. er tekið sérstaklega fram að sökunautur getur farið fram á við skattrannsóknarstjóra að máli verði vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar.Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/1987,


um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.


    Í frumvarpinu er að finna ákvæði um skattheimtu, álagningu þungaskatts, ökumæla, eftirlit með gjaldskyldum ökutækjum og skráningu og akstri, svo og meðferð kærumála. Þar er lagt til að uppbyggingu þess kerfis sem notað er við innheimtu þungaskatts verði breytt og það samræmt öðrum gjaldkerfum ríkisins. Í núverandi þungaskattskerfi eru innheimtumenn ríkissjóðs bæði í hlutverki álagningaraðila og innheimtuaðila. Með breytingunni er reynt að tryggja að við ákvörðun þungaskatts verði gætt málsmeðferðarreglna skattaréttarins.
    Í ljósi þess að sérþekkingu þarf við álagningu, endurákvörðun, beitingu viðurlaga og annað sem þungaskattinn varðar er lagt til að starfsemi þessi verði í höndum ríkisskattstjóra. Áætlað er að rekstrarkostnaður embættisins hækki um 20 m.kr. við þetta. Skiptist kostnaðaraukinn þannig að 15 m.kr. eru vegna launa, 4 m.kr. vegna auglýsinga- og útgáfustarfsemi og 1 m.kr. vegna skrifstofukostnaðar. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að lögleiðing frumvarpsins leiði til þess að þróa verði hugbúnað hjá Ríkisbókhaldi og er áætlað að það kosti 2 m.kr. Í frumvarpinu er ráðgert að 1% af þungaskatti, sem er tekjustofn Vegagerðarinnar, verði varið til að standa straum af framangreindum kostnaði. Ef miðað er við áætlun um innheimtu þungaskatts í fjárlögum 1996 er þetta tæpar 24 m.kr. Einnig er verið að létta á verkefnum í innheimtu sem leiðir ýmist til þess að innheimtumenn geta sinnt öðrum verkum eða vinnustundum þeirra fækkar.
    Í frumvarpinu er kveðið á um að ef skylt er að búa ökutæki ökurita til eftirlits með aksturs- og hvíldartíma ökumanna þá skuli ökuritinn notaður sem ökumælir til ákvörðunar á þungaskatti. Ökuritar eru taldir mun öruggari en hefðbundnir ökumælar til ákvörðunar á akstri. Þá er ökumönnum gert skylt að skrá stöðu ökumælis daglega í akstursbók, í stað mánaðarlega eins og nú er. Jafnframt er þeim gert skylt að skrá stöðu hraðamælis sé annars konar ökumælir en ökuriti notaður til ákvörðunar á þungaskatti. Telja verður að notkun ökurita og aukin skylda til skráningar á akstri geri innheimtu þungaskatts öruggari en til þessa. Árið 1995 nam innheimta þungaskatts 2.375 m.kr. og í fjárlögum 1996 er áætlað að skatturinn skili 2.350 m.kr. Ekki er mögulegt að gera sér grein fyrir því hvað aukið öryggi í innheimtu skattsins skilar Vegagerðinni miklum viðbótartekjum.