Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 408 . mál.


1053. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um fjarskipti, nr. 73 28. maí 1984, sbr. lög nr. 32 14. apríl 1993.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (EKG, MS, KPál, EgJ, StG, ÁJ).


                  
    Við 4. gr.
         
    
    A-liður orðist svo: Í stað orðsins „ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstrarleyfishafa.
         
    
    B-liður orðist svo: Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnunina“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstarleyfishafa.
         
    
    D-liður orðist svo: Í stað orðanna „fjarskiptavirkja ríkisins er Póst- og símamálastofnuninni“ í 3. mgr. kemur: fjarskiptavirkja rekstrarleyfishafa er honum.
    Við 5. gr. Á eftir a-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir orðunum „komið má“ í 1. mgr. kemur: rekstrarleyfishafi.
    Við 6. gr. A-liður orðist svo: Í stað orðsins „ríkisins“ í 1. málsl. kemur: rekstrarleyfishafa.
    Við 12. gr. C-liður orðist svo: Á eftir 8. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Rekstrarleyfishafi skv. 1. mgr. 2. gr. laganna skal undanþeginn bótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins, eða mistaka við afgreiðslu símskeyta, hvort sem rekja má slíkt til línubilana, bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna. Slík ábyrgðartakmörkun er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið til stórfelldra mistaka starfsmanna rekstarleyfishafa.
    Á eftir 12. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein er orðast svo:
                  Eigi síðar en 1. júlí 1998 skal notkunargjald fyrir talsímaþjónustu vera hið sama alls staðar á landinu og skal innheimta sérstaks álags vegna langlínusamtala óheimil.
    Við 14. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.