Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 501 . mál.


992. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 66/1995, um grunnskóla.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá menntamálaráðuneyti Þórunni J. Hafstein skrifstofustjóra, Hrólf Kjartansson deildarstjóra og Ólaf Darra Andrason deildarsérfræðing, frá fjármálaráðuneyti Leif Eysteinsson deildarstjóra, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, Þórð Skúlason og Garðar Jónsson, frá Kennarasambandi Íslands Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, Erlu Gunnarsdóttur frá Safamýrarskóla, Gunnar Salvarsson frá Vesturhlíðarskóla, Einar Hólm Ólafsson frá Öskjuhlíðarskóla, Guðlaugu Teitsdóttur frá Einholtsskóla og Eggert Jónsson og Viktor A. Guðlaugsson frá Reykjavíkurborg.
    Frumvarpið er flutt vegna yfirfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga og er það byggt á samkomulagi milli aðilanna frá því í mars sl.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Miða breytingarnar annars vegar að því að gera ákvæði 1. gr. skýrara, en samkvæmt því er Sambandi íslenskra sveitarfélaga falið frumkvæði að lausn á málefnum grunnskólans sem varða fleiri en eitt sveitarfélag og ekki er kveðið á um hvernig fara skuli með í lögum, reglugerðum eða samkomulag hefur náðst um. Líklegt er að á ákvæðið reyni fyrst og fremst varðandi sérskóla, en mjög mikilvægt er að tryggja grundvöll þeirrar viðkvæmu starfsemi sem þar fer fram. Hins vegar miða tillögurnar að því að endurskoða skuli ákvæði 1. gr. fyrir 1. janúar 1999 eða á tímabilinu í kjölfar flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga.

Alþingi, 17. maí 1996.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Hjálmar Árnason.

Sigríður Jóhannesdóttir.


form., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Lúðvík Bergvinsson,

Árni Johnsen.


með fyrirvara.



Ólafur Örn Haraldsson.

Guðný Guðbjörnsdóttir,

Arnbjörg Sveinsdóttir.


með fyrirvara.