Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 527 . mál.


1010. Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu þriggja samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum.

(Lögð fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum sem gerðir voru í Ósló 6. maí 1996:
    Bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi.
    Samning milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan íslenskrar lögsögu og lögsögu Jan Mayen á árinu 1996.
    Samning milli Íslands og Rússlands um veiðiheimildir innan íslenskrar lögsögu á árinu 1996.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á eftirtöldum samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum sem gerðir voru í Ósló 6. maí 1996:
    Bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi.
    Samningi milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan íslenskrar lögsögu og lögsögu Jan Mayen á árinu 1996.
    Samningi milli Íslands og Rússlands um veiðiheimildir innan íslenskrar lögsögu á árinu 1996.
    Bókunin er prentuð sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari og samningarnir sem fylgiskjöl II og III.
    Aðilar að bókuninni eru strandríkin fjögur: Ísland, Færeyjar, Noregur og Rússland. Þau skuldbinda sig í bókuninni til að starfa saman að verndun síldarstofnsins, skynsamlegri nýtingu hans og stjórn veiða úr honum í því skyni að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma.
    Samkvæmt lið 2.1. í bókuninni verður heildarafli landanna fjögurra á árinu 1996 1.107 þús. lestir og skiptist hann þannig að í hlut Íslands og Færeyja koma samtals 256 þús. lestir, í hlut Noregs 695 þús. lestir og 156 þús. lestir í hlut Rússlands.
    Ísland og Færeyjar höfðu með tvíhliða samningi um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum frá 2. febrúar 1996 ákveðið að afli íslenskra skipa á árinu 1996 yrði ekki meiri en 244 þús. lestir og afli færeyskra skipa ekki meiri en 86 þús. lestir. Til samræmis við ákvæði áðurnefndrar bókunar frá 6. maí 1996 um 256 þús. lesta sameiginlegan hámarksafla landanna tveggja var staðfest með orðsendingaskiptum utanríkisráðherra Íslands og lögmanns Færeyja sama dag að hámarksafli íslenskra skipa verði 190 þús. lestir og hámarksafli færeyskra skipa 66 þús. lestir. Orðsendingarnar eru prentaðar sem fylgiskjal IV með þingsályktunartillögu þessari.
    Í lið 2.2. í bókuninni er gert ráð fyrir að aðilar komi sér tvíhliða saman um heimildir til veiða í lögsögu hvers annars og önnur skilyrði fyrir veiðum þar. Samkvæmt áðurnefndum samningi milli Íslands og Færeyja er skipum hvors aðila heimilt að veiða í lögsögu hins á árinu 1996. Samhliða gerð bókunarinnar var gengið frá samningi milli Íslands og Noregs með orðsendingaskiptum sjávarútvegsráðherra ríkjanna. Samkvæmt honum fá íslensk skip ótakmarkaðan aðgang að lögsögunni við Jan Mayen og norsk skip heimild til að veiða allt að 127 þús. lestir í íslenskri lögsögu á árinu 1996. Jafnframt var gerður samningur milli Íslands og Rússlands þar sem rússneskum skipum er veitt heimild til að veiða allt að 5 þús. lestir á takmörkuðu svæði í austurhluta íslensku lögsögunnar. Aðilar að tveimur síðastnefndu samningunum munu semja um nánari skilyrði varðandi veiðarnar.
    Íslensk stjórnvöld hafa í samningaviðræðunum lagt áherslu á sameiginlega hagsmuni aðila af því að gerðar yrðu ráðstafanir til að ná sem bestri nýtingu síldarinnar. Með ótakmörkuðum aðgangi að lögsögunni við Jan Mayen er líklegt að veiðitími síldarinnar lengist og að síldin verði aðgengileg íslenska flotanum þegar hún hefur náð því fituinnihaldi sem gerir hana eftirsóknarverða til manneldisvinnslu og verðmætari til lýsisvinnslu. Með reglugerð nr. 248 frá 8. maí 1996 var aflahlutdeild Íslands skipt milli einstakra skipa.
    Þess skal getið að í 2. mgr. 6. gr. samkomulags milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál frá 28. maí 1980 er gert ráð fyrir að af þeim aflahlut, sem Íslandi er veittur með samningagerð við Noreg og önnur lönd, megi Íslendingar veiða „sanngjarnan hluta“ á Jan Mayen svæðinu.
    Samkvæmt ákvæði liðar 6.2. í bókuninni skulu aðilar í viðræðum sínum um skiptingu aflaheimilda á komandi árum taka mið af breytingum sem verða á dreifingu stofnsins. Komið verður á fót vinnuhópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins í þessu skyni, sbr. lið 6.1. Svo sem kunnugt er hefur síld úr stofninum lítið sem ekkert gengið í íslenska lögsögu eftir hrun hans í lok sjötta áratugarins. Ef tekst að ná markmiðum samningsins um verndun og uppbyggingu stofnsins og hann gengur í auknum mæli í íslensku lögsöguna er við því að búast að aflahlutdeild Íslands muni aukast á komandi árum.
    Talið er að sá hluti síldarstofnsins, sem leitaði á Íslandsmið fyrir hrunið, hafi að uppistöðu til verið eldri árgangar (sjö ára síld og eldri). Yfirgnæfandi hluti stofnsins nú er hins vegar fjögurra og fimm ára síld, þ.e. árgangar 1991 og 1992. Af þessu má ráða að hagsmunir Íslendinga af því að koma í veg fyrir ofveiði eru sérstaklega brýnir og að markvissar veiðitakmarkanir nú eru forsenda þess að dreifing stofnsins geti orðið eins og áður var.
    Í liðum 4.1.–4.3. eru ákvæði er snerta samskipti strandríkjanna fjögurra við aðra aðila. Samkvæmt lið 4.1. skulu samningsaðilar beita sér fyrir því að ná samkomulagi við aðra aðila um að þeir takmarki sínar veiðar til að koma á heildarstjórn veiða úr stofninum. Hér er fyrst og fremst átt við Evrópusambandið.
    Í lið 4.2. er kveðið á um að aðilar skuli starfa saman að því að koma í veg fyrir athafnir skipa, er sigla undir fána annarra ríkja, sem grafa undan áhrifum verndunar- og stjórnunarráðstafana er aðilar hafa komið sér saman um. Ákvæði þetta á sér fyrirmynd í úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna.
    Samkvæmt lið 4.3. skulu aðilar starfa saman að því að koma á stjórnun veiða úr stofninum á svæðum utan lögsögu, þ.e. í Síldarsmugunni svokölluðu, á vettvangi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í samræmi við ákvæði úthafsveiðisamningsins.
    Í lið 3.1. er kveðið á um mánaðarleg skipti aðila á aflaskýrslum. Samkvæmt lið 3.2. skulu aðilar hefjast handa um að setja samræmdar verndunarregur um veiðar úr stofninum. Er hér m.a. átt við reglur um möskvastærð og lágmarksstærð fisks. Aðilar skulu auðvelda og efla samstarf við eftirlit til að tryggja að verndunarreglum verði fylgt, sbr. lið 3.3.
    Samkvæmt 5. lið bókunarinnar skulu aðilar starfa saman að eflingu vísindarannsókna varðandi stofninn.
    Tekið er sérstaklega fram í bókuninni að hún hafi ekki fordæmisgildi gagnvart samningum milli aðila í framtíðinni, einkum að því er varðar aflahlutdeild fyrir árið 1996.
    Bókuninni skal beitt til bráðabirgða frá undirritunardegi hennar. Hún öðlast gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið.


