Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 94 . mál.


883. Breytingartillögur



við frv. til l. um framhaldsskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, HjÁ, TIO, ÓÖH, ArnbS, ÁJ).



    Í stað orðanna „150“ í 3. gr. komi: 145.
    3. mgr. 6. gr. orðist svo:
                  Sé um sérskóla að ræða er ráðherra heimilt með reglugerð að víkja frá reglum um skipan skólanefndar.    
    2. mgr. 7. gr. orðist svo:
                  Skólanefnd ákveður upphæð innritunargjalds og efnisgjalds sem nemendum er gert að greiða við upphaf námsannar eða skólaárs. Upphæð innritunargjalds skal taka mið af kostnaði vegna ýmiss konar kennsluefnis og pappírsvara sem skóli lætur nemendum í té án sérstaks endurgjalds og nauðsynlegt er fyrir starfsemi skólans. Innritunargjald skal þó aldrei vera hærra en 6.000 kr. á skólaári. Heimilt er að taka 15% hærra gjald af þeim sem fá leyfi til innritunar utan auglýsts innritunartíma. Efnisgjald er innheimt af nemendum sem njóta verklegrar kennslu og skal upphæð þess miðast við þriðjung af raunverulegum kostnaði vegna efnis sem skóli lætur nemendum í té og þeir þurfa að nota í námi sínu. Efnisgjald skal aldrei vera hærra en 25.000 kr. á skólaári eða 12.500 kr. á önn. Halda skal bókhald um fjárreiður þessar. Um endurskoðun gilda sömu reglur og um annan rekstur. Menntamálaráðherra setur nánari reglur um innritunar- og efnisgjöld.
    Við 9. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Nánari ákvæði um starfssvið kennarafundar skal setja í reglugerð.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað orðsins „ræður“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: skipar.
         
    
    Síðari málsliður 2. mgr. orðist svo: Kennari, sem skipaður er skólameistari, skal fá leyfi frá kennarastarfi sínu þann tíma sem hann gegnir embætti skólameistara.
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, deildarstjóra, kennara, námsráðgjafa, starfsfólk skólasafns og aðra starfsmenn skólans að höfðu samráði við skólanefnd.
         
    
    Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Hafi umsækjandi um stöðu kennara ekki réttindi til kennslu við framhaldsskóla skal fara með umsókn hans samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/1986, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.
         
    
    5. mgr. orðist svo:
                            Menntamálaráðherra setur í reglugerð ákvæði um starfssvið skólameistara, kennara og annarra starfsmanna skóla eftir því sem við á.
    Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 16. gr. komi nýr málsliður er orðist svo: Nemendur á starfsnámsbrautum skulu einnig eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi.
    Við 1. mgr. 21. gr. bætist: svo og meðferð ágreiningsmála.
    Í stað síðari málsliðar 2. mgr. 22. gr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Skólanámskrá skal samþykkt af skólanefnd að fenginni umsögn almenns kennarafundar. Skólanefnd fylgist með framkvæmd skólanámskrár.
    Á eftir orðunum „samstarfi skóla og atvinnulífs“ í 30. gr. komi: og ýta undir frumkvæði þeirra við þróun starfsnáms.
    3. málsl. 6. mgr. 37. gr. orðist svo: Um notkun heimavistarhúsnæðis utan skólatíma skal gerður sérstakur samningur í samráði við menntamálaráðuneyti og hann staðfestur af skólanefnd.
    Við 47. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó skal gildistöku 11. gr. laga þessara frestað þar til réttindi ríkisstarfsmanna til æviráðningar, sem leiða má af ákvæðum laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hafa verið afnumin.
    48. gr. orðist svo:
                  Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um framhaldsskóla, nr. 57/1988, með áorðnum breytingum, að undanskildum ákvæðum 12. og 13. gr. þeirra laga sem halda skulu gildi sínu þar til ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954, er kveða á um æviráðningu ríkisstarfsmanna, hafa verið afnumin, sbr. 47. gr. Einnig falla úr gildi við gildistöku laga þessara lög um fiskvinnsluskóla, nr. 55/1971, með áorðnum breytingum, lög um almenna fullorðinsfræðslu, nr. 47/1992, lög um vélstjórnarnám, nr. 11/1985, og lög um Stýrimannaskólann í Reykjavík, nr. 22/1972.
    Ákvæði til bráðabirgða III orðist svo:
                  Næstu tvö ár frá gildistöku laganna getur menntamálaráðherra veitt heimild til að umsækjandi gangist undir verklegt sveinspróf í löggiltri iðngrein án undangengins skólanáms. Að þeim tíma liðnum er óheimilt að gangast undir slíkt próf án undangengins skólanáms.
                  Skilyrði fyrir próftöku eru eftirfarandi:
         
    
    vottorð um að viðkomandi hafi unnið við iðnina í 10 ár undir stjórn meistara,
         
    
    vottorð iðnmeistara um að hann telji umsækjanda hæfan til að gangast undir sveinspróf,
         
    
    umsagnir viðkomandi sveinafélags og starfsgreinaráðs.
                  Standist umsækjandi prófið öðlast hann sveinsbréf sem veitir þó ekki rétt til inngöngu í meistaraskóla.