Ferill 469. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 469 . mál.


982. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 54 16. maí 1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneyti, og Kristján Ragnarsson og Eirík Tómasson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Hafrannsóknastofnun, Íslenskum sjávarafurðum hf., Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Landssambandi smábátaeigenda, Líffræðistofnun Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Sjómannasambandi Íslands og Vélstjórafélagi Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:    Í stað orðsins „auðlindir“ í 1. gr. komi: nytjastofna.
    2. málsl. 1. efnismálsgr. 4. gr. orðist svo: Sama gildir verði það mikil breyting í áhöfn fullvinnsluskips, útgerðarháttum þess eða búnaði að ástæða sé til að ætla að það hafi veruleg áhrif á vinnslu um borð í skipinu.

    Nokkrar umræður urðu í nefndinni um 2. mgr. 2. gr. en þar er kveðið á um að ráðherra geti með reglugerð ákveðið að um borð í fullvinnsluskipum skuli vera sjálfvirkur tækjabúnaður sem tryggi nákvæma vigtun og skráningu innvegins afla. Slíkur búnaður hefur ekki verið fullþróaður. Nefndin leggur áherslu á að heimildin verði ekki nýtt fyrr en fullnægjandi tækjabúnaður verður til staðar sem unnt er að koma fyrir um borð í skipunum án umtalsverðs kostnaðar og þannig að hann nýtist eðlilega í vinnslurás þeirra. Að lokum vill nefndin benda á að ekki er gert ráð fyrir að smábátar teljist til fullvinnsluskipa í skilningi laganna, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 304/1992.
    Ágúst Einarsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 15. maí 1996.Steingrímur J. Sigfússon,

Vilhjálmur Egilsson.

Stefán Guðmundsson.


form., frsm.Guðný Guðbjörnsdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.

Hjálmar Árnason.Árni R. Árnason.

Sighvatur Björgvinsson.

Guðmundur Hallvarðsson.