Ferill 529. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 529 . mál.


1026. Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)    

1. gr.


    Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein sem hljóðar svo:
    Við útreikning örorkulífeyris og tekjutryggingar, sbr. 12. og 17. gr. laga þessara, er ráðherra heimilt að hækka tekjuviðmiðun þeirra lífeyrisþega sem fengið hafa eingreiðslu skaðabóta vegna örorku að frádregnum áætluðum örorkulífeyri og tekjutryggingu til framtíðar frá Tryggingastofnun ríkisins.
    Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Þeir sem eiga rétt til örorkulífeyris hafa margir hverjir orðið fyrir varanlegri örorku í slysum og fengið dæmdar fébætur vegna þess með dómi eða samkvæmt ákvörðun tryggingafélags. Samkvæmt dómvenju hér á landi eru fébætur vegna framtíðarörorku miðaðar við ákveðna framtíðarávöxtun þegar þær eru ákvarðaðar. Fyrir því er einnig dómvenja að verðmæti örorkulífeyris og tekjutryggingar sem hinn slasaði á rétt á frá Tryggingastofnun ríkisins komi til frádráttar skaðabótakröfum. Vegna þeirrar breytingar sem gerð var á 10. gr. laganna um að fjármagnstekjur séu teknar inn í tekjugrunn við útreikning örorkulífeyrisbóta geta þær skert rétt hinna slösuðu til örorkulífeyris og tekjutryggingar. Með því er skertur bótaréttur örorkulífeyrisþega sem þegar hafa sætt lækkun fébóta vegna þeirra réttinda sem þeir voru taldir eiga hjá Tryggingastofnun ríkisins.
    Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd þessa ákvæðis. Við ákvörðun á hækkun á tekjumörkum má gera ráð fyrir að til þurfi að koma tryggingastærðfræðilegir útreikningar. Gera verður ráð fyrir að aðeins séu hækkuð tekjumörk þeirra sem annars yrðu fyrir skerðingu bóta.