Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 415 . mál.


955. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (SF, EKG, MS, KPál, PHB, ArnbS).



    Við 1. gr. Greinin falli brott.
    Við 2. gr.
         
    
    1. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Þegar kjarasamningur hefur verið undirritaður af til þess bærum fulltrúum samningsaðila gildir hann frá undirskriftardegi sé ekki á annan veg samið, nema hann sé felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meiri hluta greiddra atkvæða og minnst fimmtungs þátttöku samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá innan fjögurra vikna frá undirritun.
         
    
    Í stað orðsins „framangreindu“ í 2. málsl. 2. efnismgr. komi: þátttöku.
         
    
    Í stað orðanna „að ákveða í kjarasamningi“ í 3. málsl. 2. efnismgr. komi: að ákveða í samningnum.
         
    
    Lokamálsliður 2. efnismgr. falli brott.
         
    
    Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Standi fleiri en tvö stéttarfélög að gerð kjarasamnings, vinnustaðarsamnings, fyrir félagsmenn á sama vinnustað skal hann borinn sameiginlega undir atkvæði allra félagsmanna sem hann tekur til og ræður meiri hluti niðurstöðu. Um gildistöku og afgreiðslu vinnustaðarsamnings fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum 2. mgr.
    Við 4. gr.
         
    
    Í stað orðsins „helmingur“ í síðari málslið 2. efnismgr. komi: fimmtungur.
         
    
    Á eftir orðunum „til hverra henni er“ í fyrri málslið 3. efnismgr. komi: einkum.
         
    
    Orðið „boðaðri“ í fyrri málslið 4. efnismgr. falli brott.
         
    
    Í stað síðari málsliðar 4. efnismgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sömu aðilum er heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun, einu sinni eða oftar, um allt að 28 sólarhringa samtals án samþykkis gagnaðila, enda sé frestunin kynnt honum með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara. Þó er jafnan heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun og yfirstandandi vinnustöðvun með samþykki beggja aðila.
    Við 5. gr. Orðin „fjöldauppsagnir og“ í síðari málslið efnismálsgreinar falli brott.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðanna „til fjögurra ára“ í 1. málsl. 1. mgr. a-liðar (20. gr.) komi: til fimm ára.
         
    
    Í stað inngangs 1. málsl. 1. mgr. i-liðar (28. gr.) komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                            Ef tvö eða fleiri félög eða félagasambönd eiga saman í deilu getur sáttasemjari í samráði við samninganefndir borið fram eina miðlunartillögu er taki til fleiri en eins deiluaðila eða þeirra allra. Atkvæðagreiðsla og talning atkvæða fer þá fram í sameiningu hjá öllum þeim félögum eða samböndum sem miðlunartillagan nær til þannig að sameiginlegt atkvæðamagn ræður úrslitum um samþykkt eða synjun.
                            Sáttasemjara er einnig heimilt að efna til sameiginlegrar atkvæðagreiðslu þótt hann beri fram fleiri en eina miðlunartillögu, enda sé það gert samtímis. Gilda þá reglur 1. mgr. eftir því sem við á.
                            Skilyrði þess að sáttasemjara sé heimilt að leggja fram miðlunartillögu, eina eða fleiri, samkvæmt þessari grein eru eftirfarandi.
         
    
    2. málsl. 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. i-liðar (28. gr.) falli brott.
         
    
    L-liður (31. gr.) orðist svo:
                            Miðlunartillaga telst felld í atkvæðagreiðslu ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Þetta gildir jafnt um atkvæðagreiðslu á kjörfundi og póstatkvæðagreiðslu.
    Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Í stað orðsins „atvinnumálaráðherra“ í 1. málsl. 40. gr. og 1. mgr. 66. gr. laganna komi: félagsmálaráðherra.
    Við 9. gr. Greinin falli brott.