Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 372 . mál.


930. Breytingartillagavið frv. til l. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.    Við 12. gr. bætist þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Við barnsburð skal starfsmaður, sem starfað hefur í þjónustu ríkisins samfellt í sex mánuði fyrir fæðingu barns, eiga rétt á sex mánaða leyfi með þeim dagvinnulaunum sem stöðunni fylgja, enda sé ráðningunni ætlað að standa a.m.k. þann tíma.
    Fyrstu þrjá mánuði í barnsburðarleyfi svo og í framlengdu leyfi við fleirburafæðingu eða sjúkleika barns skal auk dagvinnulauna greiða meðaltal þeirrar yfirvinnu-, vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálagsstunda sem greiddar voru starfsmanni síðasta 12 mánaða uppgjörstímabil yfirvinnu áður en barnsburðarleyfi hófst.
    Heimilt er að semja um eða ákvarða betri kjör og réttindi í barnsburðarleyfi.