Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 73 . mál.


784. Breytingartillaga



við frv. til l. um mannanöfn.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 14. gr. Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
    Heimilt er með leyfi dómsmálaráðherra að fósturbarn, sem er í varanlegu fóstri hjá fósturforeldrum, sé kennt til fósturforeldris. Leita skal samþykkis kynforeldra barnsins, ef unnt er, áður en ákvörðun er tekin um slíkt leyfi. Nú er kynforeldri ekki samþykkt breytingu á kenninafni og getur dómsmálaráðherra þá engu að síður leyft breytinguna ef sérstaklega stendur á og telja verður að breytingin verði barninu til verulegs hagræðis.