Fylgiskjal I.


BÓKUN


um verndun, skynsamlega nýtingu og


stjórnun veiða á norsk-íslenska


síldarstofninum í


Norðaustur-Atlantshafi.




Aðilar að bókun þessari,

sem vilja stuðla að verndun, skynsamlegri nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum og tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma,


hafa komið sér saman um eftirfarandi:

1.1.     Aðilar skulu starfa saman að verndun, skynsamlegri nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi og taka tillit til bestu vísindaráðgjafar sem er fyrir hendi.


1.2.     Aðilar skulu gera ráðstafanir til að tryggja að hrygningarstofninum sé haldið ofan við örugg líffræðileg mörk þar sem nýliðun er tryggð til að gera sjálfbæra nýtingu til langs tíma mögulega.



2.1.     Aðilar skulu á árinu 1996 takmarka veiðar sínar úr síldarstofninum við 1.107.000 lesta hámarksafla samkvæmt eftirfarandi aflahlutdeild:

Færeyjar og Ísland          
256.000 lestir

Noregur          
695.000 lestir

Rússneska sambandsríkið
166.000 lestir.



Rússneska sambandsríkið framselur Noregi 5.000 lestir. Noregur mun heimila rússneskum skipum með tvíhliða samningi að veiða tiltekið magn af aflahlutdeild Rússlands í fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen. 5.000 lestir af aflahlutdeild Rússlands eru teknar frá fyrir veiðar í efnahagslögsögu Rússlands. Noregur og Rússneska sambandsríkið munu láta framangreindar 10.000 lestir óveiddar í verndunarskyni.


2.2.     Aðilar koma sér tvíhliða saman um heimildir til veiða í fiskveiðilögsögu hvers annars og önnur skilyrði fyrir veiðum þar.



3.1.     Aðilar skulu skiptast á aflaskýrslum mánaðarlega og skulu upplýsingar sundurliðaðar eftir undirsvæðum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og/eða fiskveiðilögsögu og svæðum utan fiskveiðilögsögu aðila.

3.2.     Aðilar skulu hefjast handa um að setja samræmdar verndunarreglur um veiðar úr stofninum.


3.3.     Aðilar skulu auðvelda og efla samstarf við eftirlit til að tryggja að verndunarreglum verði fylgt.


4.1.     Aðilar skulu leitast við að ná samkomulagi við aðra aðila, sem hlut eiga að máli, til að koma á heildarstjórnun veiða úr stofninum.

4.2.     Aðilar skulu, í samræmi við réttindi þeirra og skyldur að þjóðarétti, starfa saman að því að koma í veg fyrir athafnir skipa, er sigla undir fána annarra ríkja, sem grafa undan áhrifum verndunar- og stjórnunarráðstafana er aðilar hafa komið sér saman um.

4.3.     Aðilar skulu starfa saman að því að koma á stjórnun veiða úr stofninum á svæðum utan fiskveiðilögsögu á vettvangi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í samræmi við ákvæði samnings frá 4. desember 1995 um framkvæmd ákvæða hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1982 um verndun deilistofna og víðförulla fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim.




5.     Aðilar skulu starfa saman að því að efla vísindarannsóknir sem varða stofninn.


6.1.     Aðilar skulu koma á fót vinnuhópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins í samræmi við samþykktar líffræðilegar viðmiðanir. Vinnuhópurinn skal eiga samstarf við Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES).


6.2.     Aðilar skulu nota niðurstöður vinnuhópsins sem grundvöll samningaviðræðna í framtíðinni um verndun stofnsins, skynsamlega nýtingu hans og stjórnun veiða úr honum, m.a. vegna hugsanlegra breytinga á leyfilegum heildarafla og aflahlutdeild aðila að svo miklu leyti sem dreifing stofnsins réttlætir breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Við sérhverja endurskoðun skal tekið tilhlýðilegt tillit til dreifingar allra hluta stofnsins.

7.     Bókun þessi, sérstaklega að því er varðar aflahlutdeild fyrir árið 1996, hefur ekki fordæmisgildi gagnvart samningum milli aðila í framtíðinni.

8.     Bókun þessari skal beitt til bráðabirgða frá þeim degi sem hún er undirrituð og öðlast hún gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið.

Gjört í Ósló 6. maí 1996 í fjórum frumeintökum á ensku. Aðilar skulu koma sér saman um opinbera texta bókunar þessarar á færeysku, íslensku, norsku og rússnesku.


Lögmaður Færeyja:
Edmund Joensen
Sjávarútvegsráðherra Færeyja:
Ivan Johannson

Utanríkisráðherra Íslands:
Halldór Ásgrímsson
Sjávarútvegsráðherra Íslands:
Þorsteinn Pálsson

Utanríkisráðherra Noregs:
Björn Tore Godal
Sjávarútvegsráðherra Noregs:
Jan Henry T. Olsen

Formaður fiskveiðiráðs Rússneska
sambandsríkisins:
Vladimir Korelsky

PROTOCOL


on the Conservation, Rational


Utilization and Management of


Norwegian Spring Spawning Herring


(Atlanto-Scandian Herring) in the


Northeast Atlantic



The Parties to this Protocol,

Desiring to promote conservation, rational utilization and management of Norwegian spring spawning herring (Atlanto-Scandian herring) and to provide for long-term sustainable exploitation of the stock,

Have agreed as follows:

1.1.     The Parties shall cooperate in the conservation, rational utilization and management of Norwegian spring spawning herring (Atlanto-Scandian herring) in the Northeast Atlantic taking into account the best scientific advice available.

1.2.     The Parties shall establish such measures as will ensure that the spawning stock will be maintained above safe biological limits, where sufficient recruitment is ensured to allow for long-term sustainable exploitation.


2.1.     For the year 1996 the Parties shall restrict their fishing on the herring stock to a maximum limit of 1,107,000 tonnes on the basis of the following quotas:

The Faroe Islands and
Iceland
256,000 tonnes

Norway
695,000 tonnes

The Russian Federation
166,000 tonnes.


The Russian Federation shall transfer 5,000 tonnes to Norway. The Norwegian Party shall provide the possibility for Russian vessels to take a specific amount of the Russian quota in the Fishery zone around Jan Mayen by bilateral agreement. 5,000 tonnes of the Russian quota is set aside for the Russian Exclusive economic zone. Norway and the Russian Federation will reserve these 10,000 tonnes for conservation purposes.

2.2.     Arrangements for access and other conditions for fishing in the respective zones of fisheries jurisdiction of the Parties are regulated by bilateral arrangements.

3.1.     The Parties shall exchange catch reports on a monthly basis, broken down by ICES sub-area and/or zones of fisheries jurisdiction and areas beyond fisheries jurisdiction of the Parties.


3.2.     The Parties shall initiate work to establish harmonized conservation measures in relation to the fishery on the stock.

3.3.     The Parties shall facilitate and further cooperation in the field of inspection and control to ensure compliance with conservation matters.

4.1.     The Parties shall seek to obtain agreement with other relevant parties to bring about a comprehensive management of the stock.

4.2.     The Parties shall cooperate to deter in conformity with their international rights and obligations the activities of vessels flying the flag of other States which undermine the effectiveness of conservation and management measures agreed by the Parties.

4.3.     The Parties shall cooperate to achieve regulation of the fisheries on the stock in areas beyond fisheries jurisdiction through the Northeast Atlantic Fisheries Commission in conformity with the provisions laid down in the Agreement of 4 December 1995 for the implementation of the provisions of the United Nations Convention on the Law of the Sea of 10 December 1982 relating to the conservation and management of straddling fish stocks and highly migratory fish stocks.

5.     The Parties shall cooperate to enhance scientific research relating to the stock.

6.1.     The Parties shall set up a scientific working group to monitor and assess the development and distribution of the stock according to agreed biological criteria. The working group shall cooperate with the International Council for the Exploration of the Sea (ICES).

6.2.     The Parties shall use the results of the scientific working group as the basis for future negotiations on the conservation, rational utilization and management of the stock, including possible adjustments of the total allowable catch (TAC) and allocations between the Parties in so far as the distribution of the stock justifies changes in existing arrangements. Any revision shall take due account of the distribution of all components of the stock.

7.     This Protocol, in particular the arrangements on quotas for the year 1996, is without prejudice to any future agreement between the Parties.

8.     This Protocol shall be applied provisionally from the date of signature and enter into force when all Parties have notified each other of the completion of their necessary procedures.

Done at Oslo on 6 May 1996 in four originals in English. The Parties shall agree on official texts of this Protocol in Faroese, Icelandic, Norwegian and Russian.

Prime Minister of the Faroe Islands:
Edmund Joensen
Minister of Fisheries of the Faroe Islands:
Ivan Johannson

Minister for Foreign Affairs of Iceland:
Halldór Ásgrímsson
Minister of Fisheries of Iceland:
Thorsteinn Pálsson

Minister of Foreign Affairs of Norway:
Björn Tore Godal
Minister of Fisheries of Norway:
Jan Henry T. Olsen

Chairman of the Fisheries Committee of the Russian Federation:
Vladimir Korelsky

Fylgiskjal II.


SAMNINGUR


milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan íslenskrar lögsögu


og lögsögu Jan Mayen á árinu 1996.



a. Bréf sjávarútvegsráðherra Noregs til sjávarútvegsráðherra Íslands.



Oslo, 6. mai 1996

Fiskeriminister Thorsteinn Palsson

Ærede kollega,

    I forbindelse med Protokoll inngått mellom Færøyene, Island, Norge og den Russiske Føderasjon om forvaltningen av Norsk vårgytende sild (Atlanto-skandisk sild) for 1996, er det inngått separate bilaterate avtaler om adgang til Partenes fiskerisoner.
    Følgende arrangement mellom Norge og Island vil komme til anvendelse:
    Innenfor rammen av Protokoll om forvaltningen av Norsk vårgytende sild (Atlanto-skandisk sild), gis islandske fartøyer adgang til å fiske inntil 190.000 tonn sild i Fiskerisonen rundt Jan Mayen i 1996.
    Norske fartøyer gis adgang til å fiske inntil 127.000 tonn sild i Islands økonomiske sone i 1996.
    Nærmere bestemmelser avtales om øvrige betingelser for utøvelse av fisket.
    Jeg ville være takknemlig om De kunne bekrefte Deres samtykke til det ovenfor fremsatte arrangement.
    På vegne av Norges regjering,

    Jan Henry T. Olsen
    Fiskeriminister


b. Svarbréf sjávarútvegsráðherra Íslands.



Ósló, 6. maí 1996

Hr. Jan Henry T. Olsen
sjávarútvegsráðherra

Heiðraði starfsbróðir,

    Ég staðfesti að hafa móttekið bréf yðar frá í dag þar sem segir:
    „Í tengslum við samning sem gerður hefur verið milli Færeyja, Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 1996 hafa verið gerðir sérstakir tvíhliða samningar um veiðar aðila í fiskveiðilögsögu hvers annars.
    Að því er varðar Ísland og Noreg verður fyrirkomulagið sem hér segir:
    Innan ramma samningsins um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum er íslenskum skipum heimilt að veiða allt að 190 þúsund lestir í fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen á árinu 1996.
    Norskum skipum er heimilt að veiða allt að 127 þúsund lestir af síld í íslenskri efnahagslögsögu árið 1996.
    Aðilar munu semja um nánari skilyrði varðandi veiðarnar.
    Ég væri þakklátur ef þér gætuð staðfest samþykki yðar við ofangreint.“
    Ég staðfesti hér með að Ísland samþykkir það sem segir í bréfi yðar.
    Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands,

    Þorsteinn Pálsson
    sjávarútvegsráðherra



Fylgiskjal III.


SAMNINGUR


milli Íslands og Rússlands um veiðiheimildir innan íslenskrar lögsögu á árinu

1996.


    Með vísan til liðar 2.2. í bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi, sem undirrituð var í dag, hafa sendinefndir Íslands og Rússneska sambandsríkisins komið sér saman um að rússneskum fiskiskipum verði veitt heimild til að veiða á árinu 1996 allt að 5.000 lestir af síld á takmörkuðu svæði í austurhluta íslensku efnahagslögsögunnar. Kveðið verður á um tilhögun veiðanna með orðsendingaskiptum við fyrsta tækifæri.


                                  Ósló, 6. maí 1996

                                            Halldór Ásgrímsson

                                            Vladimir Korelsky
    With reference to paragraph 2.2. of the Protocol signed today on the Conservation, Rational Utilization and Management of Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) in the Northeast Atlantic, the Delegations of Iceland and the Russian Federation have agreed that Russian fishing vessels be granted access in 1996 to take up to 5000 tonnes of herring in a limited area in the eastern part of the Icelandic Economic zone. The arrangements will be formalized through an exchange of notes at the earliest opportunity.

                                       Oslo, 6 May 1996

                                                           
Halldór Ásgrímsson


                                                           
Vladimir Korelsky

Fylgiskjal IV.


ORÐSENDINGASKIPTI


utanríkisráðherra Íslands og lögmanns Færeyja.



a. Bréf utanríkisráðherra Íslands til lögmanns Færeyja.



                                                                     Ósló, 6. maí 1996

Hr. lögmaður,

    Ég leyfi mér að vísa til samnings milli Íslands og Færeyja frá 2. febrúar 1996 um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996.
    Ég leyfi mér einnig að vísa til bókunar um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi sem gerð var í Ósló í dag af hálfu Íslands, Færeyja, Noregs og Rússneska sambandsríkisins. Í samræmi við 2. lið bókunarinnar leyfi ég mér að staðfesta að aðilar takmarki veiðar sínar á síldarstofninum á árinu 1996 samkvæmt 1. gr. samningsins frá 2. febrúar 1996 þannig að afli færeyskra skipa verði ekki hærri en 66.000 lestir og afli íslenskra skipa ekki hærri en 190.000 lestir.
    Ef þér staðfestið að ofangreint sé skilningur yðar leyfi ég mér að leggja til að fyrirkomulag þetta taki gildi þegar svarbréf yðar er dagsett.

                                                           Halldór Ásgrímsson
                                                           utanríkisráðherra

Edmund Joensen
Föroya Landstýri
Thorshavn


b. Svarbréf lögmanns Færeyja.



                                                                     Ósló, 6. maí 1996

Hr. utanríkisráðherra,

    Ég leyfi mér að vísa til bréfs yðar dags. í dag í Ósló og staðfesti að aðilar muni takmarka veiðar sínar á síldarstofninum á árinu 1996 samkvæmt 1. gr. samningsins frá 2. febrúar 1996 þannig að afli færeyskra skipa verði ekki hærri en 66.000 lestir og afli íslenskra skipa ekki hærri en 190.000 lestir.

                                                           Edmund Joensen
                                                           lögmaður

Hr. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra Íslands