Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 154 . mál.


842. Breytingartillagavið frv. til l. um tæknifrjóvgun.

Frá 2. minni hluta allsherjarnefndar (HjálmJ).    Í stað 2. og 3. mgr. 4. gr. komi fjórar nýjar málsgreinar er orðist svo:
    Upplýsingar um gjafann skal varðveita í sérstakri skrá. Ef barn verður til vegna kynfrumugjafar hans skal varðveita upplýsingar um það og parið sem fékk gjafakynfrumurnar í sömu skrá.
    Óski gjafi eftir nafnleynd er heilbrigðisstarfsfólki skylt að tryggja að hún verði virt, sbr. þó 5. mgr. Í þeim tilvikum má hvorki veita gjafa upplýsingar um parið sem fær gjafakynfrumur eða um barnið né veita parinu upplýsingar um gjafann.
    Gjafi á aldrei sjálfstæðan rétt á upplýsingum um parið sem fær kynfrumur hans eða barnið sem verður til vegna kynfrumugjafarinnar.
    Einstaklingur, sem orðið hefur til við kynfrumugjöf, á rétt á að fá upplýsingar um líffræðilegan uppruna sinn þegar hann nær sjálfræðisaldri. Er heilbrigðisstofnun þá að ósk hans skylt að veita honum aðgang að skráðum upplýsingum um gjafann. Svo fljótt sem verða má eftir að einstaklingur hefur fengið aðgang að slíkum upplýsingum ber hlutaðeigandi heilbrigðisstofnun að tilkynna gjafanum um upplýsingagjöfina.