Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 154 . mál.


950. Breytingartillaga



við frv. til l. um tæknifrjóvgun.

Frá allsherjarnefnd.



    Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
    Dómsmálaráðherra skal við gildistöku laga þessara skipa þriggja manna nefnd sérfróðra aðila á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði til að fylgjast með framkvæmd laganna og vinna að endurskoðun þeirra. Nefndin skal hafa hliðsjón af laga- og tækniþróun á sviði tæknifrjóvgunar, m.a. með tilliti til nafnleyndar. Nefndin skal ljúka störfum innan tveggja ára frá gildistöku laganna.