Ferill 366. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 366 . mál.


935. Breytingartillögurvið frv. til l. um náttúruvernd.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar (ÓÖH, ÁMM, GE, ÍGP, EOK, ArnbS, KF).    Á eftir orðunum „svo og svæði“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. komi: og náttúrumyndanir.
    Fyrri málsliður 3. mgr. 4. gr. orðist svo: Stjórnin hefur undir yfirstjórn ráðherra æðsta vald í málefnum Náttúruverndar ríkisins.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðanna „fræðslu og þjónustugjöld“ í 3. málsl. 3. mgr. komi: og fræðslu þeirra.
         
    
    Í stað orðanna „ráðstöfun þjónustugjalda“ í 4. málsl. 3. mgr. komi: þjónustugjöld.
    Orðin „á náttúrufræðum“ í síðari málslið 1. mgr. 7. gr. falli brott.
    Orðið „sveitarfélaga“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. falli brott.
    Á eftir 2. mgr. 12. gr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Náttúruverndarráð veitir Náttúruvernd ríkisins faglega ráðgjöf.
    Orðin „tvisvar á kjörtímabili, í fyrra skiptið“ í 1. mgr. 13. gr. falli brott.
    3. og 4. mgr. 16. gr. orðist svo:
                  Náttúruvernd ríkisins getur í verndarskyni tímabundið takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum, enda hafi stofnunin að jafnaði gert grein fyrir fyrirhugaðri lokun í skýrslu skv. 4. mgr. Slíkar ákvarðanir skal umhverfisráðherra staðfesta og birta í Stjórnartíðindum.
                  Skal stofnunin á hverju hausti gera úttekt á ástandi svæða í óbyggðum og gefa umhverfisráðherra skýrslu um niðurstöður úttektarinnar. Í skýrslunni skal koma fram hvaða svæði eru í hættu og hvar geti komið til lokana. Niðurstöður skýrslunnar skulu birtar opinberlega og skal almenningur eiga greiðan aðgang að þeim.
    35. gr. orðist svo:
                  Náttúruvernd ríkisins eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum.
                  Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.
                  Eigi síðar en í september ár hvert skal Náttúruvernd ríkisins með opinberri auglýsingu birta skrá yfir gjaldtöku rekstraraðila náttúruverndarsvæða fyrir næsta ár. Gjaldskrá má kæra til ráðherra.
                  Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd greinarinnar í reglugerð.