Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 154 . mál.


884. Breytingartillögurvið frv. til l. um tæknifrjóvgun.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.    Við 4. gr. Greinin falli brott.
    Í stað 5. og 6. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Tæknisæðingu eða glasafrjóvgun má því aðeins framkvæma að notaðar séu kynfrumur parsins. Tæknifrjóvgun með gjafakynfrumum, gjöf fósturvísa svo og staðgöngumæðrun er óheimil.
    Við 8. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Kynfrumur má því aðeins geyma að tilgangurinn sé eigin notkun síðar eða gjöf í rannsóknarskyni.
    Við 9. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Fósturvísa má geyma í þeim tilgangi að koma þeim fyrir í eiginkonu eða sambýliskonu karlmannsins sem lagði til sæðisfrumur. Geymsla fósturvísa í öðrum tilgangi er óheimil.
    Við 10. gr.
         
    
    Orðin „nema tilgangur geymslunnar hafi verið gjöf kynfrumna til notkunar við tæknifrjóvgun“ í 3. mgr. falli brott.
         
    
    Orðin „nema um gjöf kynfrumna til notkunar við tæknifrjóvgun hafi verið að ræða“ í síðari málslið 4. mgr. falli brott.

Greinargerð.


    Breytingartillögur þessar við frumvarpið miða við að eingöngu sé ráðist í tæknifrjóvgun fyrir fólk í hjúskap eða óvígðri sambúð og með kynfrumum hlutaðeigandi einstaklinga. Með því verður komist hjá þeim flóknu siðferðilegu, félagslegu og lögfræðilegu vandamálum sem leiðir af notkun gjafakynfrumna, þar á meðal spurningunni um nafnleynd.