Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 372 . mál.


886. Nefndarálitum frv. til l. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað ítarlega um málið og fengið á fundi til sín Eirík Tómasson prófessor, Magnús Pétursson og Gunnar Björnsson frá fjármálaráðuneyti, Birgi Guðjónsson, formann samninganefndar ríkisins, Mörthu Á. Hjálmarsdóttur, Elnu Katrínu Jónsdóttur, Birgi Björn Sigurjónsson og Gunnar Ármannsson frá Bandalagi háskólamanna, Sólveigu Bachmann og Júlíus Smára frá Stéttarfélagi lögfræðinga í ríkisþjónustu, Baldur Pétursson og Margréti Hauksdóttur frá Félagi háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Hjalta Hugason, Oddnýju G. Sverrisdóttur og Snjólf Ólafsson frá Félagi háskólakennara, Eddu Sóleyju Óskarsdóttur frá Meinatæknafélagi Íslands, Jóhönnu Kristjánsdóttur frá Stéttarfélagi sjúkraþjálfara, Einar Kjartansson frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Ástu Möller frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Brynju R. Guðmundsdóttur frá Félagi tækniskólakennara, Sjöfn Ingólfsdóttur, Rannveigu Sigurðardóttur og Gest Jónsson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Eirík Jónsson og Ingiberg Elíasson frá Kennarasambandi Íslands, Friðbert Traustason frá Sambandi íslenskra bankamanna, Jónas Magnússon, Baldvin Einarsson, Jóhannes Jensson og Óskar Bjartmarz frá Landssambandi lögreglumanna, Kristínu Þórarinsdóttur og Samúel Inga Þórisson frá Tollvarðafélagi Íslands, Kristínu Á. Guðmundsdóttur og Gunnar Gunnarsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands, Allan Vagn Magnússon og Markús Sigurbjörnsson frá Dómarafélagi Íslands, Geir Waage frá Prestafélagi Íslands, Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla Íslands, Þórarin V. Þórarinsson og Hrafnhildi Stefánsdóttir frá Vinnuveitendasambandi Íslands og Björn Grétar Sveinsson, Þórunni Sveinbjörnsdóttur og Ástráð Haraldsson frá Alþýðusambandi Íslands. Þá fékk nefndin einnig sendar umsagnar um málið frá Bandalagi háskólamanna, Stéttarfélagi lögfræðinga í ríkisþjónustu, Félagi háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi háskólakennara, Kennarafélagi KHÍ, Stéttarfélagi sjúkraþjálfara, Meinatæknafélagi Íslands, Félagi tækniskólakennara, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Iðjuþjálfafélagi Íslands, Stéttarfélagi sálfræðinga á Íslandi, Félagi fréttamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Sjúkraliðafélagi Íslands, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Starfsmannafélagi Selfosskaupstaðar, Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar, Félagi opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslum, Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar, Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu, Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélagi Borgarbyggðar, Starfsmannafélagi Sauðárkróks, Félagi starfsmanna stjórnarráðsins, Starfsmannafélagi Akraness, Félagi íslenskra símamanna, Starfsmannafélagi Kópavogs, Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, Póstmannafélagi Íslands, Félagi íslenskra leikskólakennara, Starfsmannafélagi Ólafsfjarðar, Starfsmannafélagi Seltjarnarness, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, Starfsmannafélagi Sjónvarpsins, Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélagi Húsavíkur, Starfsmannafélagi Siglufjarðarkaupstaðar, Tollvarðafélagi Íslands, Landssambandi lögreglumanna, Landssambandi slökkviliðsmanna, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra bankamanna, Alþýðusambandi Íslands, Félagi starfsmanna Alþingis og Starfsmannafélagi Ríkisendurskoðunar, Dómarafélagi Íslands, Prestafélagi Íslands, Háskóla Íslands, skrifstofu jafnréttismála, Vinnumálasambandinu og Eyþingi.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingartillögurnar eru eftirfarandi:
    Við 2. gr. Hæstaréttardómarar og héraðsdómarar hafa nokkra sérstöðu meðal embættismanna. Þannig gilda sérreglur um lausn þeirra frá embætti, frábrugðnar þeim þeim sem frumvarpið mælir fyrir um. Því er lagt til að lögin gildi einungis um þá eftir því sem við getur átt.
    Við 7. gr. Lagt er til að upptalning í 2. mgr. á störfum sem ekki krefjast tiltekinnar sérmenntunar eða sérhæfingar falli brott.
    Við 9. gr. Lagðar eru til nokkrar breytingar á greininni. Í fyrsta lagi er lögð til breyting á 1. mgr. sem leiðir af þeirri breytingu sem meiri hluti nefndarinnar leggur til að gerð verði á 56. gr. Í öðru lagi eru lagðar til þær breytingar á 2. mgr. að ákvarðanir um viðbótarlaun nái ekki til embættismanna þannig að ákvörðun um laun þeirra verði alfarið á vegum Kjaradóms eða kjaranefndar. Í þriðja lagi er lagt til að við 3. mgr. verði bætt ákvæði þar sem gert er ráð fyrir að fjármálaráðherra geti gripið inn í ef forstöðumaður fer út fyrir þær reglur um ákvörðun viðbótarlauna sem settar hafa verið.
    Við 10. gr. Lögð er til breyting á hugtakinu „föst laun“ frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Miðar breytingin að því að tryggja að greiðsla viðbótarlauna geti aldrei orðið grundvöllur hækkunar lífeyrisgreiðslna til fyrrverandi starfsmanna samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
    Við 11. gr. Lagt er til að úr greininni verði felld brott ákvæði um heimild til að færa orlof á milli ára, enda er um slíkt samið í kjarasamningum opinberra starfsmanna.
    Við 13. gr. Lögð er til lagfæring á orðalagi greinarinnar.
    Við 21. gr. Lögð er til sú breyting á ákvæðinu að forstöðumanni sé skylt að veita áminningu ef starfsmaður verður uppvís að háttsemi sem greind er í ákvæðinu. Tillagan leiðir af sér breytingar á 26. og 44. gr. frumvarpsins.
    Við 22. gr. Lagðar eru til breytingar á ákvæði greinarinnar um hverjir skuli teljast embættismenn. Þannig er annars vegar lagt til að prestar og prófastar ásamt ríkistollstjóra verði embættismenn en starfsmenn Almannavarna ríkisins og Landhelgisgæslu ekki. Hins vegar er lagt til að skilyrði 10. tölul. um forsetaskipun verði tekið út.
    Við 23. gr. Lagt er til að frestur til að tilkynna um hvort embætti verði auglýst laust til umsóknar að skipunartíma loknum verði sex mánuðir í stað þriggja. Jafnframt er lögð til smávægileg lagfæring á lokamálslið 2. mgr. þannig að tryggt sé að embættismenn geti einnig hætt af sjálfsdáðum ef þeir kjósa.
    Við 26. gr. Lagt er til að skylt verði að veita embættismanni áminningu áður en honum er veitt lausn um stundarsakir af ástæðum sem taldar eru upp í greininni og jafnframt að skylt verði að rökstyðja ákvörðun um slíka lausn. Sambærileg breyting er lögð til á 44. gr. varðandi aðra starfsmenn.
    Við 27. gr. Lagt er til að réttur starfsmannsins verði tryggður frekar en gert er ráð fyrir í upphaflegum texta. Hann geti því ávallt vísað máli vegna lausnar um stundarsakir til opinberrar rannsóknar.
    Við 30. gr. Tillögu um breytingu á ákvæðinu leiðir af þeirri breytingartillögu meiri hlutans að embættismenn taki alfarið laun samkvæmt Kjaradómi eða kjaranefnd og eigi því ekki rétt á viðbótarlaunum skv. 2. mgr. 9. gr. frumvarpsins.
    Við 37. gr. Um breytingartillöguna vísast til skýringa í 12. lið.
    Við 39. gr. Lagðar eru til tvær breytingar á greininni. Um fyrri málslið greinarinnar vísast til skýringa við breytingartillögur við 56. gr. Þá er lagt til að lögreglumenn, tollverðir og fangaverðir haldi samningsrétti sínum þótt þeir teljist til embættismanna. Vegna fjölbreytileika starfa þeirra og mismunandi staðhátta víðs vegar um landið þótti meiri hlutanum ekki rétt að um launakjör þeirra væri fjallað af kjaranefnd.
    Við 41. gr. Lagt er til að uppsagnarfrestur verði áfram miðaður við þrjá mánuði nema um annað sé samið í kjarasamningum.
    Við 44. gr. Lögð er til sambærileg breyting og á 26. gr., sbr. og breytingartillögu meiri hlutans við 21. gr.
    Við 51. gr. Lagðar eru til breytingar á ákvæðinu sem snúa að stöðu Alþingis og stofnana þess innan ríkisvaldsins.
    Við 56. gr. Meginbreytingin miðar að því að fallið verði frá því að launakjör embættismanna verði alfarið ákveðin af kjaranefnd. Því er gert ráð fyrir að núgildandi fyrirkomulag haldist óbreytt, en þó er lagt til að umboðsmaður barna verði tekinn inn í 2. gr. laga nr. 120/1992 í samræmi við ákvæði laga um umboðsmann barna, nr. 83/1994, sbr. a-lið breytingartillögunnar. Tillögu b-liðar leiðir af þeim breytingum sem meiri hlutinn leggur til að gerðar verði á 2. gr. laga nr. 120/1992 og 39. gr. frumvarpsins. Í d-lið er lagt til að kjaranefnd fái sambærilega heimild til ákvörðunar viðbótarlauna og er að finna í ákvæði 2. mgr. 9. gr. frumvarpsins varðandi aðra starfsmenn. Loks er í tillögu um ákvæði til bráðabirgða, í e-lið, lagt til að laun og starfskjör embættismanna, sem hingað til hafa tekið laun samkvæmt kjarasamningum, verði óbreytt til loka þeirra samninga.
    Við ákvæði til bráðabirgða. Breytingar á ákvæðinu miða að því að tímalengd varðandi rétt til biðlauna verði óbreytt frá gildandi lögum hjá starfsmönnum sem skipaðir hafa verið eða ráðnir í starf hjá ríkinu fyrir gildistöku laganna.

Alþingi, 30. apríl 1996.Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Pétur H. Blöndal.


form., frsm.Árni R. Árnason.

Gunnlaugur M. Sigmundsson.