Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 470 . mál.


805. Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu tveggja samninga við Færeyjar um fiskveiðimál.

(Lögð fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996 og samning milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 1996 sem gengið var frá með orðsendingaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn 2. febrúar 1996.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á tveimur samningum milli Íslands og Færeyja um fiskveiðimál fyrir árið 1996, annars vegar um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og hins vegar um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu. Gengið var frá þeim með orðsendingaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn 2. febrúar 1996. Samningarnir eru prentaðir sem fylgiskjöl með þingsályktunartillögu þessari.
    Í gildi er samningur landanna frá 1976 um heimildir Færeyinga til veiða í lögsögu Íslands. Í janúar 1996 var á grundvelli hans ákveðið að færeyskum skipum væri heimilt að veiða 5.000 lestir af botnfiski við Ísland á árinu 1996.

Samningur um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.
    Eftir árangurslausar viðræður Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Rússa um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum vorið 1995 gerðu Íslendingar og Færeyingar samning sín á milli um sameiginlegan heildarkvóta á veiðar skipa þjóðanna úr stofninum á árinu 1995. Skyldi hann ekki vera hærri en 250.000 lestir. Samningurinn gerði ráð fyrir gagnkvæmum aðgangi skipa hvors aðila að lögsögu hins.
    Samningnum fyrir árið 1996 svipar mjög til samningsins fyrir árið 1995, en þó er gert ráð fyrir að samanlagður heildarkvóti þjóðanna verði nú 330.000 lestir. Skiptist hann milli þjóðanna í sama hlutfalli og raunin varð á árið 1995 og verður hámarksafli íslenskra skipa á árinu 1996 244.000 lestir, en hámarksafli færeyskra skipa 86.000 lestir.
    Í formála samningsins er vísað til þeirra samningaviðræðna sem átt hafa sér stað um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum milli strandríkjanna fjögurra, Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands. Bent er á að í þessum viðræðum hafi af hálfu Íslands og Færeyja verið lögð áhersla á að skipting veiðiheimilda úr stofninum til langs tíma taki mið af sögulegri dreifingu stofnsins eins og hún kemur fram í skýrslu sem vísindamenn landanna fjögurra hafa tekið saman, enda sé við því að búast að stofninn taki aftur upp sitt fyrra göngumynstur. Tekið er mið af því að ekki hafi enn náðst samkomulag í þessum viðræðum, hvorki um langtímaskiptingu veiðiheimilda úr stofninum né um fyrirkomulag veiða á árinu 1996. Telja aðilar því rétt að gerðar séu ráðstafanir til þess að tryggja að veiðar færeyskra og íslenskra skipa úr stofninum verði stundaðar á ábyrgan hátt, en ekki er ætlunin með samningnum að útiloka frekari viðræður við Rússa og Norðmenn í því skyni að ná samkomulagi strandríkjanna fjögurra um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.
    Samningurinn gerir eins og samningurinn frá árinu á undan ráð fyrir gagnkvæmum aðgangi skipa hvors aðila að lögsögu hins, en heimilt er að takmarka fjölda íslenskra skipa sem stunda veiðar samtímis innan lögsögu Færeyja við 25 skip og fjölda færeyskra skipa sem stunda veiðar samtímis innan lögsögu Íslands við 8 skip til að tryggja skipulegar veiðar.

Samningur um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.
    Samkvæmt samningi þessum er færeyskum nótaskipum veitt heimild til veiða á allt að 30 þúsund lestum af loðnu innan íslenskrar lögsögu á árinu 1996 sem skiptist þannig að veiða má allt að 10 þúsund lestir á tímabilinu febrúar til maí og allt að 20 þúsund lestir á tímabilinu júlí til desember. Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að landa aflanum til vinnslu á Íslandi, en að óheimilt sé að vinna eða frysta afla sem veiddur er á fyrra tímabilinu um borð og að utan Íslands sé einungis heimilt að landa þeim afla til bræðslu.
    Samningurinn gerir enn fremur ráð fyrir gagnkvæmri heimild skipa hvors aðila til kolmunnaveiða innan lögsögu hins á árinu 1996. Vonir standa til að slík gagnkvæm heimild muni hvetja til veiða á kolmunna, en hans varð vart í íslenskri lögsögu síðastliðið haust.
    Loks er í samningnum staðfest heimild íslenskra skipa til veiða á allt að 1.000 lestum af makríl og 2.000 lestum af síld annarri en norsk-íslenskri innan færeyskrar lögsögu á árinu 1996.

    Samningarnir tóku gildi til bráðabirgða 2. febrúar 1996 og munu öðlast endanlegt gildi þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið fullnægt.



Fylgiskjal I.

SAMNINGUR


milli Íslands og Færeyja


um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996.



a. Bréf utanríkisráðherra Íslands til lögmanns Færeyja.



Reykjavík, 2. febrúar 1996

Hr. lögmaður
Edmund Joensen
Föroya Landsstýri
Torshavn

Herra lögmaður
    Ég leyfi mér að vísa til samtala á milli íslenskra og færeyskra stjórnvalda um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996.
    Mér skilst að samkomulag hafi orðið um eftirfarandi samning:

„Samningur


milli Íslands og Færeyja


um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996.



    Ríkisstjórn Íslands og landsstjórn Færeyja,
    vísa til samningaviðræðna sem átt hafa sér stað um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum milli viðkomandi strandríkja, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússlands,
    benda á að í þessum samningaviðræðum hefur af þeirra hálfu verið lögð áhersla á að skipting veiðiheimilda úr stofninum til langs tíma taki mið af sögulegri dreifingu stofnsins eins og hún kemur fram í skýrslu sem vísindamenn landanna fjögurra hafa tekið saman, enda er við því að búast að stofninn taki aftur upp fyrri göngur,
    taka mið af því að ekki hefur enn náðst samkomulag í þeim viðræðum hvorki um langtíma skiptingu veiðiheimilda úr stofninum né um fyrirkomulag veiða á árinu 1996,
    telja rétt að gerðar verði ráðstafanir til þess að tryggja að veiðar færeyskra og íslenskra skipa úr stofninum verði stundaðar á ábyrgan hátt,
    hafa í því skyni komið sér saman um eftirfarandi:

1. gr.

    Aðilar skulu takmarka veiðar sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996 þannig að afli færeyskra skipa verði ekki hærri en 86.000 lestir og afli íslenskra skipa ekki hærri en 244.000 lestir.

2. gr.

    Ísland heimilar færeyskum veiðiskipum veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan efnahagslögsögu Íslands samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.
    Færeyjar heimila íslenskum veiðiskipum veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan fiskveiðilögsögu Færeyja samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.

3. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan lögsögu hins aðilans. Skip sem eru á listum þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila.
    Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta.
    Veiðiskip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og staðarákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan daglega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn.

4. gr.

    Til að tryggja skipulegar veiðar getur landsstjórn Færeyja takmarkað fjölda íslenskra skipa sem stunda samtímis veiðar innan fiskveiðilögsögu Færeyja við 25 skip og íslensk stjórnvöld takmarkað fjölda færeyskra skipa sem stunda veiðar samtímis innan efnahagslögsögu Íslands við 8 skip.

5. gr.

    Samningur þessi hefur ekkert fordæmisgildi varðandi framtíðarskipan stjórnunar á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum.“

    Ef þér staðfestið að ofangreint sé skilningur yðar leyfi ég mér að leggja til að samningur þessi taki gildi til bráðabirgða þegar svarbréf yðar þar um er dagsett og endanlega þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hefur verið endanlega fullnægt.

                                            Halldór Ásgrímsson
                                            utanríkisráðherra


b. Svarbréf lögmanns Færeyja.



Tórshavn, 2. februar 1996

Uttanríkisráðharri
Halldór Ásgrímsson
Uttanríkisráðuneytið, Ísland

    Eg loyvi mær at vátta bræv tygara í dag, sum ljóðar soleiðis:

    “Eg loyvi mær at vísa til samráðingar millum íslendskar og føroyskar myndugleikar um at fyrisita várgýtandi norðhavssildina í 1996.
    Eg havi skilt at semja er vorðin um fylgjandi:

“Semja


millum Føroyar og Ísland


um fyrisiting av várgýtandi norðhavssildini í 1996.



    Ríkisstjórn Íslands og Føroya landsstýri,
    vísa til samráðingar, sum hava verið um fyrisiting av várgýtandi norðhavssildini millum strandalondini Føroyar, Ísland, Noreg og Russland,
    vísa á, at í hesum samráðingum fyri teirra part hevur áherðsla verið løgd á at skipa veiðuna úr stovninum í eini langtíðarætlan við søguliga ferðingamynstrinum sum fyrimynd og sum víst á í frágreiðingini hjá fiskifrøðingum í teimum fýra londunum við atliti at, at stovnurin fer at taka upp fyrru gongd sína,
    taka somuleiðis hædd fyri, at tað hevur ikki eydnast samráðingarpørtunum at koma til sættis um langtíðarskipan um veiðuna úr stovninum ella um veiðuskipan fyri 1996,
    boða frá, at til tess at tryggja hóskandi ætlanir verður veiðan hjá føroyskum og íslendskum skipum úr stovninum á ábyrgdarfullan hátt,
    og sum hava gjørt semju um fylgjandi:

1. gr.

    Partarnir skulu avmarka veiðinøgd sína av várgýtandi norðhavssild í 1996 til eina veiðikvotu til føroysk skip, sum ikki fer uppum 86.000 tons, og eina veiðukvotu til íslendsk skip, sum ikki fer uppum 244.000 tons.

2. gr.


    Ísland loyvir føroyskum fiskiførum at veiða várgýtandi norðhavssild á íslendska búskaparliga økinum undir teimum reglum, sum galda fyri fiskiskapi á hesum øki.
    Føroyar loyva íslendskum fiskiførum at veiða várgýtandi norðhavssild á føroyskum fiskiøki undir teimum reglum, sum galda á hesum øki.

3. gr.

    Partarnir skulu fráboða ein lista yvir tey fiskifør, sum ætla at veiða norðhavssild á økjunum hjá hvørjum øðrum. Bert tey fiskifør, sum eru á hesum lista, hava loyvi at veiða á økjunum.
    Áðrenn fiskiskapurin byrjar skulu avvarðandi myndugleikar hava boð um navn á skipi saman við øðrum upplýsingum av týðningi.
    Skipið skal boða frá, tá tað kemur á veiðiøkið, uppgeva knøttstøðu og veiðinøgd, sum er veidd áðrenn komu á økið og síðani uppgeva knøttstøðu og veiðu hvønn dag. Tá skip fer av veiðiøkinum skal mett veiða verða givin upp.

4. gr.

    Til tess at tryggja skipaða veiðu kunnu føroyskir myndugleikar avmarkað talið av íslendskum fiskiskipum sum veiða í senn á føroyskum sjógvi til 25 skip og íslendskir myndugleikar avmarkað talið av føroyskum skipum sum veiða í senn á íslendska búskaparøkinum til 8 skip.

5. gr.

    Henda avtala hevur ikki fordømisgildi fyri fyrisitingarligar skipanir um norðhavssild í framtíðini.”

    Um tygum staðfesta at tað, ið stendur omanfyri, er í samsvar við fatan tygara, loyvi eg mær at leggja afturat, at hetta fær gildi fyribils, tá bræv tygara hesum viðvíkjandi er dagsett, og endaliga tá boðað er frá, at stýrisskipanarligu krøvini hjá hvørjum landi eru uppfylt.”

    Eg loyvi mær at staðfesta at tað, ið stendur omanfyri, er í samsvar við fatan Føroya Landsstýri og avtalan fær gildi fyribils í dag og endaliga, tá boðað er frá, at stýrisskipanarligu krøvini hjá hvørjum landi eru uppfylt.

                                            Við hávirðing

                                            Edmund Joensen
                                            løgmaður



Fylgiskjal II.

SAMNINGUR


milli Íslands og Færeyja


um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 1996.



a. Bréf utanríkisráðherra Íslands til lögmanns Færeyja.



Reykjavík, 2. febrúar 1996

Hr. lögmaður
Edmund Joensen
Föroya Landsstýri
Torshavn

Herra lögmaður
    Ég leyfi mér að vísa til samtala á milli íslenskra og færeyskra stjórnvalda um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 1996.
    Mér skilst að samkomulag hafi orðið um eftirfarandi samning:

„Samningur


milli Íslands og Færeyja


um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 1996.



1. gr.

    Færeyskum nótaskipum er heimilt að veiða allt að 10 þúsund lestir af loðnu innan efnahagslögsögu Íslands á tímabilinu febrúar til apríl 1996 og allt að 20 þúsund lestir af loðnu á tímabilinu júlí til desember 1996.
    Heimilt er að landa aflanum til vinnslu á Íslandi. Óheimilt er að vinna eða frysta afla sem veiddur er á fyrra tímabilinu um borð og utan Íslands er einungis heimilt að landa þeim afla til bræðslu.

2. gr.

    Færeyskum skipum eru heimilar veiðar á kolmunna innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 1996. Að höfðu samráði við landsstjórn Færeyja geta íslensk stjórnvöld ákveðið að veiðarnar stundi aðeins ákveðinn fjöldi skipa samtímis.

3. gr.

    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á kolmunna innan fiskveiðilögsögu Færeyja á árinu 1996. Að höfðu samráði við íslensk stjórnvöld getur landsstjórn Færeyja ákveðið að veiðarnar stundi aðeins ákveðinn fjöldi skipa samtímis.

4. gr.

    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á allt að 1.000 lestum af makríl innan fiskveiðilögsögu Færeyja á árinu 1996 og veiðar á allt að 2.000 lestum af síld úr síldarstofnum öðrum en þeim norsk-íslenska.

5. gr.

    Færeysk skip, sem stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan íslenskrar lögsögu, skulu hlíta sömu reglum og gilda um veiðar íslenskra skipa þar á meðal reglum um veiðarfæri og veiðisvæði.
    Íslensk skip, sem stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan færeyskrar lögsögu, skulu hlíta sömu reglum og gilda um veiðar færeyskra skipa, þar á meðal reglum um veiðarfæri og veiðisvæði.
    Skipum við kolmunnaveiðar er óheimilt að hafa um borð veiðarfæri sem nota má til botnfiskveiða.

6. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan lögsögu hins aðilans. Skip sem eru á listum þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila.
    Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta.
    Veiðiskip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og staðarákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan daglega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn.“

    Ef þér staðfestið að ofangreint sé skilningur yðar leyfi ég mér að leggja til að samningur þessi taki gildi til bráðabirgða þegar svarbréf yðar þar um er dagsett og endanlega þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hefur verið endanlega fullnægt.

                                            Halldór Ásgrímsson
                                            utanríkisráðherra


b. Svarbréf lögmanns Færeyja.



Tórshavn, 2. februar 1996

Uttanríkisráðharri
Halldór Ásgrímsson
Uttanríkisráðuneytið, Ísland

    Eg loyvi mær at vátta bræv tygara í dag, sum ljóðar soleiðis:

    “Eg loyvi mær at vísa til samráðingar millum íslendskar og føroyskar myndugleikar um fiskiveiðu í íslendskum og føroyskum sjógvi í 1996.
    Eg havi skilt at semja er vorðin um fylgjandi:

“Semja


millum Ísland og Føroyar


um fiskiveiðu í íslendskum og føroyskum sjógvi í 1996.



1. gr.

    Føroyskum nótaskipum er loyvt at veiða upp til 10 túsund tons av lodnu í íslendskum búskaparøki í tíðarskeiðinum frá februar til apríl 1996 og upp til 20.000 tons av lodnu í tíðarskeiðinum frá juli til desember 1996.
    Loyvt er at landa veiðuna til framleiðslu í Íslandi. Tað er ikki loyvt at framleiða ella frysta um borð tann partin av veiðuna, sum er veidd fyrra tíðarskeiðið og uttan fyri Ísland er bert loyvt at landa sama partin til ídnað.

2. gr.


    Føroyskum skipum eru loyvt at veiða svartkjaft í íslendskum búskaparøki í 1996. Eftir samráðingar við landsstýrið í Føroyum kunnu íslendskir myndugleikar áseta mest loyvda skipatal, sum kunnu veiða samstundis á leiðini.

3. gr.

    Íslendskum skipum er loyvt at veiða svartkjaft í føroyskum sjógvi í 1996. Eftir samráðingar við íslendskar myndugleikar kann Føroya landsstýri áseta mest loyvda skipatal, sum kunnu veiða samstundis á leiðini.

4. gr.

    Íslendskum skipum er loyvt at veiða upp til 1.000 tons av makreli í føroyskum sjógvi í 1996 og at veiða upp til 2.000 tons av sild úr øðrum sildarstovni enn várgýtandi norðhavssild.

5. gr.

    Føroysk skip, sum veiða sambært hesi avtalu í íslendskum búskaparøki, skulu fylgja somu veiðireglum, sum galda fyri íslendsk skip um reiðskap og fiskileiðir.
    Íslendsk skip, sum veiða sambært hesi avtalu í føroyskum sjógvi, skulu fylgja somu veiðireglum, sum galda fyri føroysk skip um reiðskap og fiskileiðir.
    Skipum í veiði eftir svartkjafti er ikki loyvt at hava reiðskap til botnfiskveiðu um borð.

6. gr.

    Partarnir skulu fráboða ein lista yvir tey fiskifør, sum ætla at veiða á økjunum hjá hvørjum øðrum. Bert tey fiskifør, sum eru á hesum lista, hava loyvi at veiða á økjunum.
    Áðrenn fiskiskapurin byrjar skulu avvarðandi myndugleikar hava boð um navn á skipi saman við øðrum upplýsingum av týðningi.
    Skipið skal boða frá, tá tað kemur á veiðiøkið, uppgeva knøttstøðu og veiðinøgd, sum er veidd, áðrenn komu á økið, og síðani uppgeva knøttstøðu og veiðu hvønn dag. Tá skip fer av veiðiøkinum skal mett veiða verða givin upp.”

    Um tygum staðfesta at tað, ið stendur omanfyri, er í samsvar við fatan tygara, loyvi eg mær at leggja afturat, at hetta fær gildi fyribils, tá bræv tygara hesum viðvíkjandi er dagsett, og endaliga tá boðað er frá, at stýrisskipanarligu krøvini hjá hvørjum landi eru uppfylt.”

    Eg loyvi mær at staðfesta at tað, ið stendur omanfyri, er í samsvar við fatan Føroya Landsstýri og avtalan fær gildi fyribils í dag og endaliga, tá boðað er frá, at stýrisskipanarligu krøvini hjá hvørjum landi eru uppfylt.

                                            Við hávirðing

                                            Edmund Joensen
                                            løgmaður