Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 372 . mál.


945. Breytingartillaga



við frv. til l. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



    Framan við 49. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við allar opinberar stofnanir skulu starfa fimm manna starfsmannaráð. Skulu fulltrúar valdir af starfsmönnum á almennum fundi eða þannig að stærstu deildir viðkomandi stofnunar velji fulltrúa þar til ráðið er fullskipað. Hlutverk starfsmannaráða er að fylgjast með rekstri stofnunarinnar, meta gæði þjónustu og miðla þekkingu og reynslu innan hennar, standa fyrir innra mati á störfum, fylgjast með starfsmannamálum og standa vörð um rétt starfsmanna, stuðla að símenntun starfsmanna og vinna að auknu jafnrétti, samráði um ákvarðanir, er varða stofnunina, og lýðræði innan hennar.