Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 249 . mál.


925. Breytingartillögur



við frv. til l. um umgengni um auðlindir sjávar.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Markmið laga þessara er að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina.
    Við 2. gr. Í stað 3. og 4. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Einnig getur ráðherra með reglugerð ákveðið að heimilt sé að varpa fyrir borð innyflum, hausum og öðru sem til fellur við verkun eða vinnslu, enda verði þessi fiskúrgangur ekki nýttur með arðbærum hætti.
    Við 3. gr. Greinin falli brott.
    Við 4. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Óheimilt er að hefja veiðiferð skips sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni nema skipið hafi aflaheimildir sem telja má líklegt að dugi fyrir afla í ferðinni með hliðsjón af þeim veiðarfærum sem notuð eru.
    Við 7. gr. Í stað 3. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                            Hafnir skulu uppfylla kröfur um aðstöðu til vigtunar sjávarafla og eftirlit sem kveðið er á um í reglugerð. Sjávarútvegsráðuneyti getur bannað löndum sjávarafla í einstökum höfnum sem ekki fullnægja kröfum samkvæmt þessari málsgrein.
                            Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. getur sjávarútvegsráðuneytið við sérstakar aðstæður, svo sem vegna róðra frá afskekktum stöðum, veitt undanþágu frá löndun í viðurkenndri höfn. Skilyrði fyrir þessari undanþágu er að vigtun afla og skýrsluskil séu fullnægjandi.
    Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  Ökumaður sem flytur óveginn afla skal aka rakleiðis frá skipshlið að hafnarvog, að undanteknum þeim tilvikum þegar Fiskistofa hefur veitt undanþágu frá vigtun á hafnarvog, sbr. 2. mgr. 6. gr. Ökumaðurinn skal kynna sér samsetningu farmsins eins og kostur er og gefa vigtarmanni upplýsingar um hann.
    Við 12. gr. 1. málsl. orðist svo: Starfsmenn hafnarvoga skulu sannreyna að uppgefin tegund vigtaðs afla sé rétt, m.a. með beinni skoðun úrtaks úr lönduðum afla eftir því sem við getur átt.
    Við 15. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „aflamark“ alls staðar þar sem það kemur fyrir í greininni komi: aflaheimildir.
         
    
    2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Veita skal skipi leyfi að nýju ef aflaheimildir þess á fiskveiðiárinu eru auknar þannig að afli skipsins á fiskveiðiárinu rúmist innan þeirra.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Nú veiðir skip ítrekað umfram aflaheimildir á sama fiskveiðiári og skal þá svipta það leyfi til veiða í atvinnuskyni, til viðbótar því sem segir í 1. mgr., í tvær vikur er slíkt gerist í annað sinn, í sex vikur ef slíkt gerist í þriðja sinn en til loka fiskveiðiárs gerist slíkt í fjórða sinn, þó aldrei skemur en tólf vikur.
    Heiti frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um umgengni um nytjastofna sjávar.