Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 232 . mál.


881. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 43/1993, um viðskiptabanka og sparisjóði.

Frá Vilhjálmi Egilssyni, Valgerði Sverrisdóttur,


Pétri H. Blöndal og Árna R. Árnasyni.



    Við 18. gr. Í stað orðsins „hámark“ í lok 2. málsl. 1. mgr. f-liðar 18. gr. komi: viðmiðunarmörk.
    Við 26. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Þegar lögin hafa öðlast gildi skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 43/1993, um viðskiptabanka og sparisjóði, og gefa þau út svo breytt með samfelldri greinatölu og kaflanúmerum.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Tryggingarsjóður sparisjóða skal aðlaga samþykktir sínar ákvæðum laganna á fyrsta aðalfundi eftir gildistöku þeirra.