Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 372 . mál.


887. Breytingartillögurvið frv. til l. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, PHB, ÁRÁ, GMS).    Við 2. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.
    Við 7. gr. Orðin „svo sem minni háttar skrifstofustörf, störf samkvæmt námssamningi, ræstingastörf, sendilsstörf eða önnur svipuð störf“ í 2. mgr. falli brott.
    Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðunum „samkvæmt ákvörðun“ í 1. mgr. komi: Kjaradóms eða.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Forstöðumenn stofnana geta ákveðið að greiða einstökum starfsmönnum, öðrum en embættismönnum, laun til viðbótar grunnlaunum, sem samið er um skv. 1. mgr., vegna sérstakrar hæfni er nýtist í starfi eða sérstaks álags í starfi, svo og fyrir árangur í starfi. Þessum ákvörðunum má breyta hvenær sem er, en sé breytingin starfsmanni í óhag tekur hún ekki gildi fyrr en að liðnum uppsagnarfresti þess starfsmanns sem hún varðar, sbr. 46. gr.
         
    
    Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þar á meðal getur hann að eigin frumkvæði breytt ákvörðunum um viðbótarlaun ef þær brjóta í bága við reglurnar og afnumið heimild einstakra forstöðumanna til að ákvarða starfsmönnum viðbótarlaun ef rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar er ekki í samræmi við fjárlög.
    Við 10. gr. Í stað 2. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Með hugtakinu „föst laun“ er í þessum lögum átt við föst laun fyrir dagvinnu án viðbótarlauna skv. 2. mgr. 9. gr.
    Við 11. gr. 3. og 4. mgr. falli brott.
    Við 13. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Starfsmenn eiga rétt á sveigjanlegum vinnutíma. Ber forstöðumanni stofnunar að verða við óskum starfsmanna þess efnis eftir því sem unnt er, sbr. 1. mgr. 17. gr., enda bitni slíkt ekki á þjónustu stofnunar við almenning.
    Við 21. gr. Í stað orðanna „getur forstöðumaður stofnunar veitt“ komi: skal forstöðumaður stofnunar veita.
    Við 22. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Embættismenn teljast samkvæmt lögum þessum einvörðungu þeir starfsmenn ríkisins sem taldir eru upp hér á eftir, enda séu þeir skipaðir í starf skv. 23. gr.:
         1.    Starfsmenn Alþingis og stofnana þess.
         2.    Starfsmenn skrifstofu forseta Íslands.
         3.    Starfsmenn Stjórnarráðs, þar með taldir starfsmenn utanríkisþjónustunnar.
         4.    Hæstaréttardómarar og héraðsdómarar, svo og aðrir starfsmenn Hæstaréttar og héraðsdómstóla.
         5.    Biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar.
         6.    Ríkissaksóknari, ríkislögmaður, ríkissáttasemjari og umboðsmaður barna, svo og aðrir starfsmenn við embætti þeirra.
         7.    Sýslumenn og aðrir starfsmenn sýslumannsembætta, svo og rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, ríkistollstjóri, lögreglustjórinn í Reykjavík, tollstjórinn í Reykjavík og aðrir starfsmenn lögreglu- og tollstjóraembættanna.
         8.    Starfsmenn Fangelsismálastofnunar.
         9.    Forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja.
        10.    Þeir aðrir sem skipaðir eru í störf samkvæmt öðrum lögum, svo og þeir er gegna störfum sem öldungis verður jafnað til þeirra manna sem getið er í 1.–9. tölul.
    Við 23. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „þremur“ í 2. mgr. komi: sex.
         
    
    Við 2. mgr. bætist: nema hann óski eftir að láta af störfum með þeim hætti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 37. gr.
    Við 26. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað síðari málsliðar 4. mgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Ef embættismanni er veitt lausn um stundarsakir af ástæðum sem greindar eru í 2. mgr. er skylt að veita honum áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er veitt lausn. Annars er ekki skylt að gefa honum kost á að tjá sig um ástæður lausnar áður en hún tekur gildi.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Ef embættismaður óskar skal rökstyðja ákvörðun um lausn um stundarsakir. Ef annað stjórnvald en ráðherra hefur tekið þá ákvörðun má bera hana undir hlutaðeigandi ráðherra.
    Við 27. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Orðin „eða að hætti opinberra mála, ef ástæða þykir til“ falli brott.
         
    
    Við bætist nýr málsliður er orðist svo: Stjórnvaldi eða starfsmanni er þó ætíð heimilt að vísa máli til rannsóknar að hætti opinberra mála.
    Við 30. gr. Í stað orðanna „ber að greiða honum föst laun“ í 3. mgr. komi: skal hann halda óbreyttum launakjörum.
    Við 37. gr. Orðin „þar á meðal viðbótarlaunum skv. 2. mgr. 9. gr.“ í lokamálslið 2. mgr. falli brott.
    Við 39. gr. Greinin orðist svo:
                  Laun og önnur launakjör embættismanna skulu ákveðin af Kjaradómi og kjaranefnd samkvæmt þeim lögum sem um þá úrskurðaraðila gilda. Þó skulu laun og önnur launakjör lögreglumanna, tollvarða og fangavarða fara eftir kjarasamningum sem stéttarfélög eða samtök þeirra gera við ríkið, sbr. 47. gr.
    Við 41. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Skal sá frestur vera þrír mánuðir að loknum reynslutíma nema um annað sé samið í kjarasamningi.
    Við 44. gr. Greinin orðist svo:
                  Skylt er að veita starfsmanni áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna sem þar eru greindar. Annars er ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, þar á meðal ef uppsögn stafar af öðrum ástæðum, svo sem þeirri að verið sé að fækka starfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri stofnunar.
                  Ef starfsmaður óskar skal rökstyðja uppsögn skriflega. Ef hún á rætur að rekja til ástæðna sem greindar eru í 21. gr. má bera hana undir hlutaðeigandi ráðherra.
    Við 51. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Forseti Alþingis fer með það vald gagnvart starfsmönnum þingsins sem fjármálaráðherra er fengið í 3. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 27. gr.
         
    
    Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Skrifstofustjóri Alþingis er á sama hátt í fyrirsvari gagnvart starfsmönnum þingsins, svo og ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis gagnvart starfsmönnum sínum.
    Við 56. gr. 2. tölul. orðist svo: Eftirfarandi breytingar verða á lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992:
         
    
    Í stað orðanna „og umboðsmanns Alþingis“ í 2. gr. laganna kemur: umboðsmanns Alþingis og umboðsmanns barna.
         
    
    2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
                            Kjaranefnd ákveður laun og starfskjör embættismanna, annarra en þeirra sem taldir eru upp í 2. gr., lögreglumanna, tollvarða og fangavarða, sbr. ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
         
    
    9. gr. laganna fellur brott og breytist greinatala samkvæmt því.
         
    
    Í stað 1. og 2. mgr. 12. gr. (er verður 11. gr.) laganna kemur ný málsgrein er orðast svo:
                            Kjaranefnd skal ákvarða föst laun fyrir dagvinnu og kveða á um önnur starfskjör. Hún úrskurðar hvaða aukastörf tilheyra aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega. Þegar um er að ræða ráðuneytisstjóra eða forstöðumenn stofnana skal kjaranefnd enn fremur ákvarða þeim laun fyrir venjubundið vinnuframlag og starfsskyldur umfram dagvinnu. Við ákvarðanir sínar getur nefndin tekið tillit til sérstakrar hæfni er nýtist í starfi og sérstaks álags sem starfinu fylgir.
         
    
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
                            Þrátt fyrir breytingu á 2. mgr. 8. gr. þessara laga samfara gildistöku nýrra laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skal kjaranefnd fyrst ákveða laun og starfskjör þeirra embættismanna, sem fram að þessu hafa ekki fallið undir lög þessi, frá og með 1. janúar 1997. Fram að þeim tíma skulu laun og starfskjör þessara embættismanna ráðast af kjarasamningum.
    Við ákvæði til bráðabirgða. Eftirfarandi breytingar verði á ákvæðinu:
         
    
    Í stað orðanna „sbr. þó 4. og 5. mgr.“ í 3. mgr. komi: sbr. þó 4. mgr.
         
    
    Í stað orðanna „3 mánuði“ og „6 mánuði“ í 5. mgr. komi: sex mánuði, og: tólf mánuði.