Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 308 . mál.


836. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands, nr. 13 30. mars 1992.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.    Frumvarp þetta er flutt samhliða frumvarpi til laga um breytingu á lögum um erlenda fjárfestingu í atvinnurekstri sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur haft til umfjöllunar. Héldu nefndirnar m.a. sameiginlegan fund um það mál 13. mars sl.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði afgreitt með hliðstæðri breytingu þeirri sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til við framangreint frumvarp, svofelldri

BREYTINGU:    Á eftir 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
    Hafi íslenskur lögaðili, sem á eignarhlut í lögaðila sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, verið að hluta í eigu erlends aðila 31. desember 1995 skulu takmarkanir skv. b-lið 1. mgr. 2. gr. laga þessara ekki koma til framkvæmda að því er varðar þann lögaðila fyrr en 1. janúar 1998, enda hafi erlend eignaraðild í lögaðilanum ekki verið meiri en 49%, eignarhlutur lögaðilans í einstökum sjávarútvegs- eða fiskvinnslufyrirtækjum ekki farið yfir 10% og fjárfestingin verið tilkynnt Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæðum laganna fyrir 31. desember 1995.

Alþingi, 18. apríl 1996.Steingrímur J. Sigfússon,

Árni R. Árnason.

Vilhjálmur Egilsson.


form., frsm.Hjálmar Árnason.

Einar Oddur Kristjánsson.

Stefán Guðmundsson.Guðmundur Hallvarðsson.