Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 191 . mál.


1001. Breytingartillögur



við frv. til l. um rannsókn flugslysa.

Frá samgöngunefnd.



    Við 1. gr. Orðið „þar“ í 2. mgr. falli brott.
    Við 3. gr. Í stað orðsins „skal“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: og varaformaður skulu.
    Við 5. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Nefndin skal m.a. rannsaka:
         
    
    flugslys þar sem borgaralega skráð loftför eiga hlut að máli og sem verða á eða yfir íslensku yfirráðasvæði,
         
    
    flugslys þar sem loftför skráð á Íslandi eiga hlut að máli og sem verða utan yfirráðasvæðis annarra ríkja eða á svæði þar sem viðkomandi ríki hefur ekki skuldbundið sig til að framkvæma rannsóknina,
         
    
    flugumferðaratvik sem verða á eða yfir íslensku yfirráðasvæði eða á íslensku flugstjórnarsvæði,
         
    
    flugatvik sem verða utan íslensks yfirráðasvæðis þar sem loftför skrásett á Íslandi eiga hlut að máli, nema því aðeins að viðkomandi ríki framkvæmi rannsóknina.
    Við 7. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Flugmálayfirvöldum ber að sjá til þess að úrbótatillögur nefndarinnar séu teknar til formlegrar afgreiðslu hverju sinni.
    Við 12. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gögn úr flugritum ber að varðveita varanlega.
    Við 13. gr. Orðin „þegar réttur skv. 13. og 14. gr. er nýttur“ í 3. mgr. falli brott.
    Við 14. gr. Orðin „og birta hana“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
    Á eftir 14. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Aðili máls, eigandi eða flugrekandi viðkomandi loftfars, svo og Flugmálastjórn, skal eiga þess kost, með þeim hætti sem rannsóknarnefnd flugslysa ákveður hverju sinni, að tjá sig um drög að lokaskýrslu nefndarinnar innan tilskilins frests áður en endanlega er gengið frá skýrslunni, sbr. 14. gr., enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða þeirra og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft.
    Við 15. gr. (er verði 16. gr.). Í stað orðanna „sbr. 17. gr.“ í fyrri málslið komi: sbr. 14. gr.
    Við 16. gr. (er verði 17. gr.). Greinin orðist svo:
                  Rannsóknarnefnd flugslysa skal senda aðilum máls lokaskýrslu rannsóknar og hæfilegan eintakafjölda til Flugmálastjórnar sem afhendir þau þeim er þess óska.
                  Nefndin skal gefa út heildarskýrslu um störf sín ár hvert.
                  Skýrslur nefndarinnar má selja á kostnaðarverði.
    Í stað orðanna „til starfs framkvæmdastjóra“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða komi: til starfs formanns.