Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 210 . mál.


1013. Nefndarálit



um till. til þál. um opinberan stuðning við starfsþjálfun í fyrirtækjum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir um það frá Vinnumálasambandinu, Sambandi iðnmenntaskóla, Alþýðusambandi Íslands, Iðnnemasambandi Íslands og menntamálaráðuneytinu.
    Í tillögunni er kveðið á um mótun stefnu um starfsþjálfun sem hvetur til aukinnar þátttöku fyrirtækja í verknámi. Fyrirtæki og stofnanir gegna nú þegar mikilvægu hlutverki í starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Í frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem nú liggur fyrir Alþingi, er stórt skref stigið í því að skilgreina hlutverk og ábyrgð fyrirtækja í menntunarmálum þó að ekki sé þar tekið á öllum atriðum er varða þjálfun nemenda á vinnustað. Ljóst er að í framhaldi af samþykkt nýrra laga um framhaldsskóla verður að huga að starfsþjálfun í fyrirtækjum, meðal annars í anda tillögu þessarar.
    Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 20. maí 1996.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Hjálmar Árnason.

Sigríður Jóhannesdóttir.


form., frsm.



Árni Johnsen.

Ólafur Örn Haraldsson.

Guðný Guðbjörnsdóttir.



Tómas Ingi Olrich.

Lúðvík Bergvinsson.

Arnbjörg Sveinsdóttir.