Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 442 . mál.


958. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur, Guðmundi Árna Stefánssyni,


Össuri Skarphéðinssyni, Kristínu Ástgeirsdóttur og


Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Á árinu 1996 skal verja 200 millj. kr. af vörugjaldi af eldsneyti til að flýta vegaframkvæmdum í Ártúnsbrekku í Reykjavík.

Greinargerð.


    Síendurteknar hækkanir á bensínverði að undanförnu hljóta að raska fyrri áætlunum um tekjur af innfluttu bensíni. Samkvæmt áætlunum FÍB frá 6. maí sl. er tekjuaukinn áætlaður um 300 millj. kr. á þessu ári, þ.e. 240 millj. kr. af almennu vörugjaldi (sem er 97%) og um 60 millj. kr. virðisaukaskattur. Síðan þá hefur bensínverð enn hækkað, jafnvel þótt fjármálaráðherra hafi lækkað hlut ríkissjóðs í bensínverðinu. Með tillögu þessari er ráðgert að verja þeim fjármunum, sem þannig innheimtast af bensíni samkvæmt lögum nr. 29/1993 umfram áætlun fjárlaga 1996, til vegaframkvæmda í Ártúnsbrekku í Reykjavík — þar sem brýnust er þörfin á úrbótum fyrir vegfarendur — í samræmi við fyrri fyrirheit um framkvæmdaátak í atvinnumálum.