Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 364 . mál.


999. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á póstlögum, nr. 33/1986.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór S. Kristjánsson, skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti.
    Frumvarpið er lagt fram sem fylgifrumvarp með 331. máli, um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar. Vísað er til nefndarálits minni hlutans um það mál og lagt til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti þessu.

Alþingi, 17. maí 1996.



Guðmundur Árni Stefánsson,

Ragnar Arnalds.

Ásta R. Jóhannesdóttir.


frsm.