Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 308 . mál.


897. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands, nr. 13 30. mars 1992.

(Eftir 2. umr., 2. maí.)



1. gr.


    1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands mega eftirtaldir aðilar einir stunda:
    Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar.
    Íslenskir lögaðilar sem að öllu leyti eru í eigu íslenskra aðila eða íslenskra lögaðila sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
        i)         Eru undir yfirráðum íslenskra aðila.
        ii)    Eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%.
         iii)    Eru að öðru leyti í eigu íslenskra ríkisborgara, eða íslenskra lögaðila sem eru undir yfirráðum íslenskra aðila.

2. gr.


    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
    Hafi íslenskur lögaðili, sem á eignarhlut í lögaðila sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, verið að hluta í eigu erlends aðila 31. desember 1995 skulu takmarkanir skv. b-lið 1. mgr. 2. gr. laga þessara ekki koma til framkvæmda að því er varðar þann lögaðila fyrr en 1. janúar 1998, enda hafi erlend eignaraðild í lögaðilanum ekki verið meiri en 49%, eignarhlutur lögaðilans í einstökum sjávarútvegs- eða fiskvinnslufyrirtækjum ekki farið yfir 10% og fjárfestingin verið tilkynnt Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæðum laganna fyrir 31. desember 1995.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